ORF og varúðin Ólafur Þ. Stephensen skrifar 12. febrúar 2011 06:00 Tíu þingmenn VG, Hreyfingarinnar og Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að útiræktun á erfðabreyttum lífverum verði bönnuð. Kveikjan að tillöguflutningnum er þær deilur sem hafa staðið um tilraunaræktun ORF líftækni á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti, en prótín úr bygginu á meðal annars að nota við framleiðslu lyfja og snyrtivara. Í greinargerð með tillögunni er meðal annars vísað til varúðarreglunnar í umhverfismálum, sem stundum er orðuð þannig að náttúran skuli alltaf njóta vafans. Andstæðingar þess að ORF fengi leyfi til útiræktunar hafa einmitt haldið því fram að með leyfisveitingunni hafi varúðarreglan verið brotin. Ástæða er þó til að staldra við þá röksemd. Við meðferð málsins var farið eftir lögum um erfðabreyttar lífverur frá 1996. Með þeim voru tilskipanir Evrópusambandsins innleiddar á Íslandi. Þær gera ráð fyrir að heimilt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum í náttúrunni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar af þeirri ástæðu er hæpið að Ísland geti einhliða ákveðið bann við útiræktun. Lögin eiga að tryggja „að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera fari fram á siðferðilega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við varúðarregluna og grundvallarregluna um sjálfbæra þróun". Í þeim tilgangi ber meðal annars að leita álits óháðra vísindamanna áður en tilraunir með slíkar lífverur eru leyfðar. Í samræmi við þetta kallaði Umhverfisstofnun, sem veitir slík leyfi, eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun og ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur. Náttúrufræðistofnun taldi ekki líkur á að útiræktun erfðabreytts byggs gæti haft áhrif á aðrar lífverur. Að sömu niðurstöðu komust sjö sérfræðingar af níu í nefndinni. Það er í samræmi við álit langflestra íslenzkra vísindamanna með sérþekkingu á erfðatækni. 37 þeirra hafa nú sent Alþingi umsögn, þar sem þeir segja greinargerð þingsályktunartillögunnar fulla af rangfærslum og hún lýsi vanþekkingu á efni málsins. Árið 2009 fóru fram ýtarlegar opinberar umræður um málið, tveir kynningarfundir fyrir almenning voru haldnir og frestur til að skila inn athugasemdum vegna umsóknar ORF var framlengdur. Umhverfisstofnun veitti leyfið, með ýmsum ströngum skilyrðum um að fyllsta öryggis yrði gætt. Leyfisveitingin var kærð til umhverfisráðuneytisins, sem að lokinni rækilegri skoðun rökstuddi að farið hefði verið að lögum og reglum í málinu og staðfesti ákvörðun Umhverfisstofnunar. Með öðrum orðum hefur verið farið vandlega yfir það í tvígang, hvort umhverfinu geti stafað hætta af tilrauninni með útiræktun á byggi. Þessa niðurstöðu úr lögformlegu ferli vilja þingmennirnir tíu þó ekki sætta sig við og vilja breyta lögunum, þannig að niðurstaða sem þeim hugnast verði alltaf fyrirframgefin og í raun óþarft að gera nokkurt vísindalegt mat á því hvort náttúran eigi að njóta vafans við tilraunir af þessu tagi. Þetta gæti sjálfsagt orðið vinnusparandi í stjórnkerfinu og fræðasamfélaginu, en myndi um leið hamla mjög vísindalegum framförum á borð við þær sem unnið er að hjá ORF líftækni og geta haft mikla efnahagslega og samfélagslega þýðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Tíu þingmenn VG, Hreyfingarinnar og Samfylkingarinnar hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktunar um að útiræktun á erfðabreyttum lífverum verði bönnuð. Kveikjan að tillöguflutningnum er þær deilur sem hafa staðið um tilraunaræktun ORF líftækni á erfðabreyttu byggi í Gunnarsholti, en prótín úr bygginu á meðal annars að nota við framleiðslu lyfja og snyrtivara. Í greinargerð með tillögunni er meðal annars vísað til varúðarreglunnar í umhverfismálum, sem stundum er orðuð þannig að náttúran skuli alltaf njóta vafans. Andstæðingar þess að ORF fengi leyfi til útiræktunar hafa einmitt haldið því fram að með leyfisveitingunni hafi varúðarreglan verið brotin. Ástæða er þó til að staldra við þá röksemd. Við meðferð málsins var farið eftir lögum um erfðabreyttar lífverur frá 1996. Með þeim voru tilskipanir Evrópusambandsins innleiddar á Íslandi. Þær gera ráð fyrir að heimilt sé að sleppa erfðabreyttum lífverum í náttúrunni að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Þegar af þeirri ástæðu er hæpið að Ísland geti einhliða ákveðið bann við útiræktun. Lögin eiga að tryggja „að framleiðsla og notkun erfðabreyttra lífvera fari fram á siðferðilega og samfélagslega ábyrgan hátt í samræmi við varúðarregluna og grundvallarregluna um sjálfbæra þróun". Í þeim tilgangi ber meðal annars að leita álits óháðra vísindamanna áður en tilraunir með slíkar lífverur eru leyfðar. Í samræmi við þetta kallaði Umhverfisstofnun, sem veitir slík leyfi, eftir umsögnum frá Náttúrufræðistofnun og ráðgjafarnefnd um erfðabreyttar lífverur. Náttúrufræðistofnun taldi ekki líkur á að útiræktun erfðabreytts byggs gæti haft áhrif á aðrar lífverur. Að sömu niðurstöðu komust sjö sérfræðingar af níu í nefndinni. Það er í samræmi við álit langflestra íslenzkra vísindamanna með sérþekkingu á erfðatækni. 37 þeirra hafa nú sent Alþingi umsögn, þar sem þeir segja greinargerð þingsályktunartillögunnar fulla af rangfærslum og hún lýsi vanþekkingu á efni málsins. Árið 2009 fóru fram ýtarlegar opinberar umræður um málið, tveir kynningarfundir fyrir almenning voru haldnir og frestur til að skila inn athugasemdum vegna umsóknar ORF var framlengdur. Umhverfisstofnun veitti leyfið, með ýmsum ströngum skilyrðum um að fyllsta öryggis yrði gætt. Leyfisveitingin var kærð til umhverfisráðuneytisins, sem að lokinni rækilegri skoðun rökstuddi að farið hefði verið að lögum og reglum í málinu og staðfesti ákvörðun Umhverfisstofnunar. Með öðrum orðum hefur verið farið vandlega yfir það í tvígang, hvort umhverfinu geti stafað hætta af tilrauninni með útiræktun á byggi. Þessa niðurstöðu úr lögformlegu ferli vilja þingmennirnir tíu þó ekki sætta sig við og vilja breyta lögunum, þannig að niðurstaða sem þeim hugnast verði alltaf fyrirframgefin og í raun óþarft að gera nokkurt vísindalegt mat á því hvort náttúran eigi að njóta vafans við tilraunir af þessu tagi. Þetta gæti sjálfsagt orðið vinnusparandi í stjórnkerfinu og fræðasamfélaginu, en myndi um leið hamla mjög vísindalegum framförum á borð við þær sem unnið er að hjá ORF líftækni og geta haft mikla efnahagslega og samfélagslega þýðingu.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Ógnin sem við sjáum ekki – Hið falda tungumál ungu kynslóðarinnar á netinu Birgitta Þorsteinsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun