Sport

Trausti bætti Íslandsmetið | ÍR-ingar settu met í 4x400

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Trausti til hægri hefur bætt Íslandsmetið í 400 metra hlaupi innanhúss tvívegis á þremur vikum.
Trausti til hægri hefur bætt Íslandsmetið í 400 metra hlaupi innanhúss tvívegis á þremur vikum. Mynd / Anton
Spretthlauparinn Trausti Stefánsson úr FH bætti um helgina Íslandsmet sitt í 400 metra hlaupi innanhúss. Trausti hljóp á tímanum 48,05 sekúndum.

Trausti bætti sitt eigið met sem hann setti á Stórmóti ÍR í lok janúar. Greinilegt að FH-ingurinn er í fantaformi um þessar mundir.

Sveit ÍR setti Íslandsmet í 4x400 metra boðhlaupi karla. Sveitin, sem var skipuð þeim Snorra Sigurðssyni, Einari Daða Lárussyni, Helga Björnssyni og Ívari Kristni Jasonarsyni, kom í mark á tímanum 3:19,11 mín.

Gamla metið, 3:21,37 mín, setti sveit Norðurlands árið 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×