Staða ríkissjóðs útilokar nýtt minjasafn 2. desember 2011 03:45 Katrín Jakobsdóttir Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Loftskeytastöðin gamla Bráðabirgðahúsnæði safnsins er lítið en hugmynd er um að setja upp sýningu á 150 fermetrum á efri hæð. Fjármagn til að setja upp sýningu er ekki á fjárlögum 2012.fréttablaðið/gvafréttablaðið/gva Katrín Jakobsdóttir mennta- og menningarmálaráðherra segir að staða ríkissjóðs sé með þeim hætti að ekki sé líklegt að fjárveitingar fáist á næstu árum til að byggja nýtt hús fyrir Náttúruminjasafn Íslands. Nefnd á vegum ríkisins og Reykjavíkurborgar um húsnæðismál safnsins, sem kom saman árið 2009, komst að þeirri niðurstöðu að ótímabært væri að vinna að málinu vegna fjárskorts. „Nefndin ákvað að setja málið í salt, þar sem engar forsendur voru taldar fyrir nýbyggingu. Þá var gengið í það að finna betra bráðabirgðahúsnæði, sem er Loftskeytastöðin gamla. Gerður var samningur til fimm ára og ákveðið að skoða málið að nýju áður en sá samningur rennur út árið 2015.“ Helgi Torfason, safnstjóri Náttúruminjasafnsins, lýsti í viðtali við Fréttablaðið fyrir viku vonbrigðum sínum yfir stöðu safnsins, sem er eitt þriggja höfuðsafna landsins. Spurð um þá staðreynd að Náttúruminjasafnið getur ekki uppfyllt lögbundnar skyldur sínar segir Katrín: „Lögin voru sett 2007 og vonir voru um að þetta höfuðsafn fengi húsnæði sem því hæfir. En hrunið setti strik í reikninginn. Það er hins vegar engin ástæða í mínum huga að hverfa frá þeim fyrirætlunum sem settar eru fram í lögunum. Við verðum að horfa á málið frá efnahagslegum veruleika þjóðarinnar núna, en stefna áfram ótrauð að því að gera þetta eins og hugmyndir voru uppi um.“ Katrín hefur fundað með fjölda fólks sem hefur áhuga á málefnum Náttúruminjasafnsins og hefur hugmyndir um húsnæðismálin –hvernig hús á að byggja og hvar. „Ég hef mína persónulegu skoðun á því og tel safninu best komið hér í Reykjavík.“ Katrín deilir ekki þeirri skoðun að stíga eigi skref til baka og færa sýningarþáttinn aftur til baka undir Náttúrufræðistofnun. „Ég hef ekki sérstaka sannfæringu fyrir því að sameina stofnanirnar aftur.“ Katrín segir, spurð hvort leysa mætti húsnæðisvanda safnsins með nýtingu eldra húsnæðis líkt og gert var með Þjóðskjalasafnið, að ekkert borðleggjandi hafi komið upp í því sambandi. „Ég hef hins vegar litið svo á að það sé mjög spennandi kostur að setja upp safn í Vatnsmýrinni eins og hugmyndir voru uppi um, þó ég útiloki ekki aðra kosti,“ segir Katrín um þær hugmyndir að byggja upp veglegt safn við hlið Öskju, náttúrufræðihúss Háskóla Íslands. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira