Forstjóri Icelandair Group segir engin rök fyrir því að færa völlinn Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. janúar 2012 10:12 Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér. Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Forstjóri Icelandair segir að engin rök séu fyrir því að loka Reykjavíkurflugvelli og flytja innanlandsflugið úr Vatnsmýrinni. Hann segir að fremur standi rök til þess að færa millilandaflugið nær höfuðborgarsvæðinu, ef þess er kostur. Deilur um framtíð flugvallarins eru ekki nýjar af nálinni en 17. mars 2001 var ráðist í ráðgefandi atkvæðagreiðslu meðal borgarbúa um framtíð flugvallarins. Þátttakan var dræm en naumur meirihluti atkvæða var fyrir því að völlurinn myndi víkja eftir 2016. Mjög skiptar skoðanir um framtíð vallarins meðal kjörinna fulltrúa, en bæði sjálfstæðismenn og fulltrúar Samfylkingarinnar hafa á liðnum árum fremur talað fyrir því að flugvöllurinn fari úr Vatnsmýri. Þó eru mjög skiptar skoðanir um þetta meðal sjálfstæðismanna. Í dag verður sérstök ráðstefna um flugmál og framtíð Reykjavíkurflugvallar á vegum Háskólans í Reykjavík á Natura hótel. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, var gestur okkar í nýjasta þættinum af Klinkinu í gær. Björgólfur segir engin rök standi til þess að flytja innanlandsflugið. „Ég sé engar forsendur af hverju hann á að fara. Það er algjörlega klárt að flugvöllurinn á að vera í Reykjavík. Það kemur bara ekkert annað til greina." „Að sjálfsögðu skil ég þessi rök að menn séu að horfa á eitthvað byggingarland og slíkt en það er bara mjög mikilvægur þáttur fyrir höfuðborg að hafa flugvöllinn. Við ættum að horfa á að hafa millilandaflugvöllinn nær Reykjavík. Ef við horfum á Keflavík og allar borgir í kringum okkur þá erum við með völlinn fjærst Reykjavík og það er styrkur að hafa völlinn nær," segir Björgólfur. Viðtalið við Björgólf í heild sinni í Klinkinu má nú nálgast hér.
Klinkið Tengdar fréttir Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54 Mest lesið Breyta nafni Ölgerðarinnar Viðskipti innlent Frumvarp um kílómetragjald samþykkt og þingmenn komnir í jólafrí Innlent Gréta María óvænt hætt hjá Prís Viðskipti innlent Sektað um hundruð þúsunda fyrir nikótínauglýsingar Neytendur Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Viðskipti innlent Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Viðskipti innlent Messenger-forritið heyrir sögunni til Viðskipti erlent Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frumvarp um kílómetragjald samþykkt á þingi Síminn fær einn að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Sjá meira
Tapa alltaf á fyrsta og fjórða í skjóli tekna sumarsins Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, segir að Icelandair tapi nær alltaf á fyrsta og fjórða ársfjórðungi, vetrarflugið sé þannig. Hins vegar borgi það sig að vera með öfluga starfsemi yfir veturinn því það skili sér margfalt yfir sumartímann. 19. janúar 2012 10:54