Opið öllum en nýtist hernum 28. desember 2011 00:00 Á braut um jörðu Sex kínverskum gervitunglum verður skotið á braut um jörðu á næsta ári.Nordic photos/Getty Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira
Kínversk stjórnvöld hafa gangsett staðsetningarnet sem gegna mun sama hlutverki og GPS-staðsetningarkerfið. Kerfið verður opið almenningi eins og GPS-kerfið en mun gera kínverska herinn óháðan bandarískum gervitunglum sem hægt er að loka fyrir. Enn sem komið er virkar kerfið, sem kallast Beidou, aðeins í Kína en fyrir lok næsta árs er ætlunin að það nái til allrar Asíu. Beidou hefur verið í þróun frá árinu 2000 og áformað er að það nái til heimsins alls árið 2020. Til að svo megi verða þarf að koma miklum fjölda gervitungla á braut um jörðu. Alls verður sex nýjum gervitunglum skotið á loft á næsta ári. Forsvarsmenn Beidou-kerfisins segja skekkjumörkin um tíu metra. Talið er víst að með aðgangi sem kínverski herinn hefur að kerfinu sé nákvæmnin meiri, samkvæmt frétt BBC um málið. Kerfið nýtist meðal annars til að miða stýriflaugum, og hafa sérfræðingar bent á að með því megi gera árásir á Taívan og önnur nágrannaríki Kína. Þá er kerfið nauðsynlegt til að nota mannlausar flugvélar. Kínverjar eru þriðja þjóðin sem hefur komið sér upp tækni af þessu tagi. Auk GPS-kerfisins sem Bandaríkin eiga rekur Rússland sitt eigið kerfi, Glonass. Þá vinnur Evrópska geimvísindastofnunin að þróun staðsetningarnets sem fengið hefur nafnið Galileó.- bj
Fréttir Mest lesið Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Innlent Egill Þór er látinn Innlent Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Innlent Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Erlent Gleðileg jól, kæru lesendur Innlent Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Innlent Aðfangadagur: Hvar er opið og hve lengi? Innlent Mette óskaði Kristrúnu til hamingju Innlent Mínútu fyrr á ferðinni væri Tómas allur Innlent Setti ofan í við Ingu: „Vert þú ekki með þennan skæting við mig“ Innlent Fleiri fréttir Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Fimmtugur geðlæknir ók bílnum Heyrðu í þyrlum og öskrum út um gluggann Bifreið ekið á hóp fólks á jólamarkaði Hefja aftur leit að MH370 rúmum tíu árum eftir hvarfið Vara við upprisu ISIS Sjö ára stúlka stungin til bana í skóla Zagreb Eins og Pelicot hafi geymt glæpina á hörðu drifi í huga sínum Repúblikanar höfnuðu fjárlagafrumvarpi sem Trump studdi Sænskur rappari skotinn til bana í bílastæðahúsi Skoða hvort stunguárás hafi átt að líkjast morðinu í New York Mangione líka ákærður af alríkissaksóknurum Saksóknari sagður óhæfur í síðasta málinu gegn Trump Þrjátíu og fimm börn tróðust undir á jólahátíð Sjá meira