Umfjöllun og viðtöl: KR - Grindavík 81-76 Stefán Árni Pálsson í DHL-höllinni skrifar 9. janúar 2012 20:57 KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2. Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
KR komst í 8-liða úrslit Powerade-bikarsins í körfubolta þegar þeir unnu flottan sigur, 81-76, á Grindvíkingum í DHL-höllinni í kvöld. Leikurinn var æsispennandi nánast allan tímann og réðust úrslitin ekki fyrir en á loka sekúndum leiksins. KR-ingar voru hreinlega sterkari í fjórða og síðasta leikhlutanum og komust verðskuldað áfram. KR teflir fram þremur nýjum leikmönnum á nýja árinu og litu þeir allir nokkuð vel út í gær. Joshua Brown var atkvæðamestur í liði KR með 27 stig en J'Nathan Bullock skoraði 18 stig fyrir Grindavík. Grindvíkingar voru sterkari aðilinn í upphafi fyrsta leikhluta en þeir komust fljótlega í 8-2. Grindvíkingar héldu áfram uppteknum hætti næstu mínútur og misnotuðu varla skot. Þegar lítið var eftir af fjórðungnum var munurinn tíu stig á liðunum 21-11 fyrir gestina. Heimamenn komu sterkir til baka undir lok leikhlutans og minnkuðu muninn niður í tvö stig 23-21. Heimamenn voru aðeins nokkrar mínútur að komast yfir í leiknum í strax í upphafi annars leikhluta var staðan orðin 27-25 fyrir KR. Jafnræði var á með liðunum út fyrri hálfleikinn og var staðan 45-41 þegar menn gengu til búningsherbergja. Jafnt var nánast á öllum tölum í þriðja leikhlutanum og mikil spenna í leiknum. J'Nathan Bullock, leikmaður Grindvíkinga, var að spila vel og setti hvern þristinn niður á fætur öðrum. KR-ingar voru samt ávallt einu skrefi á undan gestunum og var staðan 65-63 fyrir lokafjórðunginn. Leikurinn hélt áfram að vera spennandi í byrjun fjórða leikhlutans og þegar hann var hálfnaður munaði aðeins tveim stigum á liðunum. Grindvíkingar höfðu náð forystunni og staðan var 71-69 fyrir gestina. Þegar ein mínúta var eftir af leiknum náði spennan hámarki. KR-ingar höfðu eins stigs forystu 75-74 og þakið ætlaði að rifna af húsinu. Þegar 30 sekúndur voru eftir voru KR-ingar með þriggja stiga forystu 77-74. Heimamenn voru sterkari í lokin og náðu að innbyrða frábæran sigur 81-76.Hrafn: Við eigum langt í land en frábær úrslit „Ég er bara ofboðslega glaður með þessi úrslit en síðasta vika er búinn að reyna mikið á liðið,“ sagði Hrafn Kristjánsson, þjálfari KR, eftir sigurinn í kvöld. „Við tókum fjórar æfingar á þremur dögum um helgina og þurftum að vinna í ákveðnum hlutum. Liðið er í raun langt frá því að vera komið á þann stað sem það getur verið á“. „Það er því frábært að komast áfram í þessari keppni svo liðið fái sjálfstraust og geti haldið áfram að bæta sig“. „Mér líst vel á næstu vikur. Liðið er að bæta við sig einu stöðugildi og styrkist mikið við það. Ég var heilt yfir mjög ánægður með nýju leikmennina í liðinu og þeir eiga aðeins eftir að verða betri“. Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Hrafn hér að ofan.Helgi: Við ætluðum okkur alla leið í þessari keppni „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur þar sem liðið ætlaði sér alla leið í þessari keppni,“ sagði Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindvíkinga, eftir tapið í kvöld. „Við vorum bara ekki nægilega klókir í sókninni undir lok leiksins og sættum okkur bara við léleg skot og í raun tókum við allt of mörg þriggja stiga skot í þessum leik“. „KR-ingar komu mér þannig lagað ekkert á óvart en maður fann einhverja stemmningu með liðinu í kvöld.“ „Við þurfum bara að nota þennan leik til að komast aftur á beinu brautina og einbeita okkur að deildinni, það eru enn tveir titlar í boði og við ætlum okkur að hirða þá báða“. Hægt er að sjá viðtalið við Helga með því að ýta hér. KR-Grindavík 81-76 (21-23, 24-18, 20-22, 16-13)KR: Joshua Brown 27/8 fráköst/7 stoðsendingar, Robert Lavon Ferguson 15/13 fráköst/3 varin skot, Hreggviður Magnússon 13, Dejan Sencanski 10/6 fráköst, Finnur Atli Magnusson 6, Martin Hermannsson 4, Jón Orri Kristjánsson 4/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 2.Grindavík: J'Nathan Bullock 18/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 14/7 fráköst, Jóhann Árni Ólafsson 12, Giordan Watson 11/5 fráköst/7 stoðsendingar, Ólafur Ólafsson 9, Ómar Örn Sævarsson 5/6 fráköst, Þorleifur Ólafsson 5, Björn Steinar Brynjólfsson 2.
Íslenski körfuboltinn Mest lesið Segir Hákon betri en Flekken: „Þetta lék bara í höndunum á honum“ Enski boltinn Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Tugmilljónakostnaður bíður Víkinga Fótbolti Hákon 21. Íslendingurinn til að spila í efstu deild á Englandi Fótbolti Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Golf „Ég er einum heimsmeistaratitli frá því að jafna ferilinn hans“ Sport Mest lesið í sportinu: Hlaupadrottningar, strákarnir okkar og hneyksli á ÓL Sport Saka búinn í aðgerð og verður frá í meira en tvo mánuði Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Fleiri fréttir Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum