Lestin brunar Guðmundur Andri Thorsson skrifar 14. febrúar 2011 00:01 Vinstri hægri? Meðal þess sem fundið hefur verið upp á í þráhyggju-einelti amxista-arms Sjálfstæðisflokksins á hendur sjónvarpsmanninum Agli Helgasyni er skrá sem maður að nafni Vignir Már Lýðsson hefur búið til um viðmælendur í Silfrinu með heimatilbúinni skiptingu í vinstri og hægri. Þar eru víst tómir vinstri menn. Eins og til dæmis Gunnar Smári Egilsson - sem kann að virðast undarlegt því að hann er sennilega síðasti einlægi markaðshyggjumaður landsins - en sínum augum lítur hver á silfrið, og vinstri menn skulu þeir heita sem Hannesi er uppsigað við. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Hægri vinstri? Amx eða Marx? Allt sama tóbakið? Stundum hvarflar að manni að kannski skipti ekki máli hvort maður kýs. Sérstaklega eftir óvenju afdráttarlaus heimskupör vinstri manna á borð við þau í Kópavogi að reka Jónas Ingimundarson eftir áralangt farsælt starf við að setja sálina í Salinn og Kópavog að heimabæ tónlistarinnar; mann setur hljóðan andspænis slíkum gjörningi sem hefur til allrar hamingju verið dreginn til baka með afsökunarbeiðni.Eins og sést ... Af virðist sú tíð að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir þá nauðhyggjulegu markaðstrú sem réð ríkjum í flokknum allar götur frá því að Gunnar Thoroddsen laut í lægra haldi með sínar hófstilltu og evrópsku hugmyndir um "frelsi með skipulagi" og Eimreiðarhópurinn komst til valda í flokknum - og landinu. Sú valdatíð varð okkur dýrkeypt þótt glatt hafi verið á hjalla hjá pallbílaþjóð um hríð; Eimreiðarhópurinn var vakinn og sofinn í því að finna hugmyndafræðilegar og trúarlegar réttlætingar fyrir því að ranglætið sé rétt, ójöfnuðurinn borgi sig, jafnréttishugmyndir séu "pólitísk rétthugsun", gott sé að vera gírugur, því færri hendur sem auðurinn safnist á þeim mun betur sé farið með hann og "fé án hirðis" sé óhugsandi -"sofandi" fjármagn skuli vakið og "dautt" fjármagn lífgað, það er að segja, búnir til peningar úr væntingum, vild, lofti - engu… Þessi öfl eru sem sé ekki lengur allsráðandi í þjóðfélagsumræðunni, sem sést meðal annars á því að nú er Egill Helgason hættur að kalla á hofpresta frjálshyggjunnar til að skýra öll mál út frá hugsjónum Eimreiðarhópsins um gildi misskiptingarinnar. Egill er næmur á veðrabrigði hugmyndanna, sem gerir hann einmitt góðan sjónvarpsmann, og þáttur hans endurspeglar vel þær hugmyndir sem á kreiki eru í samfélaginu hverju sinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður nú að una því að vera ekki lengur helsti sérfræðingur landsmanna í loftslagsmálum, bókmenntum, sagnfræði, hagfræði og yfirleitt lífinu og tilverunni. Það er eflaust sárt. Eins og sést.Vanmetum samt ekki valdiðVinstri? Hægri? Það er nú það. Vinstri flokkarnir strita við að koma viti í kapítalismann eftir áralanga óráðsíu hægri flokkanna; skera niður ríkisútgjöld eftir að hægri menn hafa staðið fyrir stórkostlegri aukningu þeirra. Hægri menn í stjórnarandstöðu gagnrýna áform um niðurskurð á félagslegri þjónustu og benda réttilega á að varlega verði að fara í að leggja niður skóla. Svona er þetta stundum skrýtið: Það er eins og ekki sé neitt vinstri og hægri, bara stjórn og stjórnarandstaða. Bara fastmótuð hlutverk, fyrirfram skilgreind viðhorf, brautir sem fólki er stýrt eftir af ósýnilegum öflum. Engu skipti hvort borgarstjórinn sé Jón Gnarr, Hanna Birna, Dagur eða Andrés Önd. Vanmetum samt ekki valdið. Eimreiðarhópurinn kann að virðast í sárum - hugmyndirnar almennt aðhlátursefni, dyggur félagi á leið fyrir rétt fyrir það eitt að passa vel upp á peningana sína, góðæri markaðshyggjunnar blekking ein, Laissez-faire-stefnan afhjúpuð sem allsherjar aftenging á þjófavörn í bönkum landsins og sjálfur æðstipresturinn Jónas Haralz orðinn sekur um alls kyns villutrú. En valdastéttin er á sínum stað. Lestin brunar. Allt er pólitík. Alls staðar er tekist á um hagsmuni, aðgang að gæðum og yfirráð - völd. Svandís Svavarsdóttir var spurð með þjósti í sjónvarpsfréttum hvort hún hefði verið í pólitík þegar hún reyndi að varna því að Landsvirkjun gæti borið fé á lítið samfélag í því skyni að fá heimamenn til að fallast á virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og eyðileggingu á Urriðafossi, vatnsmesta fossi landsins. Að sjálfsögðu var hún það, enda er hún umhverfisráðherra og kjörin til þess að gæta hagsmuna náttúrunnar. Það er beinlínis starf hennar að passa Urriðafoss - og passa Þjórsárver en ekkert hefur valdastéttin á Íslandi þráð heitar í yfir 40 ár en að eyðileggja þá einstæðu gróðurvin til að framleiða ál. En Hæstiréttur kvað sem sé upp þann dóm að þessar fégjafir í því skyni að liðka fyrir framkvæmdum stæðust lög. Og hann er líka í pólitík. Rétt eins og hann var þegar hann ógilti kosningar til Stjórnlagaþings með rökum sem virðast æ veigaminni með hverjum deginum sem líður. Allt er pólitík: og í fararbroddi stjórnarandstöðunnar virðist sjálfur Hæstiréttur landsins. Lestin brunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Vinstri hægri? Meðal þess sem fundið hefur verið upp á í þráhyggju-einelti amxista-arms Sjálfstæðisflokksins á hendur sjónvarpsmanninum Agli Helgasyni er skrá sem maður að nafni Vignir Már Lýðsson hefur búið til um viðmælendur í Silfrinu með heimatilbúinni skiptingu í vinstri og hægri. Þar eru víst tómir vinstri menn. Eins og til dæmis Gunnar Smári Egilsson - sem kann að virðast undarlegt því að hann er sennilega síðasti einlægi markaðshyggjumaður landsins - en sínum augum lítur hver á silfrið, og vinstri menn skulu þeir heita sem Hannesi er uppsigað við. Hefur svo hver nokkuð að iðja. Hægri vinstri? Amx eða Marx? Allt sama tóbakið? Stundum hvarflar að manni að kannski skipti ekki máli hvort maður kýs. Sérstaklega eftir óvenju afdráttarlaus heimskupör vinstri manna á borð við þau í Kópavogi að reka Jónas Ingimundarson eftir áralangt farsælt starf við að setja sálina í Salinn og Kópavog að heimabæ tónlistarinnar; mann setur hljóðan andspænis slíkum gjörningi sem hefur til allrar hamingju verið dreginn til baka með afsökunarbeiðni.Eins og sést ... Af virðist sú tíð að Sjálfstæðisflokkurinn standi fyrir þá nauðhyggjulegu markaðstrú sem réð ríkjum í flokknum allar götur frá því að Gunnar Thoroddsen laut í lægra haldi með sínar hófstilltu og evrópsku hugmyndir um "frelsi með skipulagi" og Eimreiðarhópurinn komst til valda í flokknum - og landinu. Sú valdatíð varð okkur dýrkeypt þótt glatt hafi verið á hjalla hjá pallbílaþjóð um hríð; Eimreiðarhópurinn var vakinn og sofinn í því að finna hugmyndafræðilegar og trúarlegar réttlætingar fyrir því að ranglætið sé rétt, ójöfnuðurinn borgi sig, jafnréttishugmyndir séu "pólitísk rétthugsun", gott sé að vera gírugur, því færri hendur sem auðurinn safnist á þeim mun betur sé farið með hann og "fé án hirðis" sé óhugsandi -"sofandi" fjármagn skuli vakið og "dautt" fjármagn lífgað, það er að segja, búnir til peningar úr væntingum, vild, lofti - engu… Þessi öfl eru sem sé ekki lengur allsráðandi í þjóðfélagsumræðunni, sem sést meðal annars á því að nú er Egill Helgason hættur að kalla á hofpresta frjálshyggjunnar til að skýra öll mál út frá hugsjónum Eimreiðarhópsins um gildi misskiptingarinnar. Egill er næmur á veðrabrigði hugmyndanna, sem gerir hann einmitt góðan sjónvarpsmann, og þáttur hans endurspeglar vel þær hugmyndir sem á kreiki eru í samfélaginu hverju sinni. Hannes Hólmsteinn Gissurarson verður nú að una því að vera ekki lengur helsti sérfræðingur landsmanna í loftslagsmálum, bókmenntum, sagnfræði, hagfræði og yfirleitt lífinu og tilverunni. Það er eflaust sárt. Eins og sést.Vanmetum samt ekki valdiðVinstri? Hægri? Það er nú það. Vinstri flokkarnir strita við að koma viti í kapítalismann eftir áralanga óráðsíu hægri flokkanna; skera niður ríkisútgjöld eftir að hægri menn hafa staðið fyrir stórkostlegri aukningu þeirra. Hægri menn í stjórnarandstöðu gagnrýna áform um niðurskurð á félagslegri þjónustu og benda réttilega á að varlega verði að fara í að leggja niður skóla. Svona er þetta stundum skrýtið: Það er eins og ekki sé neitt vinstri og hægri, bara stjórn og stjórnarandstaða. Bara fastmótuð hlutverk, fyrirfram skilgreind viðhorf, brautir sem fólki er stýrt eftir af ósýnilegum öflum. Engu skipti hvort borgarstjórinn sé Jón Gnarr, Hanna Birna, Dagur eða Andrés Önd. Vanmetum samt ekki valdið. Eimreiðarhópurinn kann að virðast í sárum - hugmyndirnar almennt aðhlátursefni, dyggur félagi á leið fyrir rétt fyrir það eitt að passa vel upp á peningana sína, góðæri markaðshyggjunnar blekking ein, Laissez-faire-stefnan afhjúpuð sem allsherjar aftenging á þjófavörn í bönkum landsins og sjálfur æðstipresturinn Jónas Haralz orðinn sekur um alls kyns villutrú. En valdastéttin er á sínum stað. Lestin brunar. Allt er pólitík. Alls staðar er tekist á um hagsmuni, aðgang að gæðum og yfirráð - völd. Svandís Svavarsdóttir var spurð með þjósti í sjónvarpsfréttum hvort hún hefði verið í pólitík þegar hún reyndi að varna því að Landsvirkjun gæti borið fé á lítið samfélag í því skyni að fá heimamenn til að fallast á virkjanaframkvæmdir í Þjórsá og eyðileggingu á Urriðafossi, vatnsmesta fossi landsins. Að sjálfsögðu var hún það, enda er hún umhverfisráðherra og kjörin til þess að gæta hagsmuna náttúrunnar. Það er beinlínis starf hennar að passa Urriðafoss - og passa Þjórsárver en ekkert hefur valdastéttin á Íslandi þráð heitar í yfir 40 ár en að eyðileggja þá einstæðu gróðurvin til að framleiða ál. En Hæstiréttur kvað sem sé upp þann dóm að þessar fégjafir í því skyni að liðka fyrir framkvæmdum stæðust lög. Og hann er líka í pólitík. Rétt eins og hann var þegar hann ógilti kosningar til Stjórnlagaþings með rökum sem virðast æ veigaminni með hverjum deginum sem líður. Allt er pólitík: og í fararbroddi stjórnarandstöðunnar virðist sjálfur Hæstiréttur landsins. Lestin brunar.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun