Búa átta fanga undir að bera ökklaband 15. desember 2011 06:00 ÖKKLABANDIÐ Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, sýnir ökklaband. Bandið sem notað verður hjá Fangelsismálastofnun verður örlítið minna í sniðum en það sem sýnt er á myndinni.fréttablaðið/GVA Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira
Átta fangar dvelja nú á Áfangaheimili Verndar þar sem þeir eru búnir undir það að ljúka afplánun í svokölluðu rafrænu eftirliti. Ríkisstjórnin hefur veitt 21 milljón til þeirrar framkvæmdar sem felst í því að hver fangi fær að afplána það sem eftir stendur af refsingu hans heima hjá sér með því skilyrði að hann stundi reglulega vinnu eða nám utan heimilis á hefðbundnum tímum. Viðkomandi þarf að bera ökklaband allan sólarhringinn, sem tengt er við móðurtölvu hjá öryggisfyrirtæki. Inn í tölvuna er stimplað á hvaða tíma fanginn á að vera heima og hvenær utan heimilis. Brjóti hann þær reglur sendir ökklabandið þegar merki til móðurtölvunnar sem er áframsent til Fangelsismálastofnunar. Afleiðingin er einföld: viðkomandi fer aftur í fangelsi og lýkur afplánun þar. Páll E. Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, bar sjálfur ökklaband í nokkra daga til reynslu. Erlendur S. Baldursson, afbrotafræðingur hjá Fangelsismálastofnun, segir að undirbúningurinn á Vernd sé samkvæmt lögum sá að þar þurfi menn að hafa dvalið með fullnægjandi hætti í að minnsta kosti þrjá mánuði og sumir lengur, sem fari eftir því hvað dómur sé langur. Þá þurfi þeir að hafa sýnt og sannað í fangelsinu að þeir séu taldir hæfir til að dvelja á Vernd. Hinir sem verði uppvísir að agabrotum ljúki afplánun innan veggja fangelsisins. „Það eru eingöngu þeir sem dvalið hafa á Vernd, öðru áfangaheimili eða stofnun sem koma til greina í þetta afplánunarúrræði,“ útskýrir hann og bætir við að menn þurfi jafnframt að hafa verið dæmdir í að minnsta kosti eins árs fangelsi, því þá geti þeir afplánað síðasta mánuðinn undir rafrænu eftirliti. Tími í rafrænu eftirliti lengist svo um einn mánuð fyrir hvert dæmt ár og getur mest orðið átta mánuðir. Auk ökklabandsins þurfa menn að vera því viðbúnir að tekin séu af þeim sýni, hvort heldur er á vinnustað eða heima, til að athuga hvort þeir hafi neytt áfengis eða fíkniefna. Fyrstu fangarnir sem koma til með að bera ökklaband hér á landi fá að fara með þau heim til sín í mars. „Þetta ferli allt saman er hugsað þannig að fangelsismálayfirvöld lina tökin smám saman, í stað þess að senda menn beint út í lífið,“ segir Erlendur og telur fyrrnefndu aðferðina mun vænlegri. Gera má ráð fyrir að um átta til tíu fangar geti í senn afplánað síðasta hluta refsingar sinnar undir rafrænu eftirliti. jss@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Innlent Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Innlent Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Innlent Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Innlent Fleiri fréttir Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Sjá meira