110 milljóna tap hjá Sjálfstæðisflokki 1. desember 2011 07:00 Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur. Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Sjálfstæðisflokkurinn tapaði 110 milljónum króna árið 2010, samkvæmt útdrætti úr ársreikningi flokksins, sem Ríkisendurskoðun hefur birt á vef sínum. Tapið er tveimur og hálfu sinni meira en árið áður, þegar það nam 46 milljónum. „Þetta skýrist fyrst og fremst af lækkun framlagsins frá Alþingi, sem kemur til vegna kosningaúrslitanna 2009,“ segir Jónmundur Guðmarsson, framkvæmdastjóri flokksins. Flokkurinn tapaði rúmlega þriðjungi þingmanna sinna í kosningunum, fór úr 25 þingmönnum í 16. Það lækkaði framlag ríkisins til flokksins úr 159 milljónum árið 2009 í 99 milljónir árið 2010. „Tekjurnar bara lækka og svo eru kosningar og landsfundur sama ár,“ útskýrir Jónmundur. Skuldir flokksins þrefölduðust nánast milli ára. Þær voru tæpar 78 milljónir árið 2009 en eru nú tæpar 217 milljónir. Á móti á flokkurinn eignir sem nema 465 milljónum. Þær hafa rýrnað um 160 milljónir á milli ára. Vinstrihreyfingin – grænt framboð hagnaðist um 14,3 milljónir á síðasta ári og skuldar nú tæpar 104 milljónir króna, eða rúmar 39 milljónir króna umfram eignir. Grynnkað hefur á skuldunum síðan í árslok 2009, þegar flokkurinn skuldaði 123 milljónir, eða tæpar 53 milljónir umfram eignir. Samfylkingin tapaði tæpum sjö milljónum í fyrra og skuldar nú 110 milljónir, sem er rúmum þremur milljónum meira en árið áður. Á móti á flokkurinn eignir upp á 133 milljónir. Upplýsingar um fjármál fjórða stóra flokksins á þingi, Framsóknarflokks, liggja ekki enn fyrir. Hrólfur Ölvisson, framkvæmdastjóri Framsóknarflokksins, segir að reikningi flokksins verði skilað á næstu dögum. Skilafrestur rann út 1. október og segir Hrólfur að seinaganginn megi rekja til þess hversu illa hafi gengið að afla upplýsinga frá aðildarfélögum sem eru dreifð um landið. Vegna þessa hafi lögum flokksins verið breytt á síðasta flokksþingi í þá veru að aðildarfélög þyrftu að skila fjárhagsupplýsingum inn til flokksskrifstofunnar fyrir 15. maí á hverju ári. Hreyfingin skilar tveimur ársreikningum, annars vegar reikningi Hreyfingarinnar og hins vegar reikningi þinghóps hreyfingarinnar. Þinghópurinn fékk tæpar 3,9 milljónir í framlag frá ríkinu, varði rúmum tveimur í rekstur og hagnaðist um mismuninn: 1,8 milljónir. Hann þáði enga aðra styrki. Flokkurinn skuldar einungis tæpar 300.000 krónur. Eina hreyfingin á reikningi Hreyfingarinnar var hins vegar móttaka 300 þúsund króna styrks frá þinghópnum. Af því fóru 96 þúsund krónur í rekstur. Besti flokkurinn, sem bauð í fyrsta skipti fram í borgarstjórnarkosningum í fyrra, tapaði þremur milljónum þrátt fyrir að hafa fengið vel á áttundu milljón í tekjur.
Fréttir Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Sjá meira
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent