Leita stuðnings við afturköllun ákæru 16. desember 2011 07:00 ákærður Líkur eru á því að þingsálykturnartillaga verði lögð fram í dag um að afturkalla ákæru á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra. fréttablaðið/valli Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Unnið er að því að afla stuðnings við tillögu Sjálfstæðismanna um að ákæra Alþingis á hendur Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, verði dregin til baka. Vonast er til að hægt verði að leggja tillöguna fram í dag. Heimildarmenn Fréttablaðsins innan Sjálfstæðisflokksins telja sig hafa aflað nægilegs stuðnings við tillöguna. Mikil áhersla er lögð á að fá meðflutningsmenn úr öðrum flokkum, en það mundi gera tillöguna sterkari. Þingflokkur Samfylkingarinnar fundaði um málið klukkan 13 í gær og til stóð að funda aftur í gærkvöldi. Af því varð þó ekki. Oddný G. Harðardóttir, formaður þingflokksins, sagði í samtali við Vísi að enginn þingmaður flokksins yrði meðflutningsmaður að slíkri tillögu. Það fer ekki saman við orð Sigmundar Ernis Rúnarssonar sem útilokaði ekki, í samtali við Fréttablaðið í gærkvöldi, að hann yrði meðflutningsmaður. „Ég þarf að skoða það hvort ég verð meðflutningsmaður, ég áskil mér allan rétt til þess,“ sagði Sigmundur, en hann var á leið til landsins. Þingflokkur Vinstri grænna fundaði um málið í gærkvöldi. Þar var samþykkt að málið yrði ekki lagt fram í nafni þingflokksins. Einstaka þingmenn yrðu þó að ráða hvað þeir gerðu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins kynnti Guðfríður Lilja Grétarsdóttir málið í þingflokknum og styður hún tillöguna. Ekki náðist í Guðfríði þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir í gær. Líklega kemur þingsályktunartillaga um málið fram í dag. Heimildir Fréttablaðsins herma að afbrigða verði leitað til að koma málinu á dagskrá, en tvær nætur verða að líða frá útbýtingu til afgreiðslu. Sjálfstæðismenn telja að tillagan sé þess eðlis að rétt sé að taka hana strax á dagskrá. Störf saksóknara Alþingis komist í uppnám verði tillagan hangandi yfir honum. Því sé best að kjósa strax um hana. Óvíst er hvort stuðningur er við tillöguna inni á þingi. kolbeinn@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira