Viðskipti innlent

Pétur Einarsson: Mikilvægt að koma meiru fé í vinnu

Pétur Einarsson, forstjóri Straums, eina sérhæfða fjárfestingarbankans á Íslandi, segir að þrátt fyrir breyttar aðstæður frá því sem áður var séu næg verkefni fyrir hendi við að „koma fjármagninu í arðbæra vinnu". Þar geti Straumur gegnt mikilvægu hlutverki.

Pétur er gestur í nýjasta þætti viðtalsþáttarins Klinksins á viðskiptavef Vísis. Pétur segir, aðspurður, að rekstrarumhverfi fyrir fjárfestingabankastarfsemi sé ekki ómögulegt þrátt fyrir minnkun um 80% frá því sem var fyrir hrun. Verkefnin hafi gjörbreyst en snúist nú um að greina tækifæri og hjálpa þeim sem eiga fjármagn við að fjárfesta.

Þetta segir Pétur jafnframt að sé samfélagslega mikilvæg starfsemi nú um stundir þar sem fjárfesting sé alltof lítil og hafi verið það um langt skeið.

Sjá viðtalið í heild sinni hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×