Jóladraumur Brynhildur Björnsdóttir skrifar 16. desember 2011 06:00 Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Sjálf hallast ég æ meir að grænum jólum. Ekki bara af því að jólatrén eru græn og grenikransarnir, heldur vegna þess að ég er hrædd um að ef gjörvöll mannkind reynir ekki að grænka af öllum mætti, og það sem fyrst, verði jólin hvorki hvít né rauð heldur grá og snauð. Og það er alveg hægt að gera jólin grænni án þess að hafa rosalega mikið fyrir því. Það eina sem þarf að gera er að opna hugann og augun pínulítið. Hér eru nokkur dæmi um slíkt: Íslendingar kaupa nú íslensk jólatré í miklum mæli, sem er mjög vel. Íslensk jólatré eru að sönnu höggvin niður í náttúrunni en þau eru ræktuð til þess arna og mikilvægast er að þau eru ekki flutt um langan veg með tilheyrandi olíunotkun. Svo vinnur fjöldi Íslendinga við skógrækt, þannig að íslensk jólatré eru atvinnuskapandi. Venjulegan jólapappír má ekki endurvinna vegna málmagna sem í honum eru, gyllinga og silfurs. En það er hægt að pakka afskaplega fallega inn í venjulegan endurunninn teiknipappír og skreyta hann síðan fallega, mála eða lita og binda borða, jafnvel nota grenigreinar eða þurrkaða ávexti til að jóla pakkann enn meira. Svo má benda viðtakandanum á að geyma borðann og allir geta auðvitað geymt jólapappírinn sem þeir fá og notað hann aftur um næstu jól. Jólagjöfin 2009, Jákvæð upplifun, er enn í góðu gildi. Frekar en að kaupa hluti sem kannski er ekki þörf fyrir er hægt að gefa upplifun eða það sem er enn þá betra: stundir. Ein besta jólagjöf sem ég hef fengið undanfarin ár var loforð um barnagæslu sem ég nýtti mér til hins ítrasta. Mig nefnilega vantaði ekki dót, en sárlega tíma. Svo er hægt að kíkja í blaðið Góð ráð um græn jól sem fylgdi með Fréttablaðinu um miðjan nóvember og er aðgengilegt á vef Umhverfisstofnunar og Vísis. Með þetta sem annað sannast hið tiltölulega nýkveðna: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.“ Gleðigræn jól. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Brynhildur Björnsdóttir Skoðanir Mest lesið Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Verið öll hjartanlega velkomin á Unglingalandsmót á Egilsstöðum Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Jóladraumar eru í mörgum litum. Sumir láta sig dreyma um hvít jól af snjó og frosti, fyrir öðrum eru jólin rauð eins og klæði jólasveina, sumir eiga blá og einmanaleg jól og fyrir ekki svo mörgum árum voru engin jól með jólum nema þau væru svört, jólatréð og allt. Þá eru ótalin bleiku fiðrildajólin sem eflaust glöddu marga þegar þau voru í tísku. Sjálf hallast ég æ meir að grænum jólum. Ekki bara af því að jólatrén eru græn og grenikransarnir, heldur vegna þess að ég er hrædd um að ef gjörvöll mannkind reynir ekki að grænka af öllum mætti, og það sem fyrst, verði jólin hvorki hvít né rauð heldur grá og snauð. Og það er alveg hægt að gera jólin grænni án þess að hafa rosalega mikið fyrir því. Það eina sem þarf að gera er að opna hugann og augun pínulítið. Hér eru nokkur dæmi um slíkt: Íslendingar kaupa nú íslensk jólatré í miklum mæli, sem er mjög vel. Íslensk jólatré eru að sönnu höggvin niður í náttúrunni en þau eru ræktuð til þess arna og mikilvægast er að þau eru ekki flutt um langan veg með tilheyrandi olíunotkun. Svo vinnur fjöldi Íslendinga við skógrækt, þannig að íslensk jólatré eru atvinnuskapandi. Venjulegan jólapappír má ekki endurvinna vegna málmagna sem í honum eru, gyllinga og silfurs. En það er hægt að pakka afskaplega fallega inn í venjulegan endurunninn teiknipappír og skreyta hann síðan fallega, mála eða lita og binda borða, jafnvel nota grenigreinar eða þurrkaða ávexti til að jóla pakkann enn meira. Svo má benda viðtakandanum á að geyma borðann og allir geta auðvitað geymt jólapappírinn sem þeir fá og notað hann aftur um næstu jól. Jólagjöfin 2009, Jákvæð upplifun, er enn í góðu gildi. Frekar en að kaupa hluti sem kannski er ekki þörf fyrir er hægt að gefa upplifun eða það sem er enn þá betra: stundir. Ein besta jólagjöf sem ég hef fengið undanfarin ár var loforð um barnagæslu sem ég nýtti mér til hins ítrasta. Mig nefnilega vantaði ekki dót, en sárlega tíma. Svo er hægt að kíkja í blaðið Góð ráð um græn jól sem fylgdi með Fréttablaðinu um miðjan nóvember og er aðgengilegt á vef Umhverfisstofnunar og Vísis. Með þetta sem annað sannast hið tiltölulega nýkveðna: „Enginn getur gert allt, en allir geta gert eitthvað.“ Gleðigræn jól.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun