Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 Sigurður Elvar Þórólfsson skrifar 27. janúar 2011 19:15 Tiger Woods er mættur á Torrey Pines og ætlar sér stóra hluti. AP Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum. Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira
Tiger Woods ætlar sér stóra hluti á árinu 2011 en árið 2010 var ekki gott ár hjá kylfingnum. Hann náði ekki að sigra á atvinnumóti í fyrsta sinn frá því hann gerðist atvinnumaður og einkalíf hans var aðalfréttaefnið þar sem upp komst um framhjáhald hans. Woods er á meðal keppenda á PGA móti sem fram fer á Torrey Pines vellinum í San Diego og hann sagði við blaðamenn í gær að tilhlökkun einkenndi upphaf keppnistímabilsins. „Ég hlakka til að komast út á völl til þess að keppa og finna fyrir spennunni sem því fylgir," sagði Woods í gær. Hann sigraði með eftirminnilegum hætti á opna bandaríska meistaramótinu árið 2008 á Torrey Pines og er þetta í fyrsta sinn sem hann keppir á þessum velli frá þeim sigri. Woods hefur ekki sigrað á golfmóti frá því hann fagnaði sigri á ástralska meistaramótinu árið 2009. „Ég hef slegið þúsundir af golfboltum á undanförnum mánuðum. Æft meira en ég gerði á árinu 2010 og ég hef aldrei púttað eins illa og á síðasta ári," sagði Woods en hann hefur breytt sveiflunni í fjórða sinn á ferlinum.
Golf Mest lesið Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Breyttist í Messi þegar það vantaði Messi Fótbolti „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Körfubolti Nottingham Forest vann aftur eftir vítakeppni Enski boltinn Juventus nálgast titilbaráttuna óðfluga Fótbolti Man. United má ekki nota unga framherjann sinn í Evrópudeildinni Enski boltinn Aflýstu leik í spænsku deildinni vegna flóðahættu Fótbolti Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Körfubolti Vinícius Júnior vill nýjan Real Madrid samning strax Fótbolti Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð Körfubolti Fleiri fréttir Var í mótorhjólagengi, sat inni en er nú kominn á Opna breska Fór tvisvar sinnum holu í höggi á sama hringnum Hlógu að Tiger: Eitt það vandræðalegasta á ferlinum Tiger Woods dregur sig úr keppni á sínu eigin móti Tiger snýr aftur á PGA-mótaröðina Opna bandaríska fyrsta risamótið til að opna dyrnar fyrir LIV Tiger syrgir móður sína Sjá meira