Jólastjörnuholið Brynhildur Björnsdóttir skrifar 2. desember 2011 06:00 Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt. Jólaföndur, jólapróf, jólaseríur, jólaskraut, jólapúðar, jólapeysur, -treflar og -sokkar, jólaeyrnalokkar (í miklu uppáhaldi hjá pistlaskrifara), jólaskógarhögg, jólamorgunkaffi, jólahádegisverðarfundur, jólakaffi, jólakvöldverður, jólahlaðborð, -vín, -bjór og -kaffi, jólasmákökur, jólastórkökur, jólagjafir, jólalán, jólasýningar, jólaböll, jólabasar, jólalög, jólalög, jólalög… jólaþrif, jólalögmál og jólareglur og siðir og hefðir og venjur, jólakveðjur, jólaheimsóknir, jólasveinar, jólakettir, jólamenn, -konur og -börn. Jólasnjór? Vonandi! Enda er ekki til lítils að vinna. Jólin eru jú bara einu sinni á ári. Í þrjá daga. Við verðum að hittast, spila, föndra, drekka saman, borða saman, skoða jólaskrautið, fara á tónleika, syngja saman, dansa saman, borða og drekka saman, finnast, minnast, mynnast, hnipra okkur saman með rauðan vasaklút, litlu kertin okkar og hýrlegt bros á vör á móti ísköldu svartnættinu fyrir utan. Jólin verða að vera eins og þau eiga að vera því annars eru þau ekki eins og þau eru vön að vera. Jólin eru á hverju ári, bara einu sinni reyndar, jólasvimi, jólaglýja, jólagleymska, jólafjör. Á þessum þremur dögum á að borða mat fyrir heilan mánuð, drekka malt og appelsín eins og kassinn sé á síðasta söludegi, hitta alla fjölskylduna, spila við alla vinina, lesa margar bækur, hlusta á góða tónlist, leika við börnin, horfa á jólaþætti og myndir og eiga kyrrðar- og slökunarstundir með sjálfum sér eftir allt jólaannríkið. Jólin verða allt og allt verður jóla. Ég elska jól. En ég gleymi því, eins og svo margir aðrir, að tíminn líður yfir jólin eins og aðra daga. Jólastjarnan er ekki eitt af svartholum himingeimsins þar sem tíminn líður ekki, með endalausu úrvali klukkustunda til að hitta og vera og njóta og gera. Jólin eru sjötíu og tveir klukkutímar og einhverja þeirra verður að sofa líka. En það breytir því ekki að ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til… Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson Skoðun
Jólin jólin alls staðar, jólin jólin koma brátt, jólasveinninn gefur gott í skó, það heyrast jólabjöllur og börnin fara að hlakka til og jólasveinn birtist hér og unaðsleg jólastund. Það eina sem skiptir máli er að niðurtalningin er hafin og með henni kemst skrið á undirbúninginn sem hjá nokkrum hófst í september með jólasultugerð, hjá sumum í október með upphafi hannyrða til jólagjafa, nokkrir byrjuðu í nóvember að föndra jólakort og skrifa. Einhverjir forsjálir keyptu reyndar jólagjafirnar á útsölunum í ágúst. En hvað um það, þeir dagar eru liðnir og koma ekki aftur. Frá og með gærdeginum fór allt á jólafullt. Jólaföndur, jólapróf, jólaseríur, jólaskraut, jólapúðar, jólapeysur, -treflar og -sokkar, jólaeyrnalokkar (í miklu uppáhaldi hjá pistlaskrifara), jólaskógarhögg, jólamorgunkaffi, jólahádegisverðarfundur, jólakaffi, jólakvöldverður, jólahlaðborð, -vín, -bjór og -kaffi, jólasmákökur, jólastórkökur, jólagjafir, jólalán, jólasýningar, jólaböll, jólabasar, jólalög, jólalög, jólalög… jólaþrif, jólalögmál og jólareglur og siðir og hefðir og venjur, jólakveðjur, jólaheimsóknir, jólasveinar, jólakettir, jólamenn, -konur og -börn. Jólasnjór? Vonandi! Enda er ekki til lítils að vinna. Jólin eru jú bara einu sinni á ári. Í þrjá daga. Við verðum að hittast, spila, föndra, drekka saman, borða saman, skoða jólaskrautið, fara á tónleika, syngja saman, dansa saman, borða og drekka saman, finnast, minnast, mynnast, hnipra okkur saman með rauðan vasaklút, litlu kertin okkar og hýrlegt bros á vör á móti ísköldu svartnættinu fyrir utan. Jólin verða að vera eins og þau eiga að vera því annars eru þau ekki eins og þau eru vön að vera. Jólin eru á hverju ári, bara einu sinni reyndar, jólasvimi, jólaglýja, jólagleymska, jólafjör. Á þessum þremur dögum á að borða mat fyrir heilan mánuð, drekka malt og appelsín eins og kassinn sé á síðasta söludegi, hitta alla fjölskylduna, spila við alla vinina, lesa margar bækur, hlusta á góða tónlist, leika við börnin, horfa á jólaþætti og myndir og eiga kyrrðar- og slökunarstundir með sjálfum sér eftir allt jólaannríkið. Jólin verða allt og allt verður jóla. Ég elska jól. En ég gleymi því, eins og svo margir aðrir, að tíminn líður yfir jólin eins og aðra daga. Jólastjarnan er ekki eitt af svartholum himingeimsins þar sem tíminn líður ekki, með endalausu úrvali klukkustunda til að hitta og vera og njóta og gera. Jólin eru sjötíu og tveir klukkutímar og einhverja þeirra verður að sofa líka. En það breytir því ekki að ég hlakka svo til, ég hlakka alltaf svo til…