Gleðin í gjöfunum Ragnheiður Tryggvadóttir skrifar 21. desember 2011 06:00 Á jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í aðdraganda jólanna, er þó einmitt að kaupa eitthvað handa fjölskyldunni í jólagjöf. Ég tala nú ekki um ef ég hef góðan tíma til þess og splæsi á mig heitu kaffi með kanil niðri í bæ í leiðinni. Það er gaman að spekúlera í því hvað viðkomandi hefði gaman af að fá og hvað myndi gleðja hann eða nýtast honum vel. Handa sumum er auðvelt að finna tilvalda gjöf meðan erfiðara er að hugsa upp eitthvað sniðugt fyrir aðra. Stundum slá nokkrir í fjölskyldunni saman í eitthvað sem einhvern er búið að langa lengi í. Þá getur spunnist upp spennandi og skemmtilegt „leynimakk" sem nær hámarki í augnagotum milli manna á aðfangadagskvöld þegar viðkomandi er að opna pakkann. Ánægja þess sem jólagjöfina fær gleður gefandann ekki síður. Þess vegna leiðist mér alltaf umræðan sem fer árlega í gang í desember, um gráðuga neyslusamfélagið. Þegar sölutölum verslana í milljörðum er slengt framan í okkur í fréttum, tönnlast á yfirgengilegum verslunarferðum landans til útlanda og að „ekki sé að sjá á jólaverslun Íslendinga þetta árið að hér ríki kreppa." Að neysluhyggjan og græðgin sé að keyra hinn raunverulega boðskap jólanna í kaf og fólk ýmist hneykslast á eða öfundast út í náungann fyrir kaupin. Mér leiðist þetta tal. Leiðist að finnast ég þurfa að afsaka hverja einustu gjöf sem ég kaupi og efast stórlega um að jólaandinn felist eitthvað frekar í því að hneykslast á kaupum náungans. Að þessu sögðu er ég þó ekki að réttlæta það að fólk kaupi hluti sem það hefur ekki efni á í jólagjafir og bræði með því greiðslukortin sín langt fram á vor! Alls ekki, skynsemin verður auðvitað að ráða för í jólainnkaupum sem öðrum innkaupum heimilisins. Mér finnst bara óþarfi að taka ánægjuna úr því að kaupa jólagjöf handa einhverjum sem manni þykir vænt um með stanslausu tali um neysluhyggju, græðgi og vanþakklæti, á þessum innilegasta tíma ársins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragnheiður Tryggvadóttir Mest lesið Halldór 23.11.2024 Halldór Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir Skoðun Teppuleggjum ekki íslenska náttúru fyrir vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun
Á jólunum verðum við bljúg í hjarta og viljum sýna okkar nánustu væntumþykju á ýmsan hátt, gjarnan með gjöfum. Það þarf auðvitað ekki að sýna kærleika með veraldlegum hlutum, óveraldlegar gjafir geta leynst innan í jólapakkanum og glatt engu síður. Þetta er fallega hugsað og orð að sönnu. Eitt af því skemmtilegasta sem ég geri í aðdraganda jólanna, er þó einmitt að kaupa eitthvað handa fjölskyldunni í jólagjöf. Ég tala nú ekki um ef ég hef góðan tíma til þess og splæsi á mig heitu kaffi með kanil niðri í bæ í leiðinni. Það er gaman að spekúlera í því hvað viðkomandi hefði gaman af að fá og hvað myndi gleðja hann eða nýtast honum vel. Handa sumum er auðvelt að finna tilvalda gjöf meðan erfiðara er að hugsa upp eitthvað sniðugt fyrir aðra. Stundum slá nokkrir í fjölskyldunni saman í eitthvað sem einhvern er búið að langa lengi í. Þá getur spunnist upp spennandi og skemmtilegt „leynimakk" sem nær hámarki í augnagotum milli manna á aðfangadagskvöld þegar viðkomandi er að opna pakkann. Ánægja þess sem jólagjöfina fær gleður gefandann ekki síður. Þess vegna leiðist mér alltaf umræðan sem fer árlega í gang í desember, um gráðuga neyslusamfélagið. Þegar sölutölum verslana í milljörðum er slengt framan í okkur í fréttum, tönnlast á yfirgengilegum verslunarferðum landans til útlanda og að „ekki sé að sjá á jólaverslun Íslendinga þetta árið að hér ríki kreppa." Að neysluhyggjan og græðgin sé að keyra hinn raunverulega boðskap jólanna í kaf og fólk ýmist hneykslast á eða öfundast út í náungann fyrir kaupin. Mér leiðist þetta tal. Leiðist að finnast ég þurfa að afsaka hverja einustu gjöf sem ég kaupi og efast stórlega um að jólaandinn felist eitthvað frekar í því að hneykslast á kaupum náungans. Að þessu sögðu er ég þó ekki að réttlæta það að fólk kaupi hluti sem það hefur ekki efni á í jólagjafir og bræði með því greiðslukortin sín langt fram á vor! Alls ekki, skynsemin verður auðvitað að ráða för í jólainnkaupum sem öðrum innkaupum heimilisins. Mér finnst bara óþarfi að taka ánægjuna úr því að kaupa jólagjöf handa einhverjum sem manni þykir vænt um með stanslausu tali um neysluhyggju, græðgi og vanþakklæti, á þessum innilegasta tíma ársins.
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun