Skattamálið reynist Venstre harla erfitt 13. desember 2011 11:00 Helle Thorning-Schmidt og Stephen Kinnock Stephen, eiginmaður forsætisráðherra Danmerkur, er sonur Neils Kinnock, fyrrverandi leiðtoga breska Verkamannaflokksins.nordicphotos/AFP Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira
Grunur um óréttmæt afskipti stjórnar Lars Løkke Rasmussen, fyrrverandi forsætisráðherra Danmerkur, af skattamálum núverandi forsætisráðherra eru óðum að snúast upp í martröð fyrir flokk Rasmussens, hægriflokkinn Venstre sem nú er í stjórnarandstöðu. Rannsóknarnefnd fær nú það verkefni að kalla bæði Rasmussen og Troels Lund Poulsen, sem var skattaráðherra í stjórn Rasmussens, í yfirheyrslur sem hugsanlega verður sjónvarpað beint. Sérfræðingar telja líkur á að málið geti endað fyrir landsdómi, komi í ljós að skattaráðuneytið hafi misnotað völd sín til að klekkja á pólitískum andstæðingi. Forsagan er sú að sumarið 2010 birtust í dönskum fjölmiðlum upplýsingar um persónuleg skattamál Helle Thorning-Schmidt, leiðtoga danska Jafnaðarmannaflokksins, sem nú er orðin forsætisráðherra landsins. Grunsemdir vöknuðu um að hún og eiginmaður hennar, Stephen Kinnock, hefðu svikið undan skatti. Þau voru hreinsuð af þeim grun fáeinum vikum síðar, en undanfarið hefur athyglin beinst að því hver lak þessum persónuupplýsingum í fjölmiðla sumarið 2010. Vaxandi grunur beinist að Peter Arnfeldt, sem var fjölmiðlafulltrúi Poulsens, þáverandi skattamálaráðherra. Alvarlegast væri ef Poulsen eða starfsmenn hans í ráðuneytinu yrðu uppvísir að því að hafa reynt að hafa bein eða óbein afskipti af skattamálum þeirra hjóna. Sjálfur neitar Poulsen þessu og Rasmussen segist ekkert vita. „Við erum öll mjög spennt að sjá hve stór skaðinn verður,“ hefur danska dagblaðið Politiken eftir ónefndum talsmanni Venstre. Dönsku dagblöðin B.T. og Ekstra Bladet sitja einnig undir gagnrýni fyrir að hafa birt upplýsingarnar sem lekið var til þeirra. gudsteinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund mótmæla hælisleitendum í Lundúnum „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Sjá meira