Skammarleg íslensk þögn 28. desember 2011 06:00 Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. viðbrögð Bandaríkjanna við árásunum verða ævarandi skammarblettur á ásýnd þeirra. Allt í einu skiptu reglur engu máli, tilgangurinn helgaði meðalið í öllum tilvikum. Ef það þjónaði bandarískum hagsmunum, ef það lappaði upp á sært bandarískt stolt, ef það samræmdist bandarískum hugmyndum um bandarískt réttlæti fyrir Bandaríkjamenn; þá skiptu lög og reglur engu. Og allt of margir spiluðu með. Stjórnmálamenn um allan hinn vestræna heim æstust upp í hefndaráróðrinum og studdu aðgerðir Bandaríkjamanna. Íslendingar eiga þar sinn skammarkafla. Litlu virtist skipta hve langsóttar aðgerðirnar voru og í hve litlum tengslum við upphaflega hvatann (svo má deila lengi um upphafið því ekki spruttu árásirnar á Bandaríkin úr engu), stuðningur leyndist víða við bulluhátt Bandaríkjanna. Meðal þess sem þeim er legið á hálsi fyrir er að flytja fólk nauðungarflutningum. Að taka það höndum í einu landi og fljúga því til annars þar sem hægt er að pynta það. Þar sem Bandaríkjamenn sjálfir, eða pótentátar þeirra, gátu dundað sér við að meiða það á hryllilegan hátt til að ná fram upplýsingum. Og brjóta með því legíó alþjóðlegra laga. Rannsókn stendur nú yfir á þessum atburðum og í svörum frá Bandaríkjunum kemur fram að skráðar eru ríflega 27 þúsund færslur vegna flugs 44 flugvéla árin 2002 til 2006 sem tengjast fangaflugi. Með því viðurkenna Bandaríkin ekki endilega að pyntingar hafi átt sér stað, en þau viðurkenna tilvist flugferðanna. Það er meira en önnur ríki hafa gert. Evrópska flugumferðarstjórnin virðir spurninguna ekki svars og fjögur lönd hafa hafnað að veita upplýsingar, þar á meðal Svíþjóð. Þá hafa nokkur ekki svarað. Ísland er þeirra á meðal. Vel má vera að erindið hafi fyrst borist á rangan stað, eins og haldið er fram í Fréttablaðinu í gær. Íslensk stjórnsýsla er hins vegar ekki það stór að það eigi að tefja mjög fyrir. Hér með er skorað á innanríkisráðherra, Ögmund Jónasson, að rjúfa þessa skammarlegu íslensku þögn um málið og veita umbeðnar upplýsingar. Við skuldum okkur sjálfum það, en ekki síst þeim sem fengu borinn í hnéskelina í ókunnum kjallara eftir ferðalagið. Mögulega með viðkomu á íslenskri grundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Bandaríkjamenn nutu samúðar heimsbyggðarinnar allrar eftir árásirnar á New York fyrir tíu árum. Þá samúð hefði mátt nýta til að skapa ástand samhygðar og bætts skilnings manna á millum. Það var ekki gert. Þvert á móti. Í staðinn var mannskepnan enn frekar dregin í dilka og enn skýrari línur dregnar utan um hver væru við og hver væru hinir. viðbrögð Bandaríkjanna við árásunum verða ævarandi skammarblettur á ásýnd þeirra. Allt í einu skiptu reglur engu máli, tilgangurinn helgaði meðalið í öllum tilvikum. Ef það þjónaði bandarískum hagsmunum, ef það lappaði upp á sært bandarískt stolt, ef það samræmdist bandarískum hugmyndum um bandarískt réttlæti fyrir Bandaríkjamenn; þá skiptu lög og reglur engu. Og allt of margir spiluðu með. Stjórnmálamenn um allan hinn vestræna heim æstust upp í hefndaráróðrinum og studdu aðgerðir Bandaríkjamanna. Íslendingar eiga þar sinn skammarkafla. Litlu virtist skipta hve langsóttar aðgerðirnar voru og í hve litlum tengslum við upphaflega hvatann (svo má deila lengi um upphafið því ekki spruttu árásirnar á Bandaríkin úr engu), stuðningur leyndist víða við bulluhátt Bandaríkjanna. Meðal þess sem þeim er legið á hálsi fyrir er að flytja fólk nauðungarflutningum. Að taka það höndum í einu landi og fljúga því til annars þar sem hægt er að pynta það. Þar sem Bandaríkjamenn sjálfir, eða pótentátar þeirra, gátu dundað sér við að meiða það á hryllilegan hátt til að ná fram upplýsingum. Og brjóta með því legíó alþjóðlegra laga. Rannsókn stendur nú yfir á þessum atburðum og í svörum frá Bandaríkjunum kemur fram að skráðar eru ríflega 27 þúsund færslur vegna flugs 44 flugvéla árin 2002 til 2006 sem tengjast fangaflugi. Með því viðurkenna Bandaríkin ekki endilega að pyntingar hafi átt sér stað, en þau viðurkenna tilvist flugferðanna. Það er meira en önnur ríki hafa gert. Evrópska flugumferðarstjórnin virðir spurninguna ekki svars og fjögur lönd hafa hafnað að veita upplýsingar, þar á meðal Svíþjóð. Þá hafa nokkur ekki svarað. Ísland er þeirra á meðal. Vel má vera að erindið hafi fyrst borist á rangan stað, eins og haldið er fram í Fréttablaðinu í gær. Íslensk stjórnsýsla er hins vegar ekki það stór að það eigi að tefja mjög fyrir. Hér með er skorað á innanríkisráðherra, Ögmund Jónasson, að rjúfa þessa skammarlegu íslensku þögn um málið og veita umbeðnar upplýsingar. Við skuldum okkur sjálfum það, en ekki síst þeim sem fengu borinn í hnéskelina í ókunnum kjallara eftir ferðalagið. Mögulega með viðkomu á íslenskri grundu.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun