Togari knúinn áfram með orku úr dýrafitu 16. desember 2011 02:30 Kristján Vilhelmsson Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira
Björgúlfur EA 312, ísfiskstogari Samherja, kom til heimahafnar á Dalvík í gær en í veiðiferðinni var nýttur innlendur orkugjafi, lífdísill, framleiddur hjá nýsköpunarfyrirtækinu Orkey á Akureyri. Þetta mun vera einsdæmi í heiminum að úrgangi sé breytt í orku sem nýtt er til að keyra fiskiskip. Kristján Vilhelmsson, framkvæmdastjóri útgerðarsviðs Samherja, segir að um tímamót sé að ræða. Veiðiferðin hafi verið þrír sólarhringar núna en fyrirtækið nýti allt það magn af lífdísli sem fáanlegur er. Framleiðslugeta verksmiðjunnar setji því hins vegar skorður að mögulegt sé að keyra eitt eða fleiri skip í lengri tíma, hvað þá á ársgrundvelli. „En það sem við getum fengið munum við nota,“ segir Kristján og bætir við að Björgúlfur brenni 5.500 lítrum af lífdísli á sólarhring við veiðar og á keyrslu. „Þetta er verulega spennandi. Ég vil kalla þetta afganga sem verið er að nota til að búa til þetta eldsneyti því þetta er ekki notað í neitt annað,“ segir Kristján. Spurður hvort það sé ódýrara að nýta lífdísil heldur en hefðbundna olíu svarar Kristján því til að sparnaðurinn liggi í því að gjaldeyrir sparast. „Þetta er unnið úr innlendu hráefni og það er stóri sparnaðurinn. Þjóðhagslegi sparnaðurinn.“ Kristinn F. Sigurharðarson, framkvæmdastjóri Orkeyjar, segir að framleiðslugeta verksmiðjunnar í dag sé fimmfalt þau 300 tonn sem framleidd eru í dag af lífdísli. „Það sem stendur í vegi fyrir aukinni framleiðslu eru aðdrættir á hráefni. Það fellur mikið til víða um land. Í dag er þetta hráefni urðað að mestu leyti og er engum til gagns.“ Lífdísillinn er framleiddur úr notaðri steikingarolíu og dýrafitu. Áætlanir fyrirtækisins, sem skýrir framleiðslumagnið í dag, gerðu ráð fyrir að 300 tonn myndu duga til að greiða niður fjárfestinguna við verksmiðjuna, sem var töluverð. „Núna þegar við sjáum hvað er hægt að gera þá herðir það í mönnum,“ segir Kristinn sem getur þess að tækjabúnaður verksmiðjunnar var að stærstum hluta smíðaður á Akureyri. Tækifærin fyrir fyrirtækið liggja víða enda 500 þúsund tonn af olíu flutt til landsins á ári hverju. Skipaflotinn notar 300 þúsund tonn. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Tilbúinn að stíga til hliðar Erlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara Innlent Fleiri fréttir Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu Sjá meira