Lífeyrissjóðir fengu ekki að fjárfesta 15. desember 2011 05:30 keldnaholt Meðal þess sem lífeyrissjóðirnir horfðu til varðandi fjárfestingu var land við Keldnaholt og Keldnaland. Þeir voru reiðubúnir til að kaupa landið og lána Reykjavíkurborg. fréttablaðið/vilhelm Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Lífeyrissjóðir reyndu að semja við ríkið um fjárfestingu í nokkrum ríkisfyrirtækjum, til að komast hjá skattheimtu. Ýmist vildi ríkið ekki selja eða taldi ekki tímabært. Sjóðirnir telja að skattheimta geti þýtt lægri útgreiðslur úr almennu lífeyrissjóðunum. Viljayfirlýsing var undirrituð í desember 2010 um að setja 12 milljarða króna í vaxtaniðurgreiðslu skuldugra heimila á tveimur árum. Ákveðið var, eftir nokkra samninga, að hlutur lífeyrissjóðanna væri 1,4 milljarðar hvort ár. Samkvæmt yfirlýsingunni skuldbundu sjóðirnir sig til að taka þátt í fjármögnun verkefnisins. Arnar Sigurmundsson, formaður Landssamtaka lífeyrissjóða, segir að fjármögnun þýði lán en ekki skattheimta. Arnar segir að sjóðirnir hafi reynt að ganga til viðskipta við ríkið til að ekki kæmi til skattheimtu. Með kaupum á ríkiseignum hefði bókhaldslegur hagnaður geta numið umsömdum 2,8 milljörðum króna. „Við höfðum mestan áhuga á að kaupa hlutabréf, ef því hefði verið að skipta. Svo var ekki. Því vildum við kaupa í Landsbankanum, Landsvirkjun og jafnvel Landsneti.“ Arnar segir kaup í Landsvirkjun ekki hafa komið til greina og stjórnvöld hafi ekki talið tímabært að selja aðrar eignir sem komu til greina. Lífeyrissjóðirnir horfðu þá til kaupa á Keldnalandi og Keldnaholti, en heimild er fyrir sölunni í fjárlögum. Frá því var fallið þar sem Reykjavíkurborg á mikið af lausum lóðum í Úlfarsárdal og allt bendir til að uppbygging á Keldnasvæðinu muni tefjast um fimm til fimmtán ár. Arnar segir að lífeyrissjóðirnir hafi haft áhuga á að festa kaup á landinu og lána Reykjavíkurborg. Samningar hafi þó ekki tekist um það. Þá segir hann að slæleg þátttaka í útboði Seðlabanka Íslands á aflandskrónum hafi einnig haft áhrif, en sjóðirnir hafi vonast til að fá eitthvað úr því. Tillaga liggur fyrir Alþingi um skatt á lífeyrissjóðina sem nemur umræddum 2,8 milljörðum. Arnar segir að þetta muni mismuna sjóðunum. Opinberir sjóðir séu með bakábyrgð launagreiðanda, ríkis eða sveitarfélaga, sem muni bæta það upp sem vantar. Slíku sé ekki til að dreifa hjá almennu sjóðunum og því geti komið til skerðingar á útgreiðslum. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira