Pistillinn: Ekki sjá eftir neinu þegar ferlinum lýkur Hlynur Bæringsson skrifar 17. desember 2011 07:30 Hlynur Bæringsson Mynd/Valli Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning. Pistillinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira
Fæstir íþróttamenn lifa lúxuslíferni, það er mjög lítil prósenta íþróttamanna sem situr á milljörðum og baðar sig í frægðarljóma. Marga foreldra dreymir um að þeirra barn nái þangað, sé næsta stórstjarna íþróttanna, nái því sem pabbinn náði aldrei, að komast á miðjuna hjá Liverpool, í NBA-deildina eða verða næsta undrabarn golfsins. Það er því miður ekki líklegt, því milljónir annarra foreldra eru að hugsa nákvæmlega það sama. En það er svo ótrúlega margt annað sem árangur í íþróttum getur gefið þeim sem stefnir hátt. Ég tek körfubolta sem dæmi en það er hægt að heimfæra þetta yfir á allar íþróttagreinar í raun, með örlitlum breytingum. Að læra að vinna í hópi og kynnast þar góðu fólki, vinna með öðrum og að vera agaður (þó að aginn sé oft ekki nægur heima á Íslandi). Verða meðvitaður um heilbrigðan lífsstíl, sem hjálpar öllum, sama hvort haldið er áfram í íþróttum eða ekki. Tilfinningin að vera hluti af einhverju sem er stærra en maður sjálfur, eins og góðu liði sem er sífellt að bæta sig, er oft mjög gefandi. Þeir sem eru með góða blöndu af hæfileikum og dugnaði hafa síðan tækifæri á að skoða landið og jafnvel útlönd í keppnisferðalögum, komast í landslið og prófa hæfileika sína gegn leikmönnum frá öðrum löndum. Þeim sem vilja stendur oft til boða frí háskólamenntun í Bandaríkjunum á meðan þeir stunda íþróttina, sem flestir sem hafa prófað lýsa sem ómetanlegri reynslu. Ég gæti talið fjölmarga fleiri kosti. Það eiga allir að stefna sem hæst að sjálfsögðu, verða bestir. Það er eðlileg hugsun hjá keppnismönnum, íþróttir snúast að miklu leyti um að komast sem lengst. En í raun ætti fyrsta markmið allra þeirra sem hafa íþróttir í forgangi í lífi sínu að vera það að sjá ekki eftir neinu þegar ferlinum lýkur, að geta litið til baka og verið sáttur, vitandi að þú gerðir þitt besta og þá meina ég þitt besta, ekki þar sem við blekkjum okkur með því að halda að við höfum gert okkar besta, því yfirleitt er meira á tankinum en við höldum. „Að gera sitt besta“ eru ansi ofnotuð orð. Það að gera sitt besta er ekki bara að berjast á fullu í leikjum og spila á fullu, adrenalínið sér um það að mestu. Það er undirbúningurinn sem er stór hluti af þessu öllu, líkamlegur og andlegur, vera besta útgáfan af sjálfum sér. Ef allt þetta er til staðar margfaldarðu líkurnar á að komast þangað sem þú vilt, og ef ekki þá geturðu alltaf litið sáttur til baka vitandi að þú reyndir. Það hlýtur að vera góð tilfinning.
Pistillinn Mest lesið Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Fótbolti Donald Trump sást svindla á golfvellinum Golf Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Handbolti Rekinn fyrir að kyssa liðsfélaga sinn Sport Musk og Schwarzenegger sendu Hafþóri Júlíusi hamingjuóskir Sport Fékk meira að segja kveðju frá sínum helsta óvini Sport Bönnuðu öllum leikmönnum liðsins að koma inn í landið Sport „Ef ég geri það ekki þá mun ég kannski sjá eftir því alla ævi“ Sport KR lætur þjálfarateymið fjúka Íslenski boltinn „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Sport Fleiri fréttir Uppbótartíminn: Hvernig lið er Stjarnan? „Ætlum að fara þarna og sækja þennan bikar“ Njarðvík á toppinn Trafford segist hundrað sinnum betri í dag Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Uppgjörið: Valur - FH 2-3 | Hafnfirðingar í úrslit í fyrsta sinn Þjálfarinn Wiegman stal senunni í fagnaðarlátum enska liðsins Katla mögulega á leið til Ítalíu Byrjaði ekki einn leik á EM en var samt valin í lið mótsins Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark FH konur ætla að skrifa söguna í kvöld KR missir sinn efnilegasta mann Liverpool nær í framherja frá félagi Beckham og Gary Neville Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Eddie Howe segir að Newcastle hafi ekki enn fengið tilboð í Isak Byssumaðurinn ætlaði á skrifstofu NFL en tók vitlausa lyftu „Ég get ekki pissað eins og ég gerði áður“ Jóhannes skrifar undir hjá Kolding „Rosalega vitlaust á þessum tímapunkti í leiknum“ Trúnaðarbrestur og formaðurinn hættur Alisson flaug heim vegna persónulegra mála Ótrúlegur skákáhugi í Noregi en ná samt ekki íslensku prósentunni Ekroth skúrkurinn í Stúkunni: „Hann grípur um andlitið, hann veit af þessu“ Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Ætlar að vera á íslensku á TikTok Sjáðu markið sem var stolið, rauða spjaldið og alla markaveislu Stjörnunnar Tólf ára sundkona hársbreidd frá verðlaunum á HM Ronaldo sagður hafa hótað að siga lögreglunni á börnin Sjá meira