Tímaritin streyma út 21. desember 2011 12:00 Spássían. Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga. Meðal efnis í TMM er grein Guðna Elíssonar um loftlagsmál og pólitíska umræðu um olíuleit á Drekasvæðinu. Þröstur Helgason og Bergljót Kristjánsdóttir skrifa hvort sína greinina um Gyrði Elíasson og Heimir Pálsson skrifar um nýbakaðan Nóbelsverðlaunahafa, Thomas Tranströmer. Jólabókaflóðið er tekið til kostanna í nýjasta tölublaði Spássíunnar, en að mati Auðar Aðalsteinsdóttur er uppgjör við fortíðina áberandi þema í skáldsögum ársins. Þá birtast yfir tuttugu dómar um nýjar bækur og ítarlegt viðtal við Vigdísi Grímsdóttur. Í Stínu, tímariti um bókmenntir og listir kennir ýmissa grasa að venju. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar meðal annars um ljóðagerð Herdísar Andrésardóttur, Guðbergur Bergsson gefur uppskrift að ljóðrænum saltfisk og Hallgrímur Helgason skrifar um sagnavélina Ísland. Í Skírni má finna greinar um bæði þjóðfélagsleg mál og bókmenntaleg; Páll Skúlason lýsir hugsjóninni um menntaríkið og spyr hvernig hún geti nýst Íslendingum til að takast á við kreppuna, Svanur Kristjánsson ræðir upphaf kvótakerfisins 1983 og Kristín Loftsdóttir greinir umræðuna um grunnskólalögin, trúarbrögðin og fjölmenningarsamfélagið. Margt bitastætt efni er að finna í Sögu, tímarits Sögufélags, þar á meðal takast fræðimenn úr ýmsum greinum á við spurningunum um hvað ævisaga sé. - bs Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira
Ný tölublöð fimm tímarita helguðum menningu og fræðum hafa komið út á undanförnum dögum: Tímarit Máls og menningar, Spássían, Stína, Skírnir og Saga. Meðal efnis í TMM er grein Guðna Elíssonar um loftlagsmál og pólitíska umræðu um olíuleit á Drekasvæðinu. Þröstur Helgason og Bergljót Kristjánsdóttir skrifa hvort sína greinina um Gyrði Elíasson og Heimir Pálsson skrifar um nýbakaðan Nóbelsverðlaunahafa, Thomas Tranströmer. Jólabókaflóðið er tekið til kostanna í nýjasta tölublaði Spássíunnar, en að mati Auðar Aðalsteinsdóttur er uppgjör við fortíðina áberandi þema í skáldsögum ársins. Þá birtast yfir tuttugu dómar um nýjar bækur og ítarlegt viðtal við Vigdísi Grímsdóttur. Í Stínu, tímariti um bókmenntir og listir kennir ýmissa grasa að venju. Soffía Auður Birgisdóttir skrifar meðal annars um ljóðagerð Herdísar Andrésardóttur, Guðbergur Bergsson gefur uppskrift að ljóðrænum saltfisk og Hallgrímur Helgason skrifar um sagnavélina Ísland. Í Skírni má finna greinar um bæði þjóðfélagsleg mál og bókmenntaleg; Páll Skúlason lýsir hugsjóninni um menntaríkið og spyr hvernig hún geti nýst Íslendingum til að takast á við kreppuna, Svanur Kristjánsson ræðir upphaf kvótakerfisins 1983 og Kristín Loftsdóttir greinir umræðuna um grunnskólalögin, trúarbrögðin og fjölmenningarsamfélagið. Margt bitastætt efni er að finna í Sögu, tímarits Sögufélags, þar á meðal takast fræðimenn úr ýmsum greinum á við spurningunum um hvað ævisaga sé. - bs
Menning Mest lesið Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Lífið Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Bíó og sjónvarp Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Lífið Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn Lífið „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Lífið Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Menning Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Menning Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Lífið Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Lífið Fleiri fréttir Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Bríet lét sig ekki vanta á sýningaropnun Ynju Blævar Út um allar koppagrundir Alþingis: „Froðan flæðir endalaust, það er bara froða froða“ Sjá meira