Þetta fer eins og við segjum! Sigríður Víðis Jónsdóttir skrifar 29. desember 2011 06:00 Sírenurnar vældu og þykkur reykjarmökkurinn fyllti allt. Ringulreiðin var algjör og einhvers staðar inni í miðju eldhafinu var maðurinn hennar. Örfrétt birtist á mbl.is um kvöldið, „54 féllu í Bagdad." Hún sjálf var orðin að ekkju í Írak, skrýtið hvernig eitt andartak getur öllu breytt. Hinum megin við ána Tígris hafði maður verið tekinn að heiman þegar þetta var. Tekinn af lífi. Þrjú börn orðið föðurlaus. Önnur börn einnig misst pabba sinn eftir svipað atvik í sama hverfi. Kona virt fyrir sér illa farið lík fjölskylduvinar norðar í borginni. Barn verið pyntað. Faðir verið skotinn. Þá látnu þekkti ég ekki en hinum hef ég kynnst. Sumu verður aldrei hægt að gleyma en vonandi er hægt að læra að lifa með því. Af hverju að rifja upp látið fólk og ljótar minningar á hátíð ljóss og friðar? Af því að Íraksstríðinu er núna formlega „lokið", segja þeir, og þeirra látnu ber að minnast. Fólkið lést auk þess í stríði sem var valkvæmt. Innrásin í Írak var ekki óundirbúið viðbragð við ófyrirsjáanlegum atburðum. Valdamiklir leiðtogar tóku ákvörðun um að inn skyldi farið og inn sendu þeir hermenn. Árásin var val og innrásardagurinn var valinn af árásarríkjunum – hann hefði eins getað verið mánuði síðar, hálfu ári, heilu. Þrátt fyrir það var ráðist inn án nokkurrar formlegrar áætlunar um hvað taka ætti við eftir Saddam. Gríðarlega umdeild innrás – stórpólitískur og háalvarlegur atburður – reyndist fúsk. Menn skelltu skollaeyrum við varnaðarorðum, köstuðu til höndunum. Átta árum síðar eru vel yfir hundrað þúsund Írakar látnir, sumir segja margfalt fleiri. 4.486 bandarískir hermenn liggja í valnum. Bandarískir skattborgarar sitja uppi með reikninga sem eru svo háir að þá skilur varla nokkur maður. Fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hefur viðurkennt að „taktísk mistök" hafi verið gerð. Fyrrum ritari Bandaríkjahers hefur fullyrt að í varnarmálaráðuneytinu hafi menn séð fyrir sér að þar sem Írak yrði „frelsisstríð" yrði verkefnið „tiltölulega einfalt og viðráðanlegt". Enn fremur að sjónarhorn ráðamanna hafi verið nánast guðspekilegt: „Að þetta færi eins og þeir segðu að þetta færi." Sorrý strákar, það varð ekki að veruleika. Átta árum eftir innrás eru seinustu bandarísku herdeildirnar loks farnar heim en útlitið í Írak er skuggalegt og nákvæmlega engin ástæða til bjartsýni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigríður Víðis Jónsdóttir Mest lesið Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun „Stóra fallega frumvarpið“ hans Trump Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Sjallar og lyklaborðið Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun
Sírenurnar vældu og þykkur reykjarmökkurinn fyllti allt. Ringulreiðin var algjör og einhvers staðar inni í miðju eldhafinu var maðurinn hennar. Örfrétt birtist á mbl.is um kvöldið, „54 féllu í Bagdad." Hún sjálf var orðin að ekkju í Írak, skrýtið hvernig eitt andartak getur öllu breytt. Hinum megin við ána Tígris hafði maður verið tekinn að heiman þegar þetta var. Tekinn af lífi. Þrjú börn orðið föðurlaus. Önnur börn einnig misst pabba sinn eftir svipað atvik í sama hverfi. Kona virt fyrir sér illa farið lík fjölskylduvinar norðar í borginni. Barn verið pyntað. Faðir verið skotinn. Þá látnu þekkti ég ekki en hinum hef ég kynnst. Sumu verður aldrei hægt að gleyma en vonandi er hægt að læra að lifa með því. Af hverju að rifja upp látið fólk og ljótar minningar á hátíð ljóss og friðar? Af því að Íraksstríðinu er núna formlega „lokið", segja þeir, og þeirra látnu ber að minnast. Fólkið lést auk þess í stríði sem var valkvæmt. Innrásin í Írak var ekki óundirbúið viðbragð við ófyrirsjáanlegum atburðum. Valdamiklir leiðtogar tóku ákvörðun um að inn skyldi farið og inn sendu þeir hermenn. Árásin var val og innrásardagurinn var valinn af árásarríkjunum – hann hefði eins getað verið mánuði síðar, hálfu ári, heilu. Þrátt fyrir það var ráðist inn án nokkurrar formlegrar áætlunar um hvað taka ætti við eftir Saddam. Gríðarlega umdeild innrás – stórpólitískur og háalvarlegur atburður – reyndist fúsk. Menn skelltu skollaeyrum við varnaðarorðum, köstuðu til höndunum. Átta árum síðar eru vel yfir hundrað þúsund Írakar látnir, sumir segja margfalt fleiri. 4.486 bandarískir hermenn liggja í valnum. Bandarískir skattborgarar sitja uppi með reikninga sem eru svo háir að þá skilur varla nokkur maður. Fyrrum þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna hefur viðurkennt að „taktísk mistök" hafi verið gerð. Fyrrum ritari Bandaríkjahers hefur fullyrt að í varnarmálaráðuneytinu hafi menn séð fyrir sér að þar sem Írak yrði „frelsisstríð" yrði verkefnið „tiltölulega einfalt og viðráðanlegt". Enn fremur að sjónarhorn ráðamanna hafi verið nánast guðspekilegt: „Að þetta færi eins og þeir segðu að þetta færi." Sorrý strákar, það varð ekki að veruleika. Átta árum eftir innrás eru seinustu bandarísku herdeildirnar loks farnar heim en útlitið í Írak er skuggalegt og nákvæmlega engin ástæða til bjartsýni.
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun
Fimm af tíu veitingastöðum hættu með hvalkjöt Valgerður Árnadóttir,Stefán Yngvi Pétursson,Rósa Líf Darradóttir,Anahita S. Babaei Skoðun
Að saga rótina undan trénu og halda að stofninn vaxi hraðar: hugleiðing um tillögur Viðskiptráðs. Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun