Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku 29. desember 2011 03:30 Suðurstrandarvegur Í desember þurftu björgunarsveitir að aðstoða fólk vegna snjóþyngsla á veginum, en ekki var reiknað með að ófærð yrði vandamál vegna legu vegarins.fréttablaðið/stefán Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri segir að Suðurstrandarvegur liggi mjög lágt yfir sjó og undanfarin ár hafi heyrt til undantekninga að moka þurfi slíka vegi. Yfirstjórn Vegagerðarinnar hefur nú tekið ákvörðun um að vegurinn skuli ruddur tvisvar í viku en Vegagerðin ber kostnaðinn við vetrarþjónustu af þessu tagi. Ákvörðunin tekur strax gildi en ákvörðun um hvaða daga vikunnar það verður gert bíður þess að samráði við sveitarfélögin ljúki. Hreinn bendir á að margir vegir um allt land hafi litla eða jafnvel enga vetrarþjónustu. „Það fer aðallega eftir því hversu umferðin er mikil og svo eftir umferðaröryggi hvernig þjónustunni er háttað. Umferðin á hinum nýja Suðurstrandavegi er ennþá mjög lítil, ef litið er til margra annarra vega á Suðurlandi og annars staðar á landinu, og þjónustan tekur og mun taka mið af því." Hreinn segir að vegurinn hafi verið hreinsaður af og til að undanförnu, sennilega að jafnaði tvisvar í viku. Hreinn segir jafnframt að niðurskurður í fjárveitingum til vetrarþjónustu, og annarrar þjónustu á vegum, hafi verið verulegur á undanförnum árum; 40 prósent þegar allt er talið. „Mikið hefur verið hagrætt og endurskipulagt, en auðvitað hlýtur þetta líka að koma niður á sjálfri þjónustunni úti á vegunum. Varðandi Suðurstrandarveg segir Hreinn að ekki sé víst að þar hefði verið ákveðinn meira en tveggja daga mokstur þótt ekki hefði komið til niðurskurðar. „Vegurinn er jú ekki síst til að þjónusta ferðamannaumferðinni sem er langmest utan vetrartímans og vetrarumferð sennilega lítil og aðrir vegir í boði eins og áður, þótt vegalengdir séu meiri," segir Hreinn. Suðurstrandarvegur er 58 kílómetra langur vegur á milli Þorlákshafnar og Grindavíkur, og var opnaður fyrir umferð 29. október. Það var tíu mánuðum fyrr en áætlað var en verktakar gátu klárað framkvæmdir fyrr vegna verkefnaskorts. svavar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Erlent Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Innlent „Draumar geta ræst“ Innlent Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir „Draumar geta ræst“ Grindvíkingum blöskrar umræðan í Vikunni Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum