Nýr bíll HRT stenst ekki árekstrarpróf og ekur ekki fyrr en í mars Birgir Þór Harðarson skrifar 13. febrúar 2012 13:15 Það hlýtur að vera pirrandi að ná engum árangri þó maður leggi sig fram. De la Rosa ók 2011 bíl HRT á æfingum á dögunum. nordicphotos/AFP Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár. Nýjir keppnisbílar þurfa að fara í gegnum ströng öryggispróf áður en þeim er veitt heimild til að keppa. Nýji HRT bíllin féll á tveimur liðum prófsins með litlum mun. Á æfingunum í síðustu viku ók Pedro de la Rosa bíl síðasta árs og kemur til með að gera það aftur í lok mánaðarinns fyrst 2012 bíllinn fær ekki leyfi. HRT hefur átt mjög erfitt uppdráttar síðan þeir hófu keppni árið 2010. Allir átta ökumenn liðsins síðustu tvö tímabilin hafa aldrei ræst framar en í 18. sæti og aldrei lokið keppni ofar en í því þrettánda. Í fyrra ræsti liðið aldrei framar en í 20. sæti. Í vetur nældu þeir í spænska ökuþórinn Pedro de la Rosa sem hefur verið þriðji ökumaður McLaren í nokkur ár. Reynsla hans af þróun og hönnun F1 bíla er engri lík og því mikill fengur fyrir HRT. Þar áður ók hann með Arrows liðinu 1999-2000, Jaguar liðinu 2001-2002 og Sauber árið 2010. Við hlið de la Rosa ekur Inverjinn Narain Karthikeyan. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Bíll HRT liðsins í Formúlu 1 stóðst ekki árekstrarprófanir FIA og fær því ekki keppnisleyfi að svo stöddu. Nýr HRT bíll verður ekki frumsýndur fyrr en liðið hefur bætt úr þessu. HRT æfir því ekki á nýjum bíl fyrr en í byrjun mars, á síðustu æfingalotunni af þremur í ár. Nýjir keppnisbílar þurfa að fara í gegnum ströng öryggispróf áður en þeim er veitt heimild til að keppa. Nýji HRT bíllin féll á tveimur liðum prófsins með litlum mun. Á æfingunum í síðustu viku ók Pedro de la Rosa bíl síðasta árs og kemur til með að gera það aftur í lok mánaðarinns fyrst 2012 bíllinn fær ekki leyfi. HRT hefur átt mjög erfitt uppdráttar síðan þeir hófu keppni árið 2010. Allir átta ökumenn liðsins síðustu tvö tímabilin hafa aldrei ræst framar en í 18. sæti og aldrei lokið keppni ofar en í því þrettánda. Í fyrra ræsti liðið aldrei framar en í 20. sæti. Í vetur nældu þeir í spænska ökuþórinn Pedro de la Rosa sem hefur verið þriðji ökumaður McLaren í nokkur ár. Reynsla hans af þróun og hönnun F1 bíla er engri lík og því mikill fengur fyrir HRT. Þar áður ók hann með Arrows liðinu 1999-2000, Jaguar liðinu 2001-2002 og Sauber árið 2010. Við hlið de la Rosa ekur Inverjinn Narain Karthikeyan.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira