Vopnabúrið í hóp bestu verslana heims 9. janúar 2011 13:00 Verslun Sruli Recht, Vopnabúrið, var valin ein af tíu athyglisverðustu verslunum síðasta árs af Wallpaper. Fréttablaðið/Stefán Tímaritið Wallpaper hefur valið Vopnabúrið, hönnunarverslun í eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht, á meðal tíu athyglisverðustu verslana heims árið 2010. Vopnabúrið er þar með komið í hóp verslana á borð við Hermès í New York. Í greininni um Vopnabúrið segir meðal annars að bæði útlit og innihald verslunarinnar sannar í eitt skiptið fyrir öll að tómir bankareikningar hefti ekki sköpunargleðina sem ríkir á Íslandi. Sruli segist að vonum ánægður með umfjöllunina en á meðal þeirra verslana sem nefndar voru má nefna Hermés í New York, Comme des Garçons í Hong Kong og verslun Stella McCartney í Mílanó. „Þetta er frábært. Búðin er lítil og úr alfaraleið, meira að segja hér í Reykjavík, þannig það er frábært að fá umfjöllun í svo stóru alþjóðlegu blaði," segir Sruli og bætir við: „Þetta kemur manni samt alltaf jafn mikið á óvart og ég held að það sé bara gott." Sruli segist hafa komist að þessu með aðstoð Google leitarvélina, en hún bendir honum á þegar fréttir um verslunina rata á Netið. Aðspurður segir Sruli alla umfjöllun hjálpa og viðurkennir að mikið hafi verið fjallað um Vopnabúrið allt frá því verslunin opnaði. „Öll umfjöllun hjálpar. Líka þessi grein," segir hann og hlær. - sm Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira
Tímaritið Wallpaper hefur valið Vopnabúrið, hönnunarverslun í eigu vöruhönnuðarins Sruli Recht, á meðal tíu athyglisverðustu verslana heims árið 2010. Vopnabúrið er þar með komið í hóp verslana á borð við Hermès í New York. Í greininni um Vopnabúrið segir meðal annars að bæði útlit og innihald verslunarinnar sannar í eitt skiptið fyrir öll að tómir bankareikningar hefti ekki sköpunargleðina sem ríkir á Íslandi. Sruli segist að vonum ánægður með umfjöllunina en á meðal þeirra verslana sem nefndar voru má nefna Hermés í New York, Comme des Garçons í Hong Kong og verslun Stella McCartney í Mílanó. „Þetta er frábært. Búðin er lítil og úr alfaraleið, meira að segja hér í Reykjavík, þannig það er frábært að fá umfjöllun í svo stóru alþjóðlegu blaði," segir Sruli og bætir við: „Þetta kemur manni samt alltaf jafn mikið á óvart og ég held að það sé bara gott." Sruli segist hafa komist að þessu með aðstoð Google leitarvélina, en hún bendir honum á þegar fréttir um verslunina rata á Netið. Aðspurður segir Sruli alla umfjöllun hjálpa og viðurkennir að mikið hafi verið fjallað um Vopnabúrið allt frá því verslunin opnaði. „Öll umfjöllun hjálpar. Líka þessi grein," segir hann og hlær. - sm
Mest lesið Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Nýársbingó Blökastsins á rólegasta degi ársins Lífið Opnar sig um augnlokaaðgerðina Lífið Króli og Birta eignuðust lítinn prins Lífið Þórdís Elva bað poppstjörnunnar Lífið Þetta fengu ráðherrarnir gefins Lífið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi Lífið Blö byrjar árið á bingói Lífið Þegar Bardot fór í „leyniferðalag“ til Íslands Lífið Fékk útskýringu frá ChatGPT eftir áratugaleit að svörum Lífið Fleiri fréttir Best klæddu Íslendingarnir 2025 Pæjur, börn og nóg af leðri fyrir alla Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Ástin blómstrar í appelsínugulu leðri „Maður á ekki að vera feiminn við að vera fínn“ Einn áhrifamesti arkitekt samtímans látinn Best klæddu stjörnurnar samkvæmt Vogue Langskemmtilegast að vera alveg sama Skilaboð frá Höllu á Facebook upphaf að farsælu samstarfi Heitustu pörin í húrrandi jólagír Sjá meira