Silkimjúkur sólóferill 22. desember 2011 08:45 Rapparinn hefur gefið út sína níundu plötu og nefnist hún The Dreamer, The Believer. nordicphotos/getty Bandaríski rapparinn og leikarinn Common hefur gefið út sína níundu hljóðversplötu. Endurminningar hans eru einnig nýkomnar út þar sem hann skrifar um sambandið við móður sína. Níunda hljóðversplata hins silkimjúka bandaríska rappara og leikara Common, The Dreamer, The Believer, er komin út. Common heitir réttu nafni Lonnie Rashid Lynn Jr. og fæddist í Chicago árið 1972. Pabbi hans var kennari en spilaði áður í ABA-deildinni í körfubolta sem rann síðar meir saman við NBA-deildina. Hann skildi við mömmu Common þegar hann var sex ára og ólst rapparinn því upp hjá mömmu sinni. Í skóla stofnaði Common tríóið C.D.R. sem síðar meir hitaði upp fyrir rappsveitina NWA og því kom fáum á óvart þegar hann ákvað að leggja tónlistina fyrir sig. Sólóferillinn hófst undir nafninu Common Sense með plötunni Can I Borrow a Dollar? árið 1992. Smáskífulagið Take It EZ náði vinsældum hjá rappáhugamönnum og vegur hans jókst með útgáfu næstu sólóplötu, Resurrection, sem kom út tveimur árum síðar. Common Sense þurfti að stytta nafnið sitt í Common eftir að reggíhljómsveit frá Los Angeles með saman nafni kvartaði yfir nafngiftinni. Fyrsta platan hans undir nýja nafninu, One Day It"ll All Make Sense, kom út 1997. Þar voru Lauryn Hill, Erykah Badu og De La Soul gestir og í þetta sinn breytti Common um stefnu og hætti í bófarappinu, enda orðinn ábyrgðarfullur faðir. Næst gekk Common til liðs við Soulquarian ásamt J. Dilla, D"Angelo og ?uestlove og átti þessi rapphópur stóran þátt í næstu tveimur plötum Common. Önnur þeirra, Like Water for Chocolate, náði gullsölu. Common breytti um stíl fyrir næstu útgáfu, Electric Circus, þar sem elektrónísk tónlist og rokkkom við sögu og lagið Love of My Live með Erykah Badu vann Grammy-verðlaunin. Eftir að hafa aðstoðað Kanye West á fyrstu plötu hans endurgalt West honum greiðann og aðstoðaði Common við upptökur á Be sem kom út 2005 og fékk fjórar Grammy-tilnefningar. West kom einnig við sögu á Finding Forever frá 2007 sem fór beint í efsta sæti Billboard-listans. Ári síðar kom út Universal Mind Control þar sem The Neptunes sáu um upptökustjórn og teknóið var í fyrirrúmi. Á nýju plötunni fékk Common aðstoð frá upptökustjóranum No I.D., og þar er meiri áhersla lögð á hip hop af gamla skólanum. The Independent gefur henni fullt hús, eða fimm stjörnur, Paste Magazine 8,1 af 10 og Rolling Stone gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm. Undanfarin ár Common hefur verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni og hefur undanfarin ár leikið í myndum á borð við Smokin" Aces, Wanted, Terminator Salvation og Date Night. Í september síðastliðnum gaf hann svo út endurminningar sínar, One Day It"ll All Make Sense. Þar leggur hann áherslu á náið samband sitt við móður sína. freyr@frettabladid.is Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Bandaríski rapparinn og leikarinn Common hefur gefið út sína níundu hljóðversplötu. Endurminningar hans eru einnig nýkomnar út þar sem hann skrifar um sambandið við móður sína. Níunda hljóðversplata hins silkimjúka bandaríska rappara og leikara Common, The Dreamer, The Believer, er komin út. Common heitir réttu nafni Lonnie Rashid Lynn Jr. og fæddist í Chicago árið 1972. Pabbi hans var kennari en spilaði áður í ABA-deildinni í körfubolta sem rann síðar meir saman við NBA-deildina. Hann skildi við mömmu Common þegar hann var sex ára og ólst rapparinn því upp hjá mömmu sinni. Í skóla stofnaði Common tríóið C.D.R. sem síðar meir hitaði upp fyrir rappsveitina NWA og því kom fáum á óvart þegar hann ákvað að leggja tónlistina fyrir sig. Sólóferillinn hófst undir nafninu Common Sense með plötunni Can I Borrow a Dollar? árið 1992. Smáskífulagið Take It EZ náði vinsældum hjá rappáhugamönnum og vegur hans jókst með útgáfu næstu sólóplötu, Resurrection, sem kom út tveimur árum síðar. Common Sense þurfti að stytta nafnið sitt í Common eftir að reggíhljómsveit frá Los Angeles með saman nafni kvartaði yfir nafngiftinni. Fyrsta platan hans undir nýja nafninu, One Day It"ll All Make Sense, kom út 1997. Þar voru Lauryn Hill, Erykah Badu og De La Soul gestir og í þetta sinn breytti Common um stefnu og hætti í bófarappinu, enda orðinn ábyrgðarfullur faðir. Næst gekk Common til liðs við Soulquarian ásamt J. Dilla, D"Angelo og ?uestlove og átti þessi rapphópur stóran þátt í næstu tveimur plötum Common. Önnur þeirra, Like Water for Chocolate, náði gullsölu. Common breytti um stíl fyrir næstu útgáfu, Electric Circus, þar sem elektrónísk tónlist og rokkkom við sögu og lagið Love of My Live með Erykah Badu vann Grammy-verðlaunin. Eftir að hafa aðstoðað Kanye West á fyrstu plötu hans endurgalt West honum greiðann og aðstoðaði Common við upptökur á Be sem kom út 2005 og fékk fjórar Grammy-tilnefningar. West kom einnig við sögu á Finding Forever frá 2007 sem fór beint í efsta sæti Billboard-listans. Ári síðar kom út Universal Mind Control þar sem The Neptunes sáu um upptökustjórn og teknóið var í fyrirrúmi. Á nýju plötunni fékk Common aðstoð frá upptökustjóranum No I.D., og þar er meiri áhersla lögð á hip hop af gamla skólanum. The Independent gefur henni fullt hús, eða fimm stjörnur, Paste Magazine 8,1 af 10 og Rolling Stone gefur plötunni þrjár stjörnur af fimm. Undanfarin ár Common hefur verið að færa sig upp á skaftið í leiklistinni og hefur undanfarin ár leikið í myndum á borð við Smokin" Aces, Wanted, Terminator Salvation og Date Night. Í september síðastliðnum gaf hann svo út endurminningar sínar, One Day It"ll All Make Sense. Þar leggur hann áherslu á náið samband sitt við móður sína. freyr@frettabladid.is
Tónlist Mest lesið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira