Heilaþvottur og heilsuátakið Sif Sigmarsdóttir skrifar 5. janúar 2011 06:15 Ég get staðist allt nema freistingar," er haft eftir rithöfundinum Oscar Wilde. Nú þegar fara þarf að efna áramótaheitin eiga vafalaust margir eftir að uppgötva einmitt þennan veikleika í eigin fari (skrifar undirrituð og teygir sig yfir ávaxtaskálina sem fyllt var strax 1. janúar í konfektkassann sem enn geymir dreggjar jólanna). Eftir nautnir hátíðanna sem fylla upp í mitti, hanga fast á mjöðmum og auka álag á buxnastrengi er vinsælt að lofa sjálfum sér bót og betrun í mataræði með snotrara holdafar að markmiði. Ráðleggingar um hvernig best sé að bera sig að í þeim efnum eru á hverju strái á þessum árstíma. Það er hins vegar hægara sagt en gert að greina milli þeirra sem eru áreiðanlegar - byggðar á niðurstöðum traustra vísindarannsókna - og hinna sem runnar eru undan rótum hagsmunaaðila sem eru að reyna að selja manni eitthvað og studd eru „þykjustu"-rannsóknum. Um áramótin birtu vísindamenn bresku samtakanna Sense About Science úttekt á þeim óvísindalegu dellum tengdum heilsu sem mest fór fyrir á liðnu ári og tiltóku fræga fólkið sem tók þátt í að halda þeim á lofti. Þar kom fram að söngkona Cheryl Cole væri talsmaður mataræðis sem byggt væri á blóðflokkum, Naomi Campbell flaggaði „dítox" lífsstílnum og verðandi drottning Breta, Kate Middleton, sæist oft með sílikonarmband sem auka ætti almenna hreysti. Það er auðvelt og skemmtilegt sport að hæðast að stjörnunum og trúgirni þeirra. Við nánari athugun kemur þó í ljós að fjöldi þeirra heilsufarsráða sem margir telja óvéfengjanlegan sannleik eru háð jafnannarlegum hvötum markaðsafla og húmbúkkið að ofan. Hver kannast ekki við hina gullnu reglu að manni beri að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag? Gamalt og gott heilræði sem hlýtur að vera stutt rökum, ekki satt? Rangt. Fullyrðingin sem farið hefur sem eldur um sinu um allan heim kemur frá ávaxta- og grænmetisbændum Kaliforníu. Talan fimm var valin af handahófi. Í samfloti við Bandarísku krabbameinssamtökin var fullyrt að neysla skammtanna fimm minnkaði líkur á krabbameini. Árið 2010 var kynnt niðurstaða ýtarlegrar rannsóknar sem tók af allan vafa um að svo er ekki. En það skipti ekki máli. Heilaþvottinum var náð. Verðum ekki fórnarlömb gylliboða og ódýrra lausna á nýju ári. Látum gagnrýna hugsun vera okkar fyrsta áramótaheit. Hjá mér verður heilsuátakið í boði ofangreinds Wilde: „Eina leiðin til að ráða bug á freistingum er að láta undan þeim." Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bakþankar Sif Sigmarsdóttir Skoðanir Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Áfram gakk – með kerfisgalla í bakpokanum Harpa Þorsteinsdóttir Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun
Ég get staðist allt nema freistingar," er haft eftir rithöfundinum Oscar Wilde. Nú þegar fara þarf að efna áramótaheitin eiga vafalaust margir eftir að uppgötva einmitt þennan veikleika í eigin fari (skrifar undirrituð og teygir sig yfir ávaxtaskálina sem fyllt var strax 1. janúar í konfektkassann sem enn geymir dreggjar jólanna). Eftir nautnir hátíðanna sem fylla upp í mitti, hanga fast á mjöðmum og auka álag á buxnastrengi er vinsælt að lofa sjálfum sér bót og betrun í mataræði með snotrara holdafar að markmiði. Ráðleggingar um hvernig best sé að bera sig að í þeim efnum eru á hverju strái á þessum árstíma. Það er hins vegar hægara sagt en gert að greina milli þeirra sem eru áreiðanlegar - byggðar á niðurstöðum traustra vísindarannsókna - og hinna sem runnar eru undan rótum hagsmunaaðila sem eru að reyna að selja manni eitthvað og studd eru „þykjustu"-rannsóknum. Um áramótin birtu vísindamenn bresku samtakanna Sense About Science úttekt á þeim óvísindalegu dellum tengdum heilsu sem mest fór fyrir á liðnu ári og tiltóku fræga fólkið sem tók þátt í að halda þeim á lofti. Þar kom fram að söngkona Cheryl Cole væri talsmaður mataræðis sem byggt væri á blóðflokkum, Naomi Campbell flaggaði „dítox" lífsstílnum og verðandi drottning Breta, Kate Middleton, sæist oft með sílikonarmband sem auka ætti almenna hreysti. Það er auðvelt og skemmtilegt sport að hæðast að stjörnunum og trúgirni þeirra. Við nánari athugun kemur þó í ljós að fjöldi þeirra heilsufarsráða sem margir telja óvéfengjanlegan sannleik eru háð jafnannarlegum hvötum markaðsafla og húmbúkkið að ofan. Hver kannast ekki við hina gullnu reglu að manni beri að borða fimm skammta af ávöxtum og grænmeti á dag? Gamalt og gott heilræði sem hlýtur að vera stutt rökum, ekki satt? Rangt. Fullyrðingin sem farið hefur sem eldur um sinu um allan heim kemur frá ávaxta- og grænmetisbændum Kaliforníu. Talan fimm var valin af handahófi. Í samfloti við Bandarísku krabbameinssamtökin var fullyrt að neysla skammtanna fimm minnkaði líkur á krabbameini. Árið 2010 var kynnt niðurstaða ýtarlegrar rannsóknar sem tók af allan vafa um að svo er ekki. En það skipti ekki máli. Heilaþvottinum var náð. Verðum ekki fórnarlömb gylliboða og ódýrra lausna á nýju ári. Látum gagnrýna hugsun vera okkar fyrsta áramótaheit. Hjá mér verður heilsuátakið í boði ofangreinds Wilde: „Eina leiðin til að ráða bug á freistingum er að láta undan þeim."
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun