NASCAR tímabilið hefst með hvelli með Daytona 500 Birgir Þór Harðarson skrifar 28. febrúar 2012 17:30 Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma. Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Matt Kenseth sem ekur fyrir Roush Fenway sigraði Daytona 500 kappaksturinn, fyrsta mót ársins í NASCAR í Bandaríkjunum. Daytona 500 er stærsti götubílakappakstur ársins í Bandaríkjunum. Fyrir sigurinn fékk Kenseth 300 þúsund bandaríkjadali í sigurlaun. Þá fékk Martin Truex Jr. hjá Micheal Waltrip Racing 200 þúsund dali fyrir að vera fremstur þegar helmingur vegalendgarinnar var ekinn. Juan Pablo Montoya sem Evrópubúar þekkja vel úr Formúlu 1 slapp með skrekkinn þegar hann klessti á hreinsunarbíl í Daytona 500 kappakstrinum sem fram fór í nótt. Montoya ekur nú fyrir Chip Ganassi liðið í NASCAR í Bandaríkjunum. Gulum flöggum var veifað á brautinni og er venjan að hreinsunarbílar aki hringinn og blási ryki af brautinni. Montoya misti stjórn á bíl sínum, skautaði beint á gula trukkinn og reif eldsneytistankinn á trukkinum. Neisti komst svo í eldsneytið þegar það sullaðist niður brautina svo upphófst mikið bál. Rauðum flöggum var veifað um leið og kappakstrinum frestað í einn og hálfan klukkutíma. "Það var eitthvað furðulegt við bílinn svo ég fór inn á viðgerðarsvæðið," sagði Montoya stuttu eftir slysið. "Þeir fundu ekkert að bílnum svo ég fór beint út aftur en missti svo afturendann rétt fyrir þriðju beygju." Talið var að eldurinn hefði eyðilagt malbikið en svo reyndist ekki vera. Daytona 500 kappaksturinn átti að fara fram á sunnudag en var frestað vegna mikillar rigningar og fór því fram á mánudagskvöldi. Rigning ógnaði kappakstrinum aftur síðustu hringina en hafði ekki áhrif og mótinu lauk klukkan 1 eftir miðnætti að staðartíma.
Formúla Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Conor McGregor og Logan Paul fá jafnmikið borgað fyrir bardagann Sport Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira