Myndi einn fremsti fræðimaður landsins í hagfræði taka verðtryggt lán? Þorbjörn Þórðarson skrifar 17. febrúar 2012 01:00 Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira
Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði við HÍ og nefndarmaður í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands, er ekki tilbúinn að svara því beint út hvort hann myndi taka verðtryggt eða óverðtryggt húsnæðislán ef hann þyrfti að taka slíkt lán á morgun, en hann var gestur í nýjasta þættinum af Klinkinu. Hefði Gylfi svarað spurningunni neitandi, þá væri hann í raun að lýsa því yfir að hann hefði enga trú á að Seðlabankinn gæti haft taumhald á verðbólgunni, en þá væri hann í raun í leiðinni að lýsa yfir vantrausti á stefnu bankans. Seðlabanki Íslands hefur aðeins einu sinni náð verðbólgumarkmiði sínu, en það var árið 2003. Margir eru þeirrar skoðunar að þetta sé ein helsta birtingarmynd þess að peningastefnan hafi ekki virkað fyrir hrun og að Ísland ráði ekki við sjálfstæðan gjaldmiðil. Aðeins eitt ríki í heiminum með eina milljón íbúa eða færri er með sjálfstæðan gjaldmiðil og það er Ísland. Í þættinum fór Gylfi yfir valkosti Íslands í peningamálum. Mjög skiptar skoðanir eru um hvaða stefnu Ísland eigi að taka í þesum efnum fari svo að þjóðin felli aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæðagreiðslu, en aðild að ESB er nauðsynlegur undanfari aðildar að Evrópska myntbandalaginu og upptöku evru. Í þættinum fór Gylfi einnig yfir þá þversögn sem birtist í málflutningi þeirra sem telja að Íslendingar eigi að halda í krónuna og að Seðlabankinn hafi gert allt rétt við framkvæmd peningastefnunnar fyrir hrun, en Seðlabankanum tókst ekki að afstýra innistæðulausu risi krónunnar og hruninu sem var eðlileg afleiðing af því. Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi ráðherra, hefur reifað svipuð álitaefni í vikulegum pistli sínum í Fréttablaðinu, en hann hefur kallað eftir því að menn útskýri þá þversögn sem birtist í þeim málflutningi að Seðlabankinn hafi gert allt rétt í aðdraganda hrunsins og að stöðugleikinn snúist bara um góða stjórnun á krónunni. Á sama tíma eru erlendir sérfræðingar eins og Paul Krugman og Martin Wolf að mæla því að Ísland haldi í krónuna, en með bættri hagstjórn og peningastefnu. Hvaða leið á Ísland að fara í þessum efnum? Sjá má nýjasta þáttinn af Klinkinu í heild sinni hér. thorbjorn@stod2.is
Klinkið Mest lesið „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ Viðskipti innlent Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Viðskipti erlent KS við það að kaupa B. Jensen Viðskipti innlent Eini sjö sæta rafbíllinn í sínum verðflokki Samstarf Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Viðskipti innlent Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita Viðskipti innlent Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Viðskipti innlent Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Viðskipti innlent Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Viðskipti innlent Níu varðhundar neytenda sameinast á einum vef Neytendur Fleiri fréttir Kynna nýja samheitaorðbók sem samin er með hjálp gervigreindar Skerðingum að hluta frestað þökk sé hlýindum Sólrún, Brynjar og Aníta til Reita „En við getum aldrei talað um að hann sé að gera þetta fyrir vin sinn“ KS við það að kaupa B. Jensen Icelandair byrjar að fljúga til Istanbúl Tugmilljarða viðsnúningur hjá Alvotech Spá því að nefndin lækki stýrivexti duglega Spá því að verðbólgan fari í 4,5 prósent Telur enga frétt í leyniupptökunum um hvalveiðar Bein útsending: Leiðir til að lækka vexti Hagnaður Sýnar dróst verulega saman milli ára Húsið sem keypt var á þrjár milljónir til sölu á 83 milljónir Spá hressilegri vaxtalækkun Lentu vélum easyJet örugglega á Akureyri þrátt fyrir hvassviðri Kaupmáttur á opinberum markaði minni vegna lausra samninga Þrjú ráðin til Tryggja Arna innkallar kaffiskyr með vanillubragði Bein útsending: Kosningafundur Viðskiptaráðs - Horfum til hagsældar Horfur tveggja banka úr stöðugum í jákvæðar Ísold ráðin markaðsstjóri Frá Bændasamtökunum til Samorku Fáránlegt að eiga ekki „smá Bitcoin“ á Íslandi Deildarstjóri, lögfræðingur og viðskiptastjóri ráðin til Mílu Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Sjá meira