Forstjóri Haga: Enginn á þingi ber hagsmuni neytenda fyrir brjósti Þorbjörn Þórðarson skrifar 6. janúar 2012 20:00 Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis. Klinkið Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira
Forstjóri Haga, sem er stærsta verslanafyrirtæki á Íslandi, segir að neytendur séu afgangsstærð í íslenskum stjórnmálum og enginn beri hagsmuni þeirra fyrir brjósti. Forystumenn í verslun og þjónustu tali fyrir daufum eyrum og stjórnmálamenn verndi sérhagsmuni á kostnað heimilanna. Um nokkra hríð hafa Samtök verslunar og þjónustu staðið í deilum við stjórnvöld vegna ólögmætrar tollálagningar á aðfluttar landbúnaðarafurðir. Samtökin telja að þegar Jón Bjarnason hafi tekið við embætti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hafi tollar hækkað upp úr öllu valdi, Jón hafi sett á ólöglega verðtolla í stað magntolla sem hafi leitt til þess að stórlega hafi dregið úr innflutningi. Fram kemur í skráningarlýsingu Haga í Kauphöll að vegna takmarkana á innflutningi og hárrar skattlagningar á innfluttar landbúnaðarafurðir sé staða þeirra birgja sem sjá Högum fyrir landbúnaðarvörum sérlega sterk, en innlendar landbúnaðarvörur eru um 40-45 prósent af matarkörfu heimilanna. Finnur Árnason, forstjóri Haga, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu. Finnur sagði kjötverðshækkanir undanfarin misseri væru vegna hárra tolla á innfluttar afurðir, en þessar hækkanir væru langt umfram það sem eðlilegt gæti talist. „Það er alveg ljóst að í þessari umræðu sem kom fram um kjötverð, við settum fram dæmi sem sýndi að hækkanir á kjöti hækkaðu skuldir heimilanna vegna þess að þetta hefur áhrif á verðtryggingu og margt annað. Það var enginn þingmaður sem hafði nokkurn áhuga á þessu máli. Það er alveg ljóst að þegar horft er á neytendur, það eru ekki margir sem vilja taka upp þeirra málstað," segir Finnur. Finnur segist sannfærður um að ef frjálsræði yrði aukið í verslun með kjötvörur myndi það styrkja innlendan landbúnað, rétt eins og gerðist hjá grænmetisbændum. Finnur segist hins vegar ekki sjá nokkra stefnubreytingu í þessum efnum. Engir stjórnmálamenn taki upp hanskann fyrir neytendur. „Þeir eru afgangsstærð. Við bendum á þessa hluti ítrekað en tölum fyrir daufum eyrum. Það er mjög einfalt." Það eru sérhagsmunirnir sem ráða? „Já, það er verið að vernda sérhagsmuni og það er gert á kostnað heimilanna." Viðtalið við Finn í heild sinni í nýjasta þættinum af Klinkinu má nú finna á viðskiptavef Vísis.
Klinkið Mest lesið Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Discover hefur flug milli München og Íslands Viðskipti innlent Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Fleiri fréttir Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Fyrrverandi þingmenn vilja verða forstjórar Kríu Þrjú teymi vilja hanna og byggja nýju þjóðarhöllina Sjá meira