Helgaruppskrift Helgu Möller 11. febrúar 2012 10:00 Helga Möller söngkona segist jafnvel elda helgarmatinn á mánudögum sökum óreglulegs vinnutíma. Hún borðar sjaldan steikur nema alveg spari og kýs heldur léttari mat. Hún deilir hér með okkur æðislegri uppskrift af kjúklingi fyrir helgina og hollu og ljúffengu bananabrauði á eftir sem hún státar sig mikið af enda uppskriftin hennar frá grunni.Kjúklingaréttur með sætum kartöflumSæt(ar) kartöflur afhýddar og sneiddar, settar í eldfast mót. Olíu, salti og pipar stráð yfir kartöflurnar og þær bakaðar í 30-40 mín. í ofni (eftir smekk). Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið einum poka af spínati yfir. Á meðan kartöflurnar eru að malla í ofninum eru kjúklingalundir/bringur, niðursneiddar og steiktar á pönnu. Kryddið með karríi og hvítlaukskryddi eftir smekk. Setjið kjúklinginn svo ofan á spínatið. Setjið því næst eina til tvær krukkur af mangóchutney yfir kjúklinginn. Ristuðum hnetum/möndlum með hýði (mega vera hvaða hnetur sem er) dreift yfir ásamt lúku af muldu Ritzkexi. Að lokum er rifinn ostur og fetaostur settur yfir réttinn og hann bakaður í ofni á 180°C í um 20-30 mín.Bananabrauð Helgu Möller3 þroskaðir bananar4 msk. agavesíróp3 dl gróft spelt2 dl Granóla-múslí1 egg1 tsk. vínsteinslyftiduftsmá maldonsaltAllt pískað saman með gaffli í skál og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Bananabrauðið er best nýbakað með miklu smjöri en eftir tvo daga, ef eitthvað er eftir, er mjög gott að rista það. Bananabrauð Brauð Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Helga Möller söngkona segist jafnvel elda helgarmatinn á mánudögum sökum óreglulegs vinnutíma. Hún borðar sjaldan steikur nema alveg spari og kýs heldur léttari mat. Hún deilir hér með okkur æðislegri uppskrift af kjúklingi fyrir helgina og hollu og ljúffengu bananabrauði á eftir sem hún státar sig mikið af enda uppskriftin hennar frá grunni.Kjúklingaréttur með sætum kartöflumSæt(ar) kartöflur afhýddar og sneiddar, settar í eldfast mót. Olíu, salti og pipar stráð yfir kartöflurnar og þær bakaðar í 30-40 mín. í ofni (eftir smekk). Takið kartöflurnar út úr ofninum og dreifið einum poka af spínati yfir. Á meðan kartöflurnar eru að malla í ofninum eru kjúklingalundir/bringur, niðursneiddar og steiktar á pönnu. Kryddið með karríi og hvítlaukskryddi eftir smekk. Setjið kjúklinginn svo ofan á spínatið. Setjið því næst eina til tvær krukkur af mangóchutney yfir kjúklinginn. Ristuðum hnetum/möndlum með hýði (mega vera hvaða hnetur sem er) dreift yfir ásamt lúku af muldu Ritzkexi. Að lokum er rifinn ostur og fetaostur settur yfir réttinn og hann bakaður í ofni á 180°C í um 20-30 mín.Bananabrauð Helgu Möller3 þroskaðir bananar4 msk. agavesíróp3 dl gróft spelt2 dl Granóla-múslí1 egg1 tsk. vínsteinslyftiduftsmá maldonsaltAllt pískað saman með gaffli í skál og bakað við 180 gráður í eina klukkustund. Bananabrauðið er best nýbakað með miklu smjöri en eftir tvo daga, ef eitthvað er eftir, er mjög gott að rista það.
Bananabrauð Brauð Kjúklingur Uppskriftir Mest lesið Þóttist ólétt, fæddi dúkkubarn og sagði það svo dáið Lífið Komin með nýjan rappara í sigtið Lífið Einar skipulagði eigin útför og bauð í partí Lífið Plaströrum um að kenna, ekki litlum typpum Lífið Fyndnustu dýralífsmyndir ársins Lífið Sextíu fermetrar og fagurrautt Lífið Elva fann sjálfa sig aftur Lífið „Svo gaman að ég steingleymdi að ég væri með annan kjól“ Lífið Fokk Laxness! Sjáðu allt hitt sem þú ert að missa Lífið „Loksins er öll fjölskyldan saman komin“ Lífið Fleiri fréttir „Táknmynd ítalskrar matargerðar“ Silkimjúk espresso-kaka fyrir helgina „Forréttur sem ég býð öllum upp á“ Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira