Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði Birgir Þór Harðarson skrifar 17. febrúar 2012 22:45 Michael Schumacher kostar sitt. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004. Formúla Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004.
Formúla Mest lesið Glódís Perla íþróttamaður ársins með fullt hús stiga Sport Þessi hlutu atkvæði sem Íþróttamaður ársins, lið ársins og þjálfari ársins Sport Þórir Hergeirsson þjálfari ársins Sport Tindastóll upp fyrir Njarðvík Körfubolti Pep neitar því að sínir menn séu komnir á beinu brautina Enski boltinn Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Körfubolti Albert ekki með þegar Fiorentina steinlá gegn Napoli Fótbolti Karlalið Vals er lið ársins 2024 Sport Björg Elín íþróttaeldhugi ársins Sport Sagt að deyja eftir að Ísland komst ekki í undanúrslit Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira