Lífið

Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár

„Mín afstaða er mjög skýr: Ísland á að draga sig út úr Eurovisionkeppninni í ár til að mótmæla framferði borgaryfirvalda í Aserbaidsjan gagnvart þegnum sínum. Þetta er skýrt og klárt mannréttindabrot," segir Páll Óskar Hjálmtýsson í forsíðuviðtali Lífsins, fylgiblaði Fréttablaðsins á morgun, föstudag.

Íbúar í Bakú, höfuðborg Aserbaidsjan, hafa verið reknir af heimilum sínum og þau jöfnuð við jörðu til þess að hægt sé að byggja tónleikahöll fyrir Eurovisionkeppnina.

„Ég upplifi mig alls ekki einan hvað þetta mál varðar. Ég hef ekki fundið einn gallharðan Eurovisionaðdáanda sem er ekki sammála mér."

Páll Óskar heldur engu aftur þegar kemur að Eurovision, ástinni eða forsetaframboði.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×