Þarf að hafa hraðar hendur: Uppskrift að brjóstsykri Vera Einarsdóttir skrifar 17. janúar 2011 11:14 Þrátt fyrir að grunnuppskriftin sé einföld segir Andri brjóstsykursgerðina nokkuð vandasama. Fréttablaðið/Stefán Andri Ómarsson, verkefnastjóri hjá félagsmiðstöðinni Bústöðum, er tómstundafræðingur að mennt og fór í vettvangsnám til Danmerkur árið 2006. Þar vann hann á frístundaheimili fyrir börn og lærði brjóstsykursgerð af kollega sínum. „Í kjölfarið fór ég að vinna á frístundaheimili í Reykjavík og fór brátt að breiða út boðskapinn. Ég hef enga tölu á því hvað ég hef gert þetta oft síðan." Þrátt fyrir að grunnuppskriftin sé einföld segir Andri brjóstsykursgerðina nokkuð vandasama. „Það þarf tiltekin áhöld auk þess sem nauðsynlegt er að hafa hraðar hendur við að móta molana áður en blandan harðnar. Það er því líklega best að gera þetta fyrst undir leiðsögn áður en hafist er handa upp á eigin spýtur." Andri bauð nýlega upp á sýnikennslu á handverkskaffi í Gerðubergi og kom áhugasömum á sporið. Hann segir að hráefnin sem þurfi fáist ekki í hefðbundnum verslunum en veit um tvær netverslanir sem selja grunnbúnað eins og sílikonmottu, spaða, hitamæli, bragð- og litarefni en það eru mommur.is og slikkeri.is. Hitamælinn segir Andri nauðsynlegan þar sem blandan er hituð í 165 gráður áður en bragð- og litarefnum er blandað út í en auk þess segir hann nauðsynlegt að nota stálpott. Andri segir marga halda að liturinn komi með bragðefnunum en svo sé ekki. "Það er til dæmis ekki svo að brjóstsykur með jarðarberjabragði sé sjálfkrafa rauður. Það þarf að bæta litarefnum við." Andri segir hægt að búa til kúlur, kodda og snúna mola auk þess sem sumir geri sleikibrjóstsykur. Hann brýnir fyrir þeim sem hafa hug á því að prófa að hafa varann á. „Ég hef aldrei orðið fyrir slysi í þau fjölmörgu skipti sem ég hef gert þetta en allur er varinn góður." Grunnuppskrift Gefur um 500 grömm af brjóstsykri4 dl sykur1½ dl þrúgusykur1 dl vatnBragð- og litarefni eftir smekk Nánari upplýsingar um nauðsynleg áhöld og aðferð er meðal annars að finna á vefnum slikkeri.is. Mikilvægt er að lesa sér vel til áður en hafist er handa enda þarf að hafa hraðar hendur við að móta molana á meðan blandan er heit. Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira
Andri Ómarsson, verkefnastjóri hjá félagsmiðstöðinni Bústöðum, er tómstundafræðingur að mennt og fór í vettvangsnám til Danmerkur árið 2006. Þar vann hann á frístundaheimili fyrir börn og lærði brjóstsykursgerð af kollega sínum. „Í kjölfarið fór ég að vinna á frístundaheimili í Reykjavík og fór brátt að breiða út boðskapinn. Ég hef enga tölu á því hvað ég hef gert þetta oft síðan." Þrátt fyrir að grunnuppskriftin sé einföld segir Andri brjóstsykursgerðina nokkuð vandasama. „Það þarf tiltekin áhöld auk þess sem nauðsynlegt er að hafa hraðar hendur við að móta molana áður en blandan harðnar. Það er því líklega best að gera þetta fyrst undir leiðsögn áður en hafist er handa upp á eigin spýtur." Andri bauð nýlega upp á sýnikennslu á handverkskaffi í Gerðubergi og kom áhugasömum á sporið. Hann segir að hráefnin sem þurfi fáist ekki í hefðbundnum verslunum en veit um tvær netverslanir sem selja grunnbúnað eins og sílikonmottu, spaða, hitamæli, bragð- og litarefni en það eru mommur.is og slikkeri.is. Hitamælinn segir Andri nauðsynlegan þar sem blandan er hituð í 165 gráður áður en bragð- og litarefnum er blandað út í en auk þess segir hann nauðsynlegt að nota stálpott. Andri segir marga halda að liturinn komi með bragðefnunum en svo sé ekki. "Það er til dæmis ekki svo að brjóstsykur með jarðarberjabragði sé sjálfkrafa rauður. Það þarf að bæta litarefnum við." Andri segir hægt að búa til kúlur, kodda og snúna mola auk þess sem sumir geri sleikibrjóstsykur. Hann brýnir fyrir þeim sem hafa hug á því að prófa að hafa varann á. „Ég hef aldrei orðið fyrir slysi í þau fjölmörgu skipti sem ég hef gert þetta en allur er varinn góður." Grunnuppskrift Gefur um 500 grömm af brjóstsykri4 dl sykur1½ dl þrúgusykur1 dl vatnBragð- og litarefni eftir smekk Nánari upplýsingar um nauðsynleg áhöld og aðferð er meðal annars að finna á vefnum slikkeri.is. Mikilvægt er að lesa sér vel til áður en hafist er handa enda þarf að hafa hraðar hendur við að móta molana á meðan blandan er heit.
Eftirréttir Uppskriftir Mest lesið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Bíó og sjónvarp Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Fleiri fréttir Þetta borðuðu Jói Fel og frú í sex mánuði Sjá meira