Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu 16. desember 2011 02:30 Kristján Vilhelmsson Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira