Karlar sem hata krónur Pawel Bartozsek skrifar 4. febrúar 2011 11:00 Ég kann stærðfræði, aðrir kunna að búa til mat. Í grundvallaratriðum snýst mitt daglega líf um það að skipta stærðfræði út fyrir mat. Þetta er hins vegar ekki milliliðalaust ferli. Flestir þeirra sem vilja læra stærðfræði framleiða ekki mat. Fæstir þeirra sem framleiða mat hafa áhuga á að læra stærðfræði. Til að gera mér kleift að skipta stærðfræði út fyrir mat bjuggu einhverjir snillingar til peninga. Fyrir það er ég þeim afar þakklátur. PeningahaturÞað deila ekki allir ást minni á peningum. Mörgum finnst peningar vondir. Það er gráðugt að vilja eignast þá, ósanngjarnt að eiga þá og siðlaust að eyða þeim. Stór hluti stjórnmálanna gengur út á að hindra fólk í að gera allt af þessu. Skattkerfi eiga að taka af mönnum „of mikla" peninga. Ríkiseinokun og hvers kyns bönn hindra að menn eyði þeim í eitthvað skemmtilegt eða þarft. Mörgum þykir þó kannski allt í lagi að ríkir menn eyði peningum í snekkjur og óþarflega dýra jeppa. En að peningum sé eytt í eitthvað gagnlegt fyrir þá sjálfa? Fuss og svei! Nánast hver einasta tilraun til nýsköpunar og einkaframtaks innan menntunar- eða heilbrigðisgeirans kallar fram orðræðu um að verið sé að búa til „tvöfalt kerfi". „Viljum við það?" spyrja menn. Á móti má spyrja hvort það sé virkilega boðlegt að stuðla að jöfnuði með því að leggja stein í götu þeirra sem vilja eyða meiri pening í heilbrigðisþjónustu og menntun barna sinna en aðrir. Er ekki nógu mikið inngrip að hafa tekjujafnandi skattkerfi? Ef fólk sem hefur afhent stóran hluta tekna sinna í ríkissjóð vill endilega fara í mjaðmaaðgerð á einkareknu sjúkrahúsi fyrir afganginn, hvaða forsendur höfum við hin til að banna því það? Greiðar í stað greiðslnaÞað er nefnilega ekki þannig að andúðin á peningum ali sjálfkrafa af sér réttlátara samfélag. Ef það er illa séð að menn noti peninga þá nota menn bara frekar hinn gjaldmiðilinn: reddingar. Án öflugs tengslanets eru menn til dæmis nánast óstarfhæfir á Íslandi. „Þekkirðu einhvern smið?" „Veistu um einhvern sem á stóran bíl?" „Veistu um einhvern sem vantar mann í vinnu?" Samfélag sem notast við greiða sem gjaldmiðil verður seint sérstaklega skilvirkt. Svo við tölum ekki um það ranglæti og þá spillingu sem reddingahugsunarhátturinn elur af sér. Í nýafstaðinni kosningabaráttu til stjórnlagaþings þótti það til dæmis sérstaklega göfugt að eyða ekki miklum peningum. Síðan bönnuðu lögin beinlínis að menn eyddu of miklu til að kynna sig. Slíkar takmarkanir gera ekkert annað en að veita þeim forskot sem eru þekktir og þekkja marga. Þannig verður helsta leiðin til áhrifa í þjóðfélaginu í gegnum pólitískt framapot. Hvort viljum við frekar þingmann sem greiðir fyrir eigin baráttu, eða einhvern sem dettur inn á þingið með fullt af greiðaskuldum á bakinu? VelgjörðarmýtanUmræðan um staðgöngumæðrun litast af þessari upphafningu greiðans á kostnað alvörupeninga. Jafnvel þeir sem leggja til að staðgöngumæðrun verði leyfð, mæla einungis til að hún verði leyfð í „velgjörðarskyni" þ.e.a.s. að staðgöngumóðirin fái ekki greitt. Ef leyfa á staðgöngumæðrun þá er rangt að einskorða hana við þá sem eiga frábærar vinkonur og systur. Það frábærar að þær eru til í að ganga með barn annarra án þess að þiggja fyrir það krónu. Með því að taka peninga út úr myndinni hindra menn líka að til verði milligönguaðilar sem sérhæfi sig í slíkum gjörningum. Já, við viljum einmitt fá það sem margir óttast svo mikið, staðgöngumæðrunarfyrirtæki sem leiða fólk saman, sjá um samningagerð, sálfræðiráðgjöf og læknisaðstoð og öðlast smám saman reynslu af því hvað þarf til að ferlið gangi vel. Fyrirtæki eru nefnilega ekki vond, fremur en peningar, þótt margir líti þau hornauga. Hlutverk ríkisins er að búa til skynsamlegan lagaramma og sjá til þess að fyrirtækin starfi innan hans en ekki að reyna að hindra alla skapaða hluti. Góð hagkerfi verða ekki rekin án peninga og fyrirtækja. Góð hagkerfi verða ekki byggð upp með hatri á hvoru tveggja að vopni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég kann stærðfræði, aðrir kunna að búa til mat. Í grundvallaratriðum snýst mitt daglega líf um það að skipta stærðfræði út fyrir mat. Þetta er hins vegar ekki milliliðalaust ferli. Flestir þeirra sem vilja læra stærðfræði framleiða ekki mat. Fæstir þeirra sem framleiða mat hafa áhuga á að læra stærðfræði. Til að gera mér kleift að skipta stærðfræði út fyrir mat bjuggu einhverjir snillingar til peninga. Fyrir það er ég þeim afar þakklátur. PeningahaturÞað deila ekki allir ást minni á peningum. Mörgum finnst peningar vondir. Það er gráðugt að vilja eignast þá, ósanngjarnt að eiga þá og siðlaust að eyða þeim. Stór hluti stjórnmálanna gengur út á að hindra fólk í að gera allt af þessu. Skattkerfi eiga að taka af mönnum „of mikla" peninga. Ríkiseinokun og hvers kyns bönn hindra að menn eyði þeim í eitthvað skemmtilegt eða þarft. Mörgum þykir þó kannski allt í lagi að ríkir menn eyði peningum í snekkjur og óþarflega dýra jeppa. En að peningum sé eytt í eitthvað gagnlegt fyrir þá sjálfa? Fuss og svei! Nánast hver einasta tilraun til nýsköpunar og einkaframtaks innan menntunar- eða heilbrigðisgeirans kallar fram orðræðu um að verið sé að búa til „tvöfalt kerfi". „Viljum við það?" spyrja menn. Á móti má spyrja hvort það sé virkilega boðlegt að stuðla að jöfnuði með því að leggja stein í götu þeirra sem vilja eyða meiri pening í heilbrigðisþjónustu og menntun barna sinna en aðrir. Er ekki nógu mikið inngrip að hafa tekjujafnandi skattkerfi? Ef fólk sem hefur afhent stóran hluta tekna sinna í ríkissjóð vill endilega fara í mjaðmaaðgerð á einkareknu sjúkrahúsi fyrir afganginn, hvaða forsendur höfum við hin til að banna því það? Greiðar í stað greiðslnaÞað er nefnilega ekki þannig að andúðin á peningum ali sjálfkrafa af sér réttlátara samfélag. Ef það er illa séð að menn noti peninga þá nota menn bara frekar hinn gjaldmiðilinn: reddingar. Án öflugs tengslanets eru menn til dæmis nánast óstarfhæfir á Íslandi. „Þekkirðu einhvern smið?" „Veistu um einhvern sem á stóran bíl?" „Veistu um einhvern sem vantar mann í vinnu?" Samfélag sem notast við greiða sem gjaldmiðil verður seint sérstaklega skilvirkt. Svo við tölum ekki um það ranglæti og þá spillingu sem reddingahugsunarhátturinn elur af sér. Í nýafstaðinni kosningabaráttu til stjórnlagaþings þótti það til dæmis sérstaklega göfugt að eyða ekki miklum peningum. Síðan bönnuðu lögin beinlínis að menn eyddu of miklu til að kynna sig. Slíkar takmarkanir gera ekkert annað en að veita þeim forskot sem eru þekktir og þekkja marga. Þannig verður helsta leiðin til áhrifa í þjóðfélaginu í gegnum pólitískt framapot. Hvort viljum við frekar þingmann sem greiðir fyrir eigin baráttu, eða einhvern sem dettur inn á þingið með fullt af greiðaskuldum á bakinu? VelgjörðarmýtanUmræðan um staðgöngumæðrun litast af þessari upphafningu greiðans á kostnað alvörupeninga. Jafnvel þeir sem leggja til að staðgöngumæðrun verði leyfð, mæla einungis til að hún verði leyfð í „velgjörðarskyni" þ.e.a.s. að staðgöngumóðirin fái ekki greitt. Ef leyfa á staðgöngumæðrun þá er rangt að einskorða hana við þá sem eiga frábærar vinkonur og systur. Það frábærar að þær eru til í að ganga með barn annarra án þess að þiggja fyrir það krónu. Með því að taka peninga út úr myndinni hindra menn líka að til verði milligönguaðilar sem sérhæfi sig í slíkum gjörningum. Já, við viljum einmitt fá það sem margir óttast svo mikið, staðgöngumæðrunarfyrirtæki sem leiða fólk saman, sjá um samningagerð, sálfræðiráðgjöf og læknisaðstoð og öðlast smám saman reynslu af því hvað þarf til að ferlið gangi vel. Fyrirtæki eru nefnilega ekki vond, fremur en peningar, þótt margir líti þau hornauga. Hlutverk ríkisins er að búa til skynsamlegan lagaramma og sjá til þess að fyrirtækin starfi innan hans en ekki að reyna að hindra alla skapaða hluti. Góð hagkerfi verða ekki rekin án peninga og fyrirtækja. Góð hagkerfi verða ekki byggð upp með hatri á hvoru tveggja að vopni.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun