Efnishyggjan aukist eftir hrun Hafsteinn Hauksson skrifar 1. febrúar 2012 18:45 Ragna Benedikta segir að efnishyggja sé að aukast á landinu eftir hrun. Úr Klinkinu Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér. Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira
Rannsóknir lektors í sálfræði við Háskóla Íslands benda til þess að efnishyggja sé að aukst á Íslandi eftir hrun bankanna. Hún segir að efnishyggja fólks hafi ráðið meiru um skuldsetningu þess en bæði tekjur og fjármálalæsi. Ragna Benedikta Garðarsdóttir er doktor í félagssálfræði og lektor við Háskóla Íslands, en hún hefur rannsakað sálfræðiþættina að baki hagrænni hegðun eins og skuldsetningu. Í nýjasta þætti Klinksins á Vísi segir hún að drífandi þáttur sé efnishyggja, en það er trú fólks á að velgengni sé fólgin í peningum og að eignir geti fært fólki hamingju. Hún segir að í samfélagi þar sem menn bera kjör sín mikið saman myndist þörf fyrir að eiga það sama og aðrir, og það hafi Íslendingar gert með skuldsetningu, en efnishyggja hafi skýrt hluta ofskuldsetningar þjóðarinnar á árunum fyrir hrun. Gögn sem Ragna safnaði á Íslandi á árunum 2006 og 2007 sýna að efnishyggja hafi haft meira forspárgildi um skuldasöfnun fólks fyrir hrun en bæði tekjur þess og fjármálakunnátta. „Hvað segir það okkur?" spyr Ragna. „Að það sem þú trúir, þín viðhorf og gildi, segja meira til um það hvort þú ert tilbúinn til að taka lán, heldur en hvaða tekjur þú ert með. Var enginn að bakka upp þessi lán? Nei, það var hægt að taka lán fyrir hvaða upphæð sem er burtséð frá tekjum okkar. Það er alvarlegt mál." Gögn sem Ragna hefur safnað eftir hrun benda svo til þess að efnishyggja sé að aukast eftir hrun fjármálakerfisins. „Þegar það er fjárhagslegur ótti uppi í samfélaginu, þá er fólk líklegra til að leggja meiri áherslu á peninga og eignir en annars. Þetta segir sig kannski pínulítið sjálft. Ragna er í ítarlegu viðtali um sálfræðina í hagkerfinu í nýjasta þætti Klinksins, sem sjá má hér.
Klinkið Mest lesið Verðbólga hjaðnar hressilega Viðskipti innlent Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Viðskipti innlent Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Viðskipti innlent Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Viðskipti innlent Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Viðskipti innlent Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Viðskipti innlent Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Viðskipti innlent Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sögðu upp öllum starfsmönnum Vélfags sem eftir voru Gatnagerðargjöld hækkuð um tvo þriðju að jafnaði Óvænt verðbólguhjöðnun leiði vonandi til vaxtalækkunar Kallar eftir aukafundi peningastefnunefndar Verðbólga hjaðnar hressilega Funda með starfsmönnum Vélfags um framhaldið Hægt að fækka veikindadögum með réttu raka- og hitastigi Pétur Freyr ráðinn framkvæmdastjóri Íþöku fasteigna Kúabændur skora á ráðherra að falla frá breytingum Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Vilja vinna magnesíummálm úr íslenskum sjó Sólveig Kolbrún og Harpa Björg til Iðunnar Vélfag áfrýjar dómnum Vill láta hart mæta hörðu Veipverslun fyllir í skarð veitingastaðar Stofnar félag um olíuleit Ríkið sýknað af kröfum Vélfagsmanna Fengið jákvæð viðbrögð frá Evrópusambandinu Hegðun Norðuráls vonbrigði og Orkuveitan fari fram á fulla greiðslu Makrílveiðimenn töpuðu baráttu sinni við ríkið Bein útsending: Umhverfisdagur atvinnulífsins Hjöðnun verðbólgu í sjónmáli Eigandi Vélfags talinn tengjast rússnesku leyniþjónustunni „Þetta eru auðvitað vonbrigði“ Fá grænt ljós á kaupin á Gæðabakstri Hætta rekstri fiskmjölsverksmiðju og tólf missa vinnuna GK Reykjavík minnkar við sig Minni eignamyndun en fleiri komist í eigið húsnæði með nýrri lausn á markaði Kristján lætur af störfum hjá Samherja Steinar Waage opnar á Akureyri Sjá meira