ÓL í hættu hjá Þormóði: Hugsa það versta en býst við því besta 9. febrúar 2012 18:52 Þormóður Árni á ferðinni á ÓL í Peking fyrir fjórum árum. mynd/vilhelm Ólympíudraumur júdókappans Þormóðs Árna Jónssonar er í uppnámi eftir að hann meiddist á hné. Hann gæti verið með slitið liðband og sé það raunin mun hann missa af Ólympíuleikunum í London í sumar. "Ég var í æfingabúðum og það voru margir á gólfinu. Svo keyrðu einhverjir gaurar inn í hliðina á mér og féllu á hnéð. Þetta var ekki gott og ég sá þá aldrei koma," sagði Þormóður við Vísi í kvöld. "Tveir læknar eru búnir að skoða mig og þeir telja ekki að liðbandið sé slitið. Það er samt ómögulegt að segja fyrr en búið er að mynda hnéð. Það verður gert á morgun eða um helgina." Þetta er mikið áfall fyrir Þormóð sem átti að taka þátt í þremur mótum í þessum mánuði. Hann er með þáttökurétt á Ólympíuleikunum sem stendur en fjarvera hans á næstu mótum gætu sett strik í reikninginn. "Ég reyni að hugsa ekki neikvætt og sem minnst um þessi meiðsli á meðan ég bíð eftir staðfestingu á eðli meiðslanna. Ég er ekki með mikla verki, er ekkert mikið bólginn en það þarf samt ekki að þýða neitt." Ef liðbandið er slitið verður Þormóður frá í að minnsta kosti hálft ár en þó svo hann sé minna meiddur verður að teljast líklegt að hann þurfi að hvíla eitthvað. "Auðvitað setur þetta strik í reikninginn en ég gæti hangið inni þó svo ég taki ekki þátt í fleiri mótum fram að ÓL. Þetta verður bara að koma í ljós en ég hugsa það versta en býst við því besta." Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira
Ólympíudraumur júdókappans Þormóðs Árna Jónssonar er í uppnámi eftir að hann meiddist á hné. Hann gæti verið með slitið liðband og sé það raunin mun hann missa af Ólympíuleikunum í London í sumar. "Ég var í æfingabúðum og það voru margir á gólfinu. Svo keyrðu einhverjir gaurar inn í hliðina á mér og féllu á hnéð. Þetta var ekki gott og ég sá þá aldrei koma," sagði Þormóður við Vísi í kvöld. "Tveir læknar eru búnir að skoða mig og þeir telja ekki að liðbandið sé slitið. Það er samt ómögulegt að segja fyrr en búið er að mynda hnéð. Það verður gert á morgun eða um helgina." Þetta er mikið áfall fyrir Þormóð sem átti að taka þátt í þremur mótum í þessum mánuði. Hann er með þáttökurétt á Ólympíuleikunum sem stendur en fjarvera hans á næstu mótum gætu sett strik í reikninginn. "Ég reyni að hugsa ekki neikvætt og sem minnst um þessi meiðsli á meðan ég bíð eftir staðfestingu á eðli meiðslanna. Ég er ekki með mikla verki, er ekkert mikið bólginn en það þarf samt ekki að þýða neitt." Ef liðbandið er slitið verður Þormóður frá í að minnsta kosti hálft ár en þó svo hann sé minna meiddur verður að teljast líklegt að hann þurfi að hvíla eitthvað. "Auðvitað setur þetta strik í reikninginn en ég gæti hangið inni þó svo ég taki ekki þátt í fleiri mótum fram að ÓL. Þetta verður bara að koma í ljós en ég hugsa það versta en býst við því besta."
Innlendar Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Íslenski boltinn Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Íslenski boltinn Ósk pínir Þórdísi til sigurs: „Ég er ekki mamma eða pabbi hennar“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Slæm byrjun Chelsea skilaði Bayern sigri Arteta fyrstur í fimm deildarleiki í röð án taps gegn Guardiola Göfuglyndur Guardiola: „Heilt yfir var Arsenal betri aðilinn“ „Stefnan sett á topp fjallsins og við reynum að klífa þangað“ „Ömurleg frammistaða hjá gæjunum í gulu búningunum“ Kátt á hjalla í Katalóníu Meistararnir á beinu brautina eftir tvo tapleiki í röð „Verðum að passa okkur að fara ekki í fórnarlambsgír“ Uppgjörið: KA - KR 4-2 | Akureyringar sendu Vesturbæinga í fallsæti Dortmund heldur í við Bayern Vildi vinna sem og byrja leikinn Uppgjörið: Stjarnan - FH 0-0 | Tíðindalítið jafntefli í Garðabæ Leik lokið: Víkingur - Fram 2-1 | Gylfi tryggði sigur sem styrkir stöðuna „Heldur þessi veisla ekki bara áfram?“ Stórmeistarajafntefli í Lundúnum „Á endanum vinnum við þennan leik bara verðskuldað“ „Ótrúlega súrt að upplifa það að dómarinn hafi slík áhrif“ „Finnst við búnir að koma Njarðvík á fótboltakortið hérna á Íslandi“ Arna komin á blað í Noregi Uppgjörið: Þróttur - HK 2-3 | Mæta Keflavík í úrslitum eftir markaveislu Uppgjörið: ÍBV - Afturelding 1-1 | Bæði mörkin skoruð beint úr aukaspyrnu Jafntefli í fyrstu tveimur leikjum dagsins Anthony Davis byrjaður að æfa á ný Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 0-3 | Keflvíkingar á leið í úrslitaleikinn Roma vann slaginn um Rómaborg Hildur lagði upp annan leikinn í röð Sjáðu mörkin og rauðu spjöldin úr skrautlegum leik United og Chelsea Tveir í röð á Old Trafford í fyrsta sinn Sjáðu þriðju markaveislu Skagamanna í röð Sjá meira