Ballesteros vill breyta Ryderkeppninni í golfi Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 10. febrúar 2011 10:30 Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Nordic Photos/Getty Images Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018. Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Spænski kylfingurinn Seve Ballesteros hefur glímt við erfið veikindi undanfarin ár en hann er enn með sterkar skoðanir á golfíþróttinni þar sem hann var sjálfur í fremstu röð á heimsvísu. Ballesteros er á þeirri skoðun að fjölga ætti keppnisdögunum í Ryderkeppninni og keppnin stæði yfir í fjóra daga og allir 12 kylfingar úr báðum liðum myndu leika á hverjum einasta keppnisdegi. Núverandi keppnisfyrirkomulag eru þrír keppnisdagar og aðeins 8 af alls 12 liðsmönnum úr bandaríska og evrópska úrvalsliðinu leika í hverri umferð. Hinn 53 ára gamli Ballesteros er enn að jafna sig eftir fjórar erfiðar aðgerðir á höfði en hann greindist með heilaæxli árið 2008. Í viðtali við Reuters fréttastofuna segir Ballesteros að það yrði til góðs fyrir alla aðila að lengja keppnina um einn dag. „Kylfingarnir mæta til æfinga á mánudegi og það er langur tíma að bíða í fjóra daga þar til keppni hefst á föstudegi. Áhorfendur fá að sjá meira golf og sjónvarpsstöðvarnir hljóta vera á sömu skoðun líkt og styrktaraðilarnir," sagði Ballesteros en hann lék sjálfur í átta Ryderkeppnum og var fyrirliði Evrópuliðsins sem sigraði árið 1987 á Valderama vellinum á Spáni. Ballesteros sigraði á opna breska meistaramótinu 1979, 1984 og 1988. Hann vann einni opna bandaríska meistaramótið 1980 og 1983. Hann fer fyrir nefnd á vegum Madridarborgar sem hefur áhuga að sækja um Ryderkeppnina árið 2018.
Golf Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Ronaldo missti af leik í Meistaradeildinni til að sleppa við svipuhögg Fótbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Dagskráin: Madridarslagur í Meistaradeildinni og Hákon í sviðsljósinu Sport Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira