Keppa með símann í bílnum og "tvíta" þegar 40 hringir eru eftir Birgir Þór Harðarson skrifar 29. febrúar 2012 08:00 Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. Í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í fyrrinótt varð nefninlega slys og síðustu 40 hringjunum var frestað í tæpa tvo tíma. Á meðan keppninni er frestað mega liðin ekki snerta bílana og er þeim einfaldlega lagt þar sem þeir eru þegar rauðu flöggunum er veifað. Í hléinu varð Brad Keselowski hins vegar fyrsti ökumaðurinn í sögu kappaksturs til að tvíta í miðjum kappakstri. Fyrsta tvítið var á þessa leið: "Fire!" Það var því lítið annað fyrir ökumennina að gera en að taka fram símana sína, setja á sig derhúfuna og byrja að tvíta. Keselowski (@keselowski) var einn þeirra og tóku lýsendur keppninnar eftir því að Brad sendi mynd af slysinu á Twitter úr bílnum sínum um leið og hann hafði stöðvast. Keselowski tvítaði því í beinni útsendingu í sjónvarpinu og stærti sig af því, rétt áður en keppnin fór aftur af stað, að hafa eignast 100.000 nýja "followers" í hléinu. Hann auglýsti það líka að hann hafði aðeins eitt 40% af rafhleðslunni í símanum sínum á meðan hléinu stóð. Myndbandið sem fylgir hér að ofan er svo af mest spennandi keppninni á Daytona strönd í gærkvöldi: Dale Earnhard Jr. og Brad Keselowski kepptust um að komast fyrst á klósettið. Tengdar fréttirNASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500 Formúla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Þeir virðast alveg vera með þetta ökumennirnir í NASCAR mótaröðinni í Bandaríkjunum því þeir tvíta í miðjum kappakstri eins og ekkert sé eðlilegra. Í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í fyrrinótt varð nefninlega slys og síðustu 40 hringjunum var frestað í tæpa tvo tíma. Á meðan keppninni er frestað mega liðin ekki snerta bílana og er þeim einfaldlega lagt þar sem þeir eru þegar rauðu flöggunum er veifað. Í hléinu varð Brad Keselowski hins vegar fyrsti ökumaðurinn í sögu kappaksturs til að tvíta í miðjum kappakstri. Fyrsta tvítið var á þessa leið: "Fire!" Það var því lítið annað fyrir ökumennina að gera en að taka fram símana sína, setja á sig derhúfuna og byrja að tvíta. Keselowski (@keselowski) var einn þeirra og tóku lýsendur keppninnar eftir því að Brad sendi mynd af slysinu á Twitter úr bílnum sínum um leið og hann hafði stöðvast. Keselowski tvítaði því í beinni útsendingu í sjónvarpinu og stærti sig af því, rétt áður en keppnin fór aftur af stað, að hafa eignast 100.000 nýja "followers" í hléinu. Hann auglýsti það líka að hann hafði aðeins eitt 40% af rafhleðslunni í símanum sínum á meðan hléinu stóð. Myndbandið sem fylgir hér að ofan er svo af mest spennandi keppninni á Daytona strönd í gærkvöldi: Dale Earnhard Jr. og Brad Keselowski kepptust um að komast fyrst á klósettið. Tengdar fréttirNASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500
Formúla Mest lesið Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeildinni Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Körfubolti Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Körfubolti Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fótbolti O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Fótbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira