Hæsta tilboð í endurskoðun fjórfalt hærra en lægsta boð 29. desember 2011 07:00 Kópavogur Tveir bæjarfulltrúar telja að Deloitte hafi boðið óeðlilega lágt til að tryggja fyrirtækinu endurskoðun fyrir Kópavogsbæ. Deloitte ætli hins vegar að bæta sér það upp með öðrum verkefnum hjá bænum.Fréttablaðið/Vilhelm Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira
Tilboð Deloitte hf. í endurskoðun Kópavogsbæjar árin 2011 og 2012 var nærri fjórum sinnum lægra en kostnaðaráætlun bæjarins og tilboð Ernst Young sem bauð hæst. Gunnar I. Birgisson og Aðalsteinn Jónsson úr Sjálfstæðisflokki bókuðu á síðasta bæjarstjórnarfundi að þeir teldu tilboð Deloitte „algjörlega óraunhæft". Tilboð fyrirtækisins var 8,6 milljónir króna. Kostnaðaráætlun var hins vegar 32,8 milljónir og tilboð Ernst Young rúmlega 33,7 milljónir. KPMG bauð 13,3 milljónir og PWC bauð 23,7 milljónir. Gunnar og Aðalsteinn sögðu tilboð Deloitte vera svipaða upphæð og þyrfti til að endurskoða fyrirtæki með nokkur hundruð milljóna króna veltu. Kópavogsbær velti hins vegar yfir tuttugu milljörðum króna og sé með 7.000 reikningslykla. „Annaðhvort verður endurskoðunin nánast engin eða hins vegar fær fyrirtækið (Deloitte) önnur verkefni hjá bænum til að bæta sér upp lágt tilboð. Eins og alkunna er eru Deloitte hirð-endurskoðendur Samfylkingar, Vinstri-grænna og Framsóknarflokks, sérstaklega eftir pantaða skýrslu frá þeim í janúar 2009 um viðskipti Frjálsrar miðlunar við Kópavogsbæ," bókuðu Gunnar og Aðalsteinn og vísuðu þar til skýrslu um fyrirtæki dóttur Gunnars. Fulltrúar meirihlutans höfnuðu fullyrðingum Gunnars og Aðalsteins. „Bókun af þessu tagi dæmir sig sjálf, uppfull af dylgjum. Við berum fullt traust til allra þeirra aðila sem buðu í verkið en tökum einfaldlega tilboði lægstbjóðanda," bókuðu Guðríður Arnardóttir, Hafsteinn Karlsson og Pétur Ólafsson úr Samfylkingu, Rannveig Ásgeirsdóttir úr Lista Kópavogsbúa, Erla Karlsdóttir úr Næstbesta flokknum og Ólafur Þór Gunnarsson úr VG. Þá hafði Ómar Stefánsson úr Framsóknarflokki einnig athugasemdir við framlag sjálfstæðismannanna tveggja. „Þær aðdróttanir Gunnars og Aðalsteins um að endurskoðun Deloitte verði nánast engin og að fyrirtækið fái önnur verkefni hjá bænum eða að það sé hirðendurskoðendur hjá Framsóknarflokknum og einhverjum öðrum flokkum dæma sig sjálf og hafa ekkert með útboðið að gera," bókaði Ómar. Eftir þessar bókanir og nokkur orðaskipti samþykkti bæjarstjórnin gegn atvæðum Gunnars og Aðalsteins að semja við Deloitte um endurskoðunina. Meðal þeirra sem greiddu atkvæði með samningunum voru hinir tveir fulltrúar Sjálfstæðisflokksins á á fundinum, þau Ármann Kr. Ólafsson og Karen Halldórsdóttir. gar@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Sjá meira