Helicopter: Föt með notagildi 23. janúar 2011 06:00 Helga Lilja hannar undir heitinu Helicopter. Fréttablaðið/Valli Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira
Hönnuðurinn Helga Lilja Magnúsdóttir hefur hannað undir heitinu Helicopter í nokkur ár en ný fatalína frá henni hefur slegið rækilega í gegn. Helga Lilja starfaði um hríð sem aðstoðarhönnuður hjá tískufyrirtækinu Nikita en ákvað nýverið að einbeita sér alfarið að eigin hönnun. „Ég byrjaði með Helicopter eftir að ég útskrifaðist úr Listaháskólanum árið 2006. Fyrir algjöra tilviljun hafði mér áskotnast hitapressa sem notuð er til að prenta mynstur á föt og það varð eiginlega kveikjan að þessu öllu saman. Ég tók mér svo pásu frá Helicopter á meðan ég vann hjá Nikita en nýverið fór sköpunarþörfin að segja aftur til sín," útskýrir Helga Lilja og bætir við að sig hafi langað að prófa að hanna aftur undir eigin nafni og sjá hvernig viðtökurnar yrðu. Helicopter Hönnun Helgu Lilju er falleg og þægileg. Að sögn Helgu Lilju mun nýja línan flokkast undir það sem á ensku er kallað „high street". „Það er hægt að klæðast flestum flíkunum í línunni bæði hversdags og við fínni tækifæri þannig að þær hafa mikið notagildi," útskýrir hún. Helga Lilja vinnur nú hörðum höndum að nýrri sumarlínu auk nýrrar haust- og vetrarlínu sem frumsýnd verður á tískuvikunni í London um miðjan febrúar. Innt eftir því hvort hún sé ánægð með viðtökurnar sem Helicopter hefur fengið svarar Helga Lilja játandi. „Já, það er nóg að gera og spennandi tímar fram undan. Mér fannst um að gera að henda mér bara á fullt í þetta og sjá hvað gerðist og ég sé ekki eftir því," segir hún að lokum glöð í bragði. Hægt er að nálgast vörurnar frá Helicopter í versluninni Forynju við Laugaveg 12b og einnig á Facebook-síðu merkisins.- sm
Mest lesið Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Lífið Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Lífið Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið Barnaefni fyrir fullorðna Gagnrýni „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Þróaði vörur sem breyttu hans eigin lífi Lífið samstarf Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Lífið Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Lífið Fleiri fréttir Ástin sigrar í nýrri herferð gegn ofbeldi Í þrjátíu ára gömlum fötum af mömmu Tískan við þingsetningu: Þjóðlegur þriðjudagur Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Fögnuðu Þjóðbúningadeginum með stæl Fáklædd og flott á dreglinum „Hugsa fallega til stelpunnar sem ég var þá“ Þjóðbúningurinn aðal skvísuflíkin í dag Aðalfyrirsæta í herferð 66°Norður 99 ára gömul Búið að krýna nýjan arftaka Vogue-veldisins Klæddist brúðarkjólnum daglega í stúdentsprófunum Stígur út fyrir ramma raunveruleikans Amman helsta fyrirmynd tískudrottningar Reykjavíkur Breyta merki Eurovision Sjá meira