Saksóknari boðar Bjarna í yfirheyrslu 2. desember 2011 07:00 Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Embætti sérstaks saksóknara hefur boðað Bjarna Ármannsson, fyrrverandi bankastjóra Glitnis, í yfirheyrslu vegna rannsóknar á stórfelldum brotum í rekstri Glitnis, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en í seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er staddur né hvaða réttarstöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Sérstakur saksóknari handtók fjóra menn á miðvikudag í tengslum við rannsókn á meintri allsherjarmarkaðsmisnotkun Glitnis á árunum 2004 til 2008. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni, sem nú starfar hjá MP banka, voru úrskurðaðir í einnar viku gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Þremenningarnir kærðu allir úrskurðina til Hæstaréttar og hafa verjendur og saksóknari fram á miðjan dag á morgun til að skila greinargerðum til réttarins. Saksóknari fór fram á varðhald yfir fjórða manninum, Elmari Svavarssyni, en dómari hafnaði þeirri kröfu. Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, segir það ekki hafa sett mikið strik í reikninginn. „Það er alltaf gert ráð fyrir því að það geti komið tvær niðurstöður út úr þessu og menn eru búnir undir það á hvorn veginn sem fer," segir hann. Viðskiptin sem eru undir í rannsókninni nema yfir hundrað milljörðum króna. Á meðal þess sem verið er að rannsaka eru lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna lán til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. Meðal annarra viðskipta sem saksóknari rannsakar er fimmtán milljarða víkjandi lán sem Baugi var veitt í desember 2007 til að taka þátt í hlutafjárútboði FL Group. Yfirheyrslur héldu áfram í allan gærdag, bæði yfir þeim sem voru yfirheyrðir á miðvikudag og öðrum. Ólafur útilokar ekki að frekari þvingunaraðgerðum á borð við gæsluvarðhald verði beitt á næstu dögum. - þsj, sh
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira