Rannsaka lán til Salts og Rákungs 2. desember 2011 04:00 Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007. Stím málið Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira
Rannsókn embættis sérstaks saksóknara á Glitni beinist að meintri kerfisbundinni markaðsmisnotkun bankans yfir margra ára tímabil fyrir bankahrun. Hin meintu brot ná allt aftur til ársins 2004 og viðskiptin sem eru rannsökuð nema á annað hundrað milljörðum. Sú rannsókn sem nú stendur yfir á meintri brotastarfsemi stjórnenda Glitnis fyrir bankahrun snýst aðallega um ætlaða markaðsmisnotkun bankans um margra ára skeið. Heimildir Fréttablaðsins herma að embætti sérstaks saksóknara telji að hún teygi sig allt aftur til ársins 2004 og hafi staðið fram að bankahruni haustið 2008. Verið er að rannsaka tíu mál. Lárus Welding, fyrrverandi forstjóri Glitnis, Jóhannes Baldursson, fyrrverandi framkvæmdastjóri markaðsviðskipta bankans, og Ingi Rafnar Júlíusson, fyrrverandi verðbréfamiðlari hjá Glitni sem nú starfar hjá MP banka, voru á miðvikudag úrskurðaðir í gæsluvarðhald vegna rannsóknarinnar. Sérstakur saksóknari krafðist einnig gæsluvarðhalds yfir Elmari Svavarssyni, fyrrverandi miðlara hjá Glitni, en þeirri kröfu var hafnað. Hátt í 20 manns hafa verið yfirheyrðir vegna málanna síðustu tvo daga. Þá hefur Fréttablaðið heimildir fyrir því að Bjarni Ármannsson, sem var forstjóri Glitnis frá 1997 og fram í apríl 2007, hafi verið boðaður til yfirheyrslu. Bjarni er staddur erlendis á ferðalagi og er ekki væntanlegur til landsins fyrr en seinni hluta desembermánaðar. Hann mun mæta til skýrslutöku þegar því ferðalagi er lokið. Fréttablaðið hefur ekki upplýsingar um hvar Bjarni er né hvaða stöðu hann mun hafa við skýrslutökuna. Tapið lenti allt á bankanumMeðal annars er verið að rannsaka kaup eigin viðskipta Glitnis á hlutabréfum hans og stærsta eiganda bankans, FL Group, um langt skeið. Tilgangur þeirra kaupa var að halda hlutabréfaverðinu uppi og skapa sýndareftirspurn eftir bréfunum. Þá er einnig verið að rannsaka viðskipti með framvirka samninga í hlutabréfum í Glitni. Í gegnum þá lánaði bankinn vildarviðskiptavinum sínum hlutabréf í sjálfum sér vegna þess að hann mátti ekki halda á þeim sjálfur. Margir þessara samninga voru með þeim hætti að þeir sem fengu bréfin lánuð gátu einungis grætt á þeim. Ef tap myndaðist á samningstímanum voru lánendurnir skaðlausir af því. Það lenti á bankanum. Heimildir Fréttablaðsins herma að sumir þeirra framvirku samninga sem Glitnir gerði hafi verið með sama samnings- og afhendingardegi. Talið er að gerð framvirkra samninga af þessari gerð hafi tíðkast um árabil hjá Glitni. Þá snýst rannsóknin um lánveitingar til ýmissa félaga sem nýttar voru til að kaupa bréf í Glitni. Umræddar lánveitingar námu 37 milljörðum króna og lánin voru veitt í lok árs 2007 og á árinu 2008. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er 8,1 milljarðs króna lán til Rákungs og 15,2 milljarða króna til Salt Financials á meðal þeirra lána sem verið er að rannsaka. Bæði lánin voru veitt á árinu 2008 og voru nýtt til kaupa á bréfum í bankanum. Salt Financials var í eigu Salt Investment, eignarhaldsfélags sem er í 94% eigu Róberts Wessman. Rákungur var í eigu Milestone, fjárfestingarfélags Karls og Steingríms Wernerssona. 15 milljarða víkjandi lán til BaugsTil viðbótar hefur sérstakur saksóknari rannsakað í meira en ár hið svokallaða Stím-mál. Það snýst um 19,6 milljarða króna lánveitingu frá Glitni til Stíms í nóvember 2007 til að kaupa hlutabréf í Glitni og FL Group. Stím var teiknað upp af starfsmönnum Glitnis sem síðan buðu vildarviðskiptavinum bankans að eignast í félaginu gegn litlu eiginfjárframlagi. Þegar fyrri hrinan í Stím-rannsókninni fór fram í nóvember 2010 voru Lárus Welding og Jóhannes Baldursson einnig yfirheyrðir. Að endingu snerust aðgerðir sérstaks saksóknara á miðvikudag um rannsókn á sölutryggingu Glitnis á 15 milljarða hlutafjárútboði í FL Group í desember 2007. Heimildir Fréttablaðsins herma að um sé að ræða 15 milljarða króna víkjandi lán sem Baugi Group, stærsta eiganda FL Group á þeim tíma, var veitt. Áhættunefnd Glitnis samþykkti umrætt lán hinn 20. desember 2007.
Stím málið Mest lesið „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Viðskipti innlent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum Viðskipti innlent Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Viðskipti innlent Arion og Kvika í samrunaviðræður Viðskipti innlent Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Viðskipti innlent Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Viðskipti innlent Svona mikið kostar kaffið á Starbucks hér á landi Neytendur Sætta sig ekki við höfnun Kviku Viðskipti innlent Skrautleg saga laganna hans Bubba Viðskipti innlent Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Eyþór hættur sem framkvæmdastjóri Hopp Svona munu stækkuð Skógarböð og hótel líta út Skrautleg saga laganna hans Bubba Sætta sig ekki við höfnun Kviku Hagnaðist um tæpar sjötíu milljónir króna Lofar bongóblíðu við langþráð langborð Minnstu sparisjóðirnir sameinast Spá 2,2 prósent hagvexti í ár Trausti Sigurður og Jóhanna nýir forstöðumenn hjá VÍS Sorglegt að þurfa að hætta rekstri eftir 38 ár í Hveragerði Starbucks opnaði á Laugavegi í dag Krefja nýjan rektor um að skólinn fari að lögum Svikarar nýti sumarfrí til að blekkja fyrirtæki til að millifæra háar upphæðir EFTA-ríkin gera fríverslunarsamning við Mercusor-ríkin Ná að spara hver mánaðarmót en hvað svo? Sjónvarpsstöðin Sýn verður í opinni dagskrá Nokkurra ára leit að kaupanda eigna í Helguvík lokið Rafbílasala tekur við sér en nær enn ekki fyrri hæðum Tillaga Vilhjálms felld með nánast öllum atkvæðum Einungis áfengi í boði hjá Heimkaupum Vill lýsa yfir vantrausti á stjórnarmann vegna sautján ára tölvubréfs Fjórir sérfræðingar skoða möguleika Íslands í gjaldmiðlamálum Arctic Fish fær heimild til frekara fiskeldis Falið að leiða þjónustu og upplifun hjá Mílu Segja lækkun á olíu ekki hafa skilað sér til íslenskra neytenda Einföldun að segja að íslensk ferðaþjónusta sé láglaunagrein „Þetta eru mjög mikil vonbrigði fyrir okkur“ Sjá meira