Schumacher kostar Mercedes 95 milljónir á mánuði Birgir Þór Harðarson skrifar 17. febrúar 2012 22:45 Michael Schumacher kostar sitt. nordicphotos/afp Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004. Formúla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Heimsmeistarinn sjöfaldi Michael Schumacher kostar Mercedes liðið um 95.000.000 króna á mánuði. Þetta lét framkvæmdastjóri Daimler bílaframleiðandans hafa eftir sér. Daimler á Mercedes-Benz verksmiðjurnar sem reka kappaksturslið AMG Mercedes. Síðan Schumacher snéri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé hefur hann ekið fyrir Mercedes en ekki enn unnið kappakstur. Schumacher er nú á síðasta ári samnings síns hjá Mercedes. Fróðir menn telja að Schumi endurnýi samning sinn í lok árs ef liðið skaffar honum samkeppnishæfan bíl. "Hann er ennþá tákngervingur mótorsports í heiminum," sagði Dieter Zetsche, framkvæmdastjóri Daimler. Hann bætti við að samstarfið með Schumacher sé "áhugverður möguleiki" og að heimsmeistarinn fyrrverandi kosti AMG Mercedes liðið "aðeins" sjö milljónir evra á ári. Á gengi dagsins í dag eru það 1,14 milljarðar króna. Talið er að Fernando Alonso sé dýrasti ökumaðurinn í Formúlunni en að hinn 43 ára gamli Schumacher fylgi þar fast á eftir. Með endurkomunni hefur Schumacher tekið á sig töluverða launalækkun því árið 2004, þegar hann ók fyrir Ferrari hafði hann rúma 9 milljarða króna í tekjur á ári. Auk þess að fá greidd laun fær hann sjálfur auglýsingatekjur samkvæmt sérstökum ákvæðum í samningi hans. Þá gaf Schumi mest allra íþróttamanna í heiminum, og meira en sum þjóðríki, til hjálparstarfa eftir jarðskjálftann á botni Indlandshafs árið 2004.
Formúla Mest lesið Um hnífsárásina sem breytti lífi sínu: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Enski boltinn ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti „Ljúft að klára leikinn svona“ Íslenski boltinn „Þá gætum við lagst niður og gefist upp“ Íslenski boltinn Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Handbolti Uppgjörið: ÍA - Breiðablik 3-0 | Áfram með hreðjatak á Blikum Íslenski boltinn Fleiri fréttir Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti
Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda Handbolti