Lifi bensínafgreiðslumaðurinn! Davíð Þór Jónsson skrifar 22. janúar 2011 06:15 Ég er farinn að gera mér far um það þegar ég kaupi bensín á bílinn að fá þjónustu í stað þess að dæla sjálfur. Ástæðan er einföld. Ég vil að þessi þjónusta sé til staðar. Með því að nýta mér hana, jafnvel þótt ég sé ekkert of góður til að dæla bensíni á bílinn minn sjálfur, finnst mér ég leggja mitt af mörkum til að henni verði haldið áfram. Maður getur nefnilega lent í því að vera á ferð í sparifötunum í slagviðri og þurfa nauðsynlega að skipta um vinnukonu. Þótt ég ráði við það sjálfur vil ég að undir slíkum kringumstæðum geti einhver gert það fyrir mig. Mjög víða, einkum úti á landi, er engin þjónusta á bensínstöðvum. Í námunda við bensínsjálfsala er sjoppa með sælgæti, skyndibita og hugsanlega sitthvað fyrir bílinn til sölu. Aftur á móti er afgreiðslufólkið gjarnan jafnilla að sér og ég um það sem mig kynni að vanta. Þess eru jafnvel dæmi að fyrir því sé orðið „vinnukona" ekki annað en starfsheiti. Ég held að af þessu geti stafað hætta. Bensínafgreiðslumaður, sem óumbeðinn þvær framrúðuna fyrir mann, bendir manni á að það sé ójafn þrýstingur í dekkjunum og spyr hvort hann eigi að athuga olíuna eða bæta á rúðupissið, getur hæglega komið í veg fyrir slys. Það er líka hægt að spyrja hann um færðina á heiðinni og fá mun nytsamlegri upplýsingar en þær sem eru á upplýsingaskiltinu við veginn, þótt stærðfræðileg nákvæmni um vindátt, loftraka og veghita standist e. t. v. ekki samanburð. Kannski er ég bara að mikla þetta fyrir mér. Kannski er ég bara kominn á þann aldur að ég sakna heims sem er að hverfa, heimsins sem ég ólst upp í. Heims þar sem þjónusta fól í sér mannleg samskipti. Ekki mikil eða náin, kannski bara hjal um daginn og veginn, veðrið og leikinn - en samt samskipti við aðra manneskju. Ég ætla ekki að fullyrða að aukin tíðni á athyglisbresti og andfélagslegri hegðun stafi af því að allt, sem heyrir til framþróunar í þjónustu, skuli einmitt miða að því að má úr lífinu öll mannleg samskipti, s.s. netverslun, sjálfsalar og upplýsingaskilti sem spara manni að þurfa að spyrja einhvern. En ég yrði ekki hissa þótt rannsóknir myndu leiða það í ljós. Ég reiknaði það einu sinni út það kosti mig 100 - 150 kr. að láta dæla bensíninu fyrir mig (40 l tankur). Ef ég get lagt það af mörkum til að hægja örlítið á afmennskun samfélagsins finnst mér það hverrar krónu virði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Davíð Þór Jónsson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Ég er farinn að gera mér far um það þegar ég kaupi bensín á bílinn að fá þjónustu í stað þess að dæla sjálfur. Ástæðan er einföld. Ég vil að þessi þjónusta sé til staðar. Með því að nýta mér hana, jafnvel þótt ég sé ekkert of góður til að dæla bensíni á bílinn minn sjálfur, finnst mér ég leggja mitt af mörkum til að henni verði haldið áfram. Maður getur nefnilega lent í því að vera á ferð í sparifötunum í slagviðri og þurfa nauðsynlega að skipta um vinnukonu. Þótt ég ráði við það sjálfur vil ég að undir slíkum kringumstæðum geti einhver gert það fyrir mig. Mjög víða, einkum úti á landi, er engin þjónusta á bensínstöðvum. Í námunda við bensínsjálfsala er sjoppa með sælgæti, skyndibita og hugsanlega sitthvað fyrir bílinn til sölu. Aftur á móti er afgreiðslufólkið gjarnan jafnilla að sér og ég um það sem mig kynni að vanta. Þess eru jafnvel dæmi að fyrir því sé orðið „vinnukona" ekki annað en starfsheiti. Ég held að af þessu geti stafað hætta. Bensínafgreiðslumaður, sem óumbeðinn þvær framrúðuna fyrir mann, bendir manni á að það sé ójafn þrýstingur í dekkjunum og spyr hvort hann eigi að athuga olíuna eða bæta á rúðupissið, getur hæglega komið í veg fyrir slys. Það er líka hægt að spyrja hann um færðina á heiðinni og fá mun nytsamlegri upplýsingar en þær sem eru á upplýsingaskiltinu við veginn, þótt stærðfræðileg nákvæmni um vindátt, loftraka og veghita standist e. t. v. ekki samanburð. Kannski er ég bara að mikla þetta fyrir mér. Kannski er ég bara kominn á þann aldur að ég sakna heims sem er að hverfa, heimsins sem ég ólst upp í. Heims þar sem þjónusta fól í sér mannleg samskipti. Ekki mikil eða náin, kannski bara hjal um daginn og veginn, veðrið og leikinn - en samt samskipti við aðra manneskju. Ég ætla ekki að fullyrða að aukin tíðni á athyglisbresti og andfélagslegri hegðun stafi af því að allt, sem heyrir til framþróunar í þjónustu, skuli einmitt miða að því að má úr lífinu öll mannleg samskipti, s.s. netverslun, sjálfsalar og upplýsingaskilti sem spara manni að þurfa að spyrja einhvern. En ég yrði ekki hissa þótt rannsóknir myndu leiða það í ljós. Ég reiknaði það einu sinni út það kosti mig 100 - 150 kr. að láta dæla bensíninu fyrir mig (40 l tankur). Ef ég get lagt það af mörkum til að hægja örlítið á afmennskun samfélagsins finnst mér það hverrar krónu virði.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun