Rannsaka Glitni og FL Group – þrír Glitnismenn í varðhald 1. desember 2011 08:30 Jóhannes Baldursson, var úrskurðaður í gæsluvarðhald. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh Fréttir Stím málið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira
Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, var í gærdag úrskurðaður í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknar sérstaks saksóknara á meintum brotum í rekstri bankans fyrir hrun. Tveir aðrir Glitnismenn, Jóhannes Baldursson, sem var framkvæmdastjóri á markaðsviðskiptasviði, og Ingi Rafnar Júlíusson, sem starfaði á verðbréfasviði bankans, voru leiddir fyrir dómara í héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þar var fallist á kröfu saksóknara um einnar viku gæsluvarðhald yfir þeim. Jóhannes starfar enn hjá Íslandsbanka en hefur verið sendur í leyfi vegna málsins líkt og aðrir núverandi starfsmenn bankans sem fengið hafa réttarstöðu grunaðra í rannsókninni, samkvæmt upplýsingum frá bankanum. Ingi Rafnar starfar nú hjá MP banka, eftir að deildin sem hann tilheyrði hjá Sögu fjárfestingabanka var keypt yfir til MP. Farið var fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en héraðsdómur hafnaði þeirri beiðni. Gæsluvarðhaldskröfurnar voru settar fram á grundvelli rannsóknarhagsmuna, enda telur sérstakur saksóknari að mennirnir geti spillt rannsókninni með því að ráðfæra sig við aðra sakborninga gangi þeir lausir. Enn á eftir að taka skýrslur af lykilmönnum í málinu. Rannsóknin snýr að umfangsmikilli markaðsmisnotkun og öðrum brotum í rekstri bankans. Viðskiptin sem til rannsóknar eru nema mörgum tugum milljarða og tengjast að stórum hluta FL Group. Yfirheyrslurnar í gær snerust jafnframt um svokallað Stím-mál, sem Jóhannes Baldursson er talinn hafa átt stóran þátt í. Aðgerðirnar, sem hafa verið í undirbúningi um nokkurt skeið, hófust klukkan sjö í gærmorgun með handtökum og alls voru á annan tug manna yfirheyrðir. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, kveðst búast við að yfirheyrslunum verði fram haldið næstu daga. - sh
Fréttir Stím málið Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Magnús Eiríksson borinn til grafar Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Skutu flugskeytum fyrir tólf milljarða á einni nóttu Erlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fleiri fréttir Brynjar skýtur föstum skotum á Flokk fólksins „Fyrsta ár ríkisstjórnarinnar hefur mistekist“ Magnús Eiríksson borinn til grafar Heitt í hamsi vegna Grænlands Hafi nauðgað sex ára stúlku og eiginkonu sinni og birt af því myndir Dýr framtíðarlausn að færa þjóðveginn vegna grjóthruns Borgarstjórn biður vöggustofubörnin afsökunar Eldgos á næstu vikum enn líklegasta niðurstaðan Sjö tilkynningar um heimilisofbeldi að jafnaði á dag „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Sjá meira