Webber er undir smásjánni hjá Red Bull Birgir Þór Harðarson skrifar 27. febrúar 2012 19:00 Mark Webber ætlar að gera allt til að halda sæti sínu hjá Red Bull, en hann þarf að sigra Vettel sem gæti reynst erfitt. nordicphotos/afp Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin. Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber, ástralski ökumaður Red Bull, segist ekki leiða hugann að öllum keppnautum sínum sem vilja sæti hans fyrir árið 2013. "Það mikilvægasta fyrir Mark Webber þessa stundina er að einbeita sér að sjálfum sér," sagði Mark um sjálfan sig. "Ég stjórna hinum ekki svo ég verð bara að hugsa um sjálfan mig." "Þegar þú ert fremstur í Formúlu 1 er árangur þinn alltaf undir smásjá. Hver beygja er greind og ef liðið kann ekki meta stílinn þinn þá ertu á útleið, hver sem tekur svo við af þér." Mikið hefur verið fjallað um framtíð Webbers hjá heimsmeistaraliðinu og er nú svo komið að sæti Webbers sé orið svo heitt að standi hann sig ekki í heimsmeistarakeppninni í ár láti liðið hann fara. Liðsfélaginn Sebastian Vettel lét hann líta mjög illa út í fyrra með því að sigra hann 16-3 í tímatökum og á endanum verða heimsmeistari, 134 stigum á undan Webber. Þeir ökumenn sem líklegir þykja til að taka við af Webber eru Daniel Ricciardo eða Jean-Eric Vergne sem nú eru hjá Torro Rosso, systurliði Red Bull á Ítalíu. Þá hefur verið fjallað um framtíð Lewis Hamilton hjá McLaren og sagt að skaffi liðið honum ekki titilhæfum bíl í ár muni hann róa á önnur mið í lok árs. Skemmst er að minnast lítils fundar Christian Horner, liðstjóra Red Bull, og Lewis Hamilton í Kanada í fyrra. Eftir þann fund fullyrti breska pressan að Lewis myndi aka fyrir Red Bull og að framtíð Webbers hjá Red Bull væri engin.
Formúla Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Úkraína 3-5 | Óhamingjunni varð allt að vopni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Auglýsir ólögleg veðmál: „Hryggir mig mjög að Kristófer fari þessa leið“ Körfubolti Reiður yfir mistökum Mikaels: „Negldu þessu helvíti í burtu“ Fótbolti Mörk Íslands og Úkraínu: Tvö undir lokin frá gestunum Fótbolti Einkunnir íslenska liðsins: Albert fremstur á meðal jafningja Fótbolti Miðasala á leik Íslands og Úkraínu hefst aftur í hádeginu í dag Fótbolti Engin hjartaaðgerð en smá magnyl skaðar ekki Fótbolti Ný upplifun fyrir strákana: „Líklega legið þungt á þeim“ Fótbolti Mikil gleði á Ölveri og Arnar steig á stokk Fótbolti Fleiri fréttir Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira