Brókin utan yfir buxurnar 28. janúar 2011 00:01 fjör Nokkrar upprennandi ofurhetjur takast á við Lex Luthor í DC Universe Online. Fjölspilunarleikir líkt og World of Warcraft, EVE Online og fleiri álíka leikir hafa löngum verið bundnir við PC-tölvurnar. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að færa þetta leikjaform yfir á leikjatölvurnar en með misjöfnum árangri. Slíkir leikir eru jafn sjaldgæfir og hvítir hrafnar og því vekur það alltaf athygli þegar þeir koma út. DC Universe Online er slíkur leikur, metnaðarfull tilraun til að gera Playstation 3 eigendum kleift að spila MMO-leik. Eins og nafnið gefur til kynna gerist leikurinn í hinum nördavæna ímyndunarheimi DC Comics þar sem leikmenn skapa sínar eigin ofurhetjur eða ofurskúrka og berjast við hlið Súpermans og Batmans eða þá Lex Luthor og Jókersins. Leikurinn gerist í gríðarstóru borgarumhverfi þar sem maður getur leyst af hendi ótal verkefni, hitt aðra notendur og tekið þátt í bardögum með öðrum leikmönnum. Þar sem leikurinn spilast með stýripinna í stað lyklaborðs og músar gefur það auga leið að hann snýst nokkuð meira um hasar heldur en meðal MMO-leikur. Menn styrkja persónur sínar, bæði á líkama og sál, með því að leysa verkefni og fá að launum reynslustig sem þeir geta notað til að gera þær sterkari, fljótari eða máttugri. Það verður þó að segjast að þessi verkefni verða fljótt einhæf og hafa takmarkað aðdráttarafl. DC Universe Online er, sem fyrr segir, metnaðarfull tilraun, en því miður hittir hún ekki í mark. Það er einstaklega pirrandi að fá leik á disk en þurfa engu að síður að hala niður ómældu magni af gögnum til þess eins að geta keyrt upp leikinn. Leikurinn þarf að lágmarki 25 gígabæt af diskaplássi til að geta fúnkerað rétt. 25 gígabæt eru kannski ekki mikið á PC-tölvum með terabæts harða diska en á PS3 þar sem standard diskastærð er 60-120 gígabæt er þetta ansi stór biti af kökunni. Bætum ofan á þetta hinum óumflýjanlega fylgifisk MMO-leikja, föstu áskriftargjaldi, og í svoleiðis tilfellum er það sjálfgefið að aðeins þeir hörðustu munu splæsa í áskriftargjaldið. Það er þó ekki hægt að neita því að það er vissulega gaman af skapa sína eigin ofurhetju. Skella brókinni utan yfir buxurnar, finna upp fáránlegt nafn og berja á skúrkum Gotham-borgar. Eða þá, séu menn illa innrættir, ganga til liðs við þá. - vij Leikjavísir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Fjölspilunarleikir líkt og World of Warcraft, EVE Online og fleiri álíka leikir hafa löngum verið bundnir við PC-tölvurnar. Það hafa verið gerðar nokkrar tilraunir til að færa þetta leikjaform yfir á leikjatölvurnar en með misjöfnum árangri. Slíkir leikir eru jafn sjaldgæfir og hvítir hrafnar og því vekur það alltaf athygli þegar þeir koma út. DC Universe Online er slíkur leikur, metnaðarfull tilraun til að gera Playstation 3 eigendum kleift að spila MMO-leik. Eins og nafnið gefur til kynna gerist leikurinn í hinum nördavæna ímyndunarheimi DC Comics þar sem leikmenn skapa sínar eigin ofurhetjur eða ofurskúrka og berjast við hlið Súpermans og Batmans eða þá Lex Luthor og Jókersins. Leikurinn gerist í gríðarstóru borgarumhverfi þar sem maður getur leyst af hendi ótal verkefni, hitt aðra notendur og tekið þátt í bardögum með öðrum leikmönnum. Þar sem leikurinn spilast með stýripinna í stað lyklaborðs og músar gefur það auga leið að hann snýst nokkuð meira um hasar heldur en meðal MMO-leikur. Menn styrkja persónur sínar, bæði á líkama og sál, með því að leysa verkefni og fá að launum reynslustig sem þeir geta notað til að gera þær sterkari, fljótari eða máttugri. Það verður þó að segjast að þessi verkefni verða fljótt einhæf og hafa takmarkað aðdráttarafl. DC Universe Online er, sem fyrr segir, metnaðarfull tilraun, en því miður hittir hún ekki í mark. Það er einstaklega pirrandi að fá leik á disk en þurfa engu að síður að hala niður ómældu magni af gögnum til þess eins að geta keyrt upp leikinn. Leikurinn þarf að lágmarki 25 gígabæt af diskaplássi til að geta fúnkerað rétt. 25 gígabæt eru kannski ekki mikið á PC-tölvum með terabæts harða diska en á PS3 þar sem standard diskastærð er 60-120 gígabæt er þetta ansi stór biti af kökunni. Bætum ofan á þetta hinum óumflýjanlega fylgifisk MMO-leikja, föstu áskriftargjaldi, og í svoleiðis tilfellum er það sjálfgefið að aðeins þeir hörðustu munu splæsa í áskriftargjaldið. Það er þó ekki hægt að neita því að það er vissulega gaman af skapa sína eigin ofurhetju. Skella brókinni utan yfir buxurnar, finna upp fáránlegt nafn og berja á skúrkum Gotham-borgar. Eða þá, séu menn illa innrættir, ganga til liðs við þá. - vij
Leikjavísir Mest lesið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira