Fær heilu doðrantana með sérþörfum stjarnanna 5. desember 2011 10:00 Ekki er úr ausinni... Guðmundur Kr. Ragnarsson lét sig ekki muna um að elda ofaní Game of Thrones-tökuliðið inní sendiferðarbíl uppá Svínafellsjökli. Hann sá um matinn fyrir Prometheus Ridley Scott og afgreiddi þar tuttugu þúsund máltíðir á fjórtán dögum. Meðal þeirra sem hafa fengið sér að borða hjá Guðmundi eru Angelina Jolie og Leonardo DiCaprio. Fréttablaðið/Vilhelm „Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira
„Það er ekkert hægt að mauksjóða pasta eða spagettí og hella tómatssósu yfir, það eru gerðar þær kröfur að þetta sé ferskt og bragðgott," segir Guðmundur Kr. Ragnarsson matreiðslumeistari sem sér um að allir fái nóg að borða á tökustað Game of Thrones. Hann segist oft fara hlæja þegar hann sjái menn fá nokkur blöð með sérþörfum stjarnanna. „Ég fæ yfirleitt heilu doðrantana." Guðmundur, sem er annar eigandi veitingastaðarins Laugaáss, var staddur við Svínafellsjökul þegar Fréttablaðið hitti á hann en þá var matreiðslumeistarinn að útbúa fjóra rétti, hver öðrum girnilegri; kjöt í rauðu karrý, indverskan grænmetisrétt, ferskt ostapasta og svo bleikju með mangó. Tökuliðinu gafst hins vegar enginn tími til að setjast niður og njóta bragðsins til hins ýtrasta heldur urðu allir að borða standandi, tökudagarnir eru stuttir. „Þetta er hálfgerð gestaþraut því allir verða að fá að borða, það getur enginn farið út í næstu sjoppu og því verður að vera eitthvað fyrir alla. Þetta er gríðarlega flókið og menn hérna eru eiginlega agndofa yfir því að það sé hægt að bjóða upp á svona mikil gæði hérna," segir Guðmundur stoltur. Hann er ekki óvanur því að elda fyrir stórstjörnur úr kvikmyndaheiminum. Síðast í sumar var hann með mötuneytið fyrir tökulið Prometheus, kvikmynd Ridleys Scott, þar sem stórstjörnur á borð við Michael Fassbender, Charlize Theron og Noomi Rapace voru meðal gesta í mötuneytinu. „Þetta voru 20 þúsund máltíðir á fjórtán dögum," segir Guðmundur en það gerir rúmlega fjórtán hundruð máltíðir á hverjum degi. Hann hefur einnig eldað fyrir Angelinu Jolie og Daniel Craig þegar þau voru hér við tökur á Löru Croft og svo Leonardo DiCaprio þegar hann sat fyrir á forsíðu Vanity Fair á Jökulsárlóni. Guðmundur var með fjóra aðstoðarmenn með sér uppi á jökli. Og hver dagur er tekinn snemma. „Við þurfum að vakna klukkan fjögur og byrja að skipuleggja okkur. Þetta er ekkert auðvelt en ég er bara þannig týpa að ég hef gaman af þessu." freyrgigja@frettabladid.is
Game of Thrones Mest lesið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Lífið Fleiri fréttir „Mæli rosalega mikið með því að giftast þeim sem maður elskar“ Erlend Eurovision-stjarna mætir á Söngvakeppnina Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Harry fær afsökunarbeiðni Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Meintur stuldur á borð RÚV Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Heiðar Logi og Anný orðin foreldrar Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Brunabjallan fór í gang í miðjum fréttatíma Risa endurkoma eftir áratug í dvala Kúrekarnir tóku völdin í Grafarvogi Hugsaðu þig tvisvar um áður en þú svarar Frúnni í Hamborg Fimmtán árum fagnað í sólinni Þetta hafði fólk að segja eftir lokaþáttinn af Vigdísi Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Kjartan og Tekla tækla yfirþyngd og orkuleysi Hommalegasta blómabúðin opnuð með stæl Stjörnulífið: Menningarsjokk í Vesturbænum og öskrandi á Tene Einföld atriði fyrir aukna vellíðan í skammdeginu Hera gerir upp skítkastið: Lágværi meirihlutinn jafn sekur og háværi minnihlutinn Þéna töluvert þrátt fyrir að vera ekki til Sjá meira