Bíóbörn Gerður Kristný skrifar 19. desember 2011 06:00 Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. Ætli það sé í alvörunni nokkuð mál að spila fallega lágstemmda tónlist áður en sakleysisleg teiknimynd er sýnd eða bara sleppa henni alveg? Þótt farið sé á myndina um krúttið hann Bangsímon og vini hans rétt upp úr hádegi á sunnudegi þarf maður að afplána háværa tónlist þar sem einhver popparinn ryður út úr sér bölsótinu svo maður hrósar happi yfir því að hann skuli þó tala tungumál sem börnin geta ekki haft eftir – ekki enn að minnsta kosti. Alltaf sést eitthvert barnið grípa í ofboði fyrir eyrun og foreldrarnir reyna að róa það. Ekki tekur betra við þegar auglýsingarnar birtast og upplýsingum um megrandi skó og fitandi skyndibita er öskrað yfir kvikmyndahúsgesti. Alltaf kemur mér þessi vanvirðing við börnin jafnmikið á óvart. Ég hélt nefnilega að kvikmyndahúsunum væri akkur í því að viðskiptavinum þeirra liði vel, þeir væru afslappaðir og rólegir og vildu þá jafnvel koma sem fyrst aftur. Mörgum okkar finnst ferð í kvikmyndahús líka hluti af jólastemmningunni. Ég man eftir því að hafa farið sem barn í Regnbogann að sjá jólamynd með Prúðuleikurunum og eitthvað rámar mig í leikna mynd um rammvillt stúlkutetur sem óð djúpan snjó um myrkan skóg. Nú bjóða sum kvikmyndahúsin upp á sérstakar jólamyndir fyrir börn og því finnst mér enn undarlegra að þau skuli ekki grípa tækifærið og leika skemmtileg jólalög á undan sýningunum. Líklega er alltaf sniðugast að bíða bara eftir því að myndirnar verði gefnar út á disk og geta þá skapað þá rólegheitastemmningu sem maður þráir mest heima hjá sér. Af þeim móttökum sem íslensk börn fá í kvikmyndahúsunum get ég ekki annað séð en að eigendum þeirra sé nákvæmlega sama. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gerður Kristný Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun
Getið þið gert ykkur í hugarlund hvað það væri sérkennilegt að sjá börn grípa fyrir eyrun í hvert skipti sem þau stigu fæti inn í bókasafn vegna þess að þar væri leikin svo hávær tónlist? Foreldrarnir yrðu að hvísla róandi að barninu að herða nú upp hugann, barnabókadeildin væri rétt handan við hornið og þangað næðu lætin ekki. Allt yrði í lagi. Þessi sérkennilegi veruleiki blasir við þegar farið er með börn í bíó hér á landi og jafnvel þótt í boði séu kvikmyndir sérstaklega ætlaðar þeim. Ætli það sé í alvörunni nokkuð mál að spila fallega lágstemmda tónlist áður en sakleysisleg teiknimynd er sýnd eða bara sleppa henni alveg? Þótt farið sé á myndina um krúttið hann Bangsímon og vini hans rétt upp úr hádegi á sunnudegi þarf maður að afplána háværa tónlist þar sem einhver popparinn ryður út úr sér bölsótinu svo maður hrósar happi yfir því að hann skuli þó tala tungumál sem börnin geta ekki haft eftir – ekki enn að minnsta kosti. Alltaf sést eitthvert barnið grípa í ofboði fyrir eyrun og foreldrarnir reyna að róa það. Ekki tekur betra við þegar auglýsingarnar birtast og upplýsingum um megrandi skó og fitandi skyndibita er öskrað yfir kvikmyndahúsgesti. Alltaf kemur mér þessi vanvirðing við börnin jafnmikið á óvart. Ég hélt nefnilega að kvikmyndahúsunum væri akkur í því að viðskiptavinum þeirra liði vel, þeir væru afslappaðir og rólegir og vildu þá jafnvel koma sem fyrst aftur. Mörgum okkar finnst ferð í kvikmyndahús líka hluti af jólastemmningunni. Ég man eftir því að hafa farið sem barn í Regnbogann að sjá jólamynd með Prúðuleikurunum og eitthvað rámar mig í leikna mynd um rammvillt stúlkutetur sem óð djúpan snjó um myrkan skóg. Nú bjóða sum kvikmyndahúsin upp á sérstakar jólamyndir fyrir börn og því finnst mér enn undarlegra að þau skuli ekki grípa tækifærið og leika skemmtileg jólalög á undan sýningunum. Líklega er alltaf sniðugast að bíða bara eftir því að myndirnar verði gefnar út á disk og geta þá skapað þá rólegheitastemmningu sem maður þráir mest heima hjá sér. Af þeim móttökum sem íslensk börn fá í kvikmyndahúsunum get ég ekki annað séð en að eigendum þeirra sé nákvæmlega sama.
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu Guðrún Nanna Egilsdóttir,Thor Aspelund,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun