Sport

Ragna á meðal keppenda í Svíþjóð

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Ragna stefnir ótrauð á þátttöku á Ólympíuleikunum í London í sumar.
Ragna stefnir ótrauð á þátttöku á Ólympíuleikunum í London í sumar. Mynd / GVA
Ragna Ingólfsdóttir úr TBR verður á meðal keppenda á alþjóðlega sænska mótinu í badminton sem hefst í Stokkhólmi á fimmtudag. Ragna fer beint í aðalkeppnina en forkeppni stendur nú yfir.

Ragna mætir Simone Prutsch frá Austurríki í 1. umferð en níu sæti skilja þær stöllur á heimslistanum. Ragna er í 70. sæti en Prutsch í 79. sæti. Þær hafa einu sinni áður mæst á vellinum. Það var árið 2002 þegar Ragna hafði betur.

Ragna og Prutsch voru báðar á meðal keppenda á móti í Wales í desember síðastliðnum. Ragna hafnaði þá í 2. sæti eftir að hafa þurft að gefa úrslitaleikinn. Prutsch, sem var raðað númer tvö í mótið, féll úr leik í átta manna úrslitum.



Hægt er að sjá niðurröðun keppenda og tímasetningar leikja hér.







Fleiri fréttir

Sjá meira


×